Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Side 39
DV Helgarblað Föstudagur 27. apríl 2007 39
að mismuna samkynhneigðum áfram
Þjóðkirkjan samþykkir Prestastefna á Húsavík felldi með yfirgnæfandi meirihluta tillögur um að þjóðkirkjuprestum væri heimilt að annast hjónavígslu samkyn-hneigðra. DV leitaði álits samkynhneigðra Íslendinga á niðurstöðum prestastefnunnar.
sínum. Þetta er hrein og klár mismunun.
Ég tilheyri Lauganeskirkjusöfnuði
og þó svo prestarnir vildu gifta
mig, þá hafa þeir ekki heimild til
þess. Ég vil samt taka það fram
að ég er mjög þakklát fyrir að vera
Íslendingur og njóta þeirra
mannréttinda
sem samkynhneigðir einstakl-
ingar hafa hér. Það er hins vegar ljóst að
þjóðin vill leyfa samkynhneigðum að gift-
ast í kirkju og Þjóðkirkjan er að vinna gegn
þjóðinni.“
Þjóðkirkjan afskrifar sig sem kirkju
íslensku þjóðarinnar
Hanna Katrín Friðriksson framkvæmda-
stjóri, er í staðfestri samvist með Ragnhildi
Sverrisdóttur blaðamanni. „Það skiptir náttúru-
lega máli fyrir trúað fólk að það fái að gifta sig í
kirkju og þá á kynhneigð ekki að skipta nokkru
máli. Þetta er spurning um jafnrétti og það skiptir
máli fyrir alla einstaklinga.
Ég varð fyrir vonbrigðum. Það er alveg klárt
að með þessum samþykktum á nýafstaðinni
prestastefnu er Þjóðkirkjan að afskrifa sig
sem kirkja íslensku þjóðarinnar og
þetta kallar á en frekari umræðu
um aðskilnað ríkis og kirkju. Ég
er hins vegar ánægð með þenn-
an góða og fjölmenna hóp sem
flutti þessa tillögu. Þarna fer hóp-
ur margra yngri og öflugri presta Þjóð-
kirkjunnar.
Já, kirkjan er að mismuna börnum sínum
algjörlega. Hún er ekki að standa undir nafni
sem þjóðkirkja íslensku þjóðarinnar. Ekki ein-
göngu var verið að fjalla um það hvort kirkjan
ætti að hætta þessari mismunum heldur um
framtíð hennar innan íslensku þjóðarinnar.
Það er síðan spursmál hvort hjónavígslan eigi
að vera í höndum trúfélaga. Þetta er verald-
legur gjörningur en síðan eiga trúfélög að geta
veitt blessun sína. “
Andlegt ofbeldi gegn
lesbíum og hommum
Margrét Pála Ólafsdóttir er framkvæmdastjóri
Hjallastefnunnar. Kona hennar er Lilja S. Sigurð-
ardóttir. Þær staðfestu samvist 12. júlí 1996, eða
strax eftir að mesta tilstandið kringum nýju lögin
tóku gildi.
„Trúin og trúarþörfin tilheyra innsta sálar-
kjarna hvers og eins ásamt öðrum dýpstu tilfinn-
ingum okkar – og ástartilfinningar allra búa þar
líka hvaða nafni sem kynhneigð okkar nefnist.
Þar af leiðandi er það skelfileg höfnun að Þjóð-
kirkjan skuli beita lesbíur og homma því andlega
ofbeldi að hafna vígslu okkar og setja tilfinningar
samkynhneigðra þar með í annað og óæðra box
í regluveldi sínu. Ég segi bara; guði sé lof fyrir þá
presta sem virða mannhelgi og vildu opna dyrnar
fyrir okkur en vona að hinir eigi eftir að skilja hví-
líku sálartjóni kirkjan hefur valdið mörgum sam-
kynhneigðum með neikvæðri afstöðu sinni.“
annakristine@dv.is, valgeir@dv.is, thorunn@dv.is
„Mér finnst alveg sjálfsagt að farið sé með sér-
stakt ritútal yfir samkynhneigðum en á sama
hátt verður það að vera samkvæmt sannfæringu
prestsins sem framkvæmir það. Sjálfum fyndist
mér eðlilegast að ritúalið væri mjög svipað þótt
það sé auðvitað ekki hægt að nota sömu orð.“
Heimir Már Pétursson
„Mismunun gegn samkynhneigðum
er bönnuð samkvæmt lögum.“
Margrét Pála Ólafsdóttir
„trúin og trúarþörfin tilheyra
innsta sálarkjarna hvers og eins.“
Sigursteinn Másson
„Brýnt að þjónar kirkjunnar
skynji sinn vitjunartíma.“