Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Side 12
B
jörn Bjarnason
dómsmálaráð-
herra tók á móti
blaðamanni á
heimili sínu,
ótrúlega bratt-
ur og hraustleg-
ur þrátt fyrir að
aðeins tvær vik-
ur væru frá því að hann gekkst undir
heljarinnar uppskurð.
Tvisvar á stuttum tíma hefur Björn
þurft að leggjast inn á Landspítalann
háskólasjúkrahús við Hringbraut
vegna lungnasjúkdóms. Hann leit-
aði til lækna í byrjun febrúar þar sem
hann var orðinn svo móður og orku-
lítill að hann gat varla farið á milli
hæða án þess að standa á öndinni.
Hægra lungað hafði fallið saman
vegna blaðra sem lögðust á það og
gerðu að lokum gat á lungað. „Ég lá
inni á spítalanum í tíu daga og þeir
dældu lofti úr brjóstholinu í þeim til-
gangi að fá lungað til að lyfta sér og
festast við brjósthimnuna þannig að
götin á lunganu myndu lokast, þegar
þau lokuðust ekki sjálf var dælt talk-
úmi í brjóstholið,“ segir Björn. Að-
gerðin tókst og loft hætti að leka úr
lunganu en dugði þó í stuttan tíma.
Afmyndaðist vegna lofts
Annan í páskum var Björn orð-
inn jafnslæmur. Hann fór í mynda-
töku og var lagður inn samdægurs.
„Daginn eftir var mikið loft undir
húðinni á hálsinum og í andlitinu.
Ég tútnaði út og var orðin eins og
blaðra, var alveg afmyndaður í fram-
an.“ Götin á lunganu eftir blöðrurn-
ar voru svo stór að ekki dugði annað
en uppskurður til þess að fjarlægja
blöðrurnar og loka götunum á lung-
anu. „Bjarni Torfason skurðlæknir
opnaði á mér brjóstkassann og lokaði
lunganu með goritex-efni og heftum.
Nú bíð ég eftir því að vita hvort þetta
hafi ekki dugað, en læknarnir telja
svo vera,“ segir Björn.
Björn segir enga sérstaka skýringu
vera á því af hverju hann hafi fengið
þennan sjúkdóm. Væri hann stór-
reykingamaður væri það líklegasta
skýringin en það sé hann ekki. Það
er þó ekki alltaf ástæðan því ungt og
reyklaust fólk getur líka fengið þess-
ar blöðrur á lungun en oftast eru þær
mun minni og það gerir sjúkdóminn
auðveldari viðureignar.
Birni gengur vel að jafna sig eftir
uppskurðinn og finnst spennandi að
sjá hvort hann verði ekki bara betur á
sig kominn en lengi áður þegar hann
hefur jafnað sig að fullu. Í dag, föstu-
dag, verða teknar myndir af lungun-
um og ákveðið í framhaldinu hvort
hann verði útskrifaður eftir aðgerð-
ina. Björn fer í gönguferðir í nágrenni
við heimili sitt til þess að vinna upp
þol og styrk.
Björn hefur verið heilsuhraust-
ur alla tíð og því segir hann veikind-
in hafa verið mikil viðbrigði. „Það er
mikil reynsla að leggjast tvisvar inn
á sjúkrahús við þessar aðstæður og
hefur hún vissulega stækkað sjón-
deildarhring minn. Ég naut frábærr-
ar þjónustu lækna, hjúkrunarfræð-
inga, sjúkraliða og annars starfsfólks
á sjúkrahúsinu. Reynslan nýtist mér
í mörgu tilliti og þess vegna einnig í
stjórnmálum,“ segir Björn og bæt-
ir við að sem betur fer sé sjúkdóm-
ur hans vel læknanlegur. Á meðan
á sjúkrahúslegunni stóð segir Björn
alveg klárt að hann hafi ekki viljað
neina sérmeðferð enda kunni menn
almennu meðferðina yfirleitt miklu
betur.
Gott fordæmi fyrir önnur
ráðuneyti
Margir sem vinna hjá undirstofn-
unum dómsmálaráðuneytisins hafa
haft á orði að Björn sé maður verka
Föstudagur 27. apríl 200712 Helgarblað DV
BB
Björn Bjarnason dóms-
málaráðherra er að ná sér
af veikindum en vegna
þeirra missti hann af
fyrsta Landsfundinum
síðan á sjötta áratugnum.
Hann er maður breytinga
og segist vilja taka að sér
ráðuneyti þar sem gera á
breytingar verði Sjálf-
stæðisflokkurinn í næstu
ríkisstjórn. Hann telur
breytinga þörf í
heilbrigðisráðuneytinu
og býr yfir þeirri reynslu
sem þarf. Björn telur
baráttu sína við
Ingibjörgu Sólrúnu vera
upphafið að endalokum
R-listans.
„Bjarni Torfason skurð-
læknir opnaði á mér
brjóstkassann og lok-
aði lunganu með gori-
tex-efni og heftum. Nú
bíð ég eftir því að vita
hvort þetta hafi ekki
dugað.“
Tilbúinn
í heilbrigðis-
ráðuneytið