Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Side 26
V
algeir Guð-
jónsson valdi
sér plokkfisk
af matseðli,
sem annars
einkenndist
af hamborg-
um og klúbb-
samlokum –
frönskum, sósu og salati, þegar hann
settist niður með blaðamanni DV á
veitingastað í Reykjavík. Plokkfiskn-
um fylgdu þrjár sneiðar af rúgbrauði,
það verður varla íslenskara. Hvað
annað ætti sjálfur Valgeir Guðjónsson
svosem að fá sér?
„Ég fæddist nú bara hérna á fæð-
ingardeildinni og var keyrður heim í
snjóbíl, eins og fram kemur í bók Illuga
Jökulssonar, Draumur okkar beggja.
Þetta var nefnilega á þeim árum þeg-
ar það átti til að snjóa í Reykjavík,“ seg-
ir Valgeir. Hann ólst fyrst upp á Njáls-
götunni, í húsi sem afi hans byggði
en flutti síðar í Smáíbúðahverfið. „Ég
fór svo alltaf á sumrin í sveit, vestur
á Galtarvita – sem er paradís á jörðu
að sumarlagi, en ég þekki ekki aðrar
árstíðir þar. Ég dvaldi hjá afabróður
mínum, Óskari Aðalsteini, rithöfundi
og Hönnu, konu hans og varð þarna
fyrir mjög varanlegum áhrifum af ein-
hverju óskilgreindu, sem varð til þess
að hin leitandi óeirð þess sem sumir
kalla listamann skaut rótum í mér. Ég
varð fljótt var við að ég hafði þörf til
að búa eitthvað til, en það getur verið
dálítið harður húsbóndi og ekki frá því
hlaupið mjög auðveldlega án þess að
koma sér upp lífslangri óhamingju.“
Þessi óeirð leiddi síðan Valgeir
inn á ýmsar brautir í lífinu. „Ég hef
náttúrulega fengist við mjög margt.
Ég starfaði um tíma í Bandaríkjun-
um og þar þótti ferilskrá mín með
hreinum ólíkindum og algerlega fjar-
stæðukennd, því lífshlaup Banda-
ríkjamanna er mest á einni braut og
þeir eru ekki mikið að breyta til ótil-
neyddir. Ég hef þannig farið svolítið
um víðan völl og það hefur fært mér
mjög mikla ánægju, en að sama skapi
kennt mér að það er ekki alltaf á vís-
an að róa þegar maður er að elta söng
hjartans,“ segir Valgeir spekingslega.
Gítarkennarinn mamma
Foreldrar Valgeirs voru Guðjón
Valgeirsson lögfræðingur og Margrét
Árnadóttir, sem hann segir afar merki-
lega konu. „Ég segi það gjarnan að
hún sé elsti starfandi fatahönnuður
landsins, enda hefur hún framleitt ull-
arfatnað í marga áratugi. Hún kynnti
mig líka fyrir tónlist, því hún spilar á
gítar. Gripakunnátta hennar mælist í
eins stafs tölu en hún er engu að síð-
ur meðal fremstu partýgítarleikara og
hefur haldið uppi gleðskap víða um
land – og lönd. Hún kenndi mér fyrstu
tvö gripin, en síðan var ég mikið að
æfa mig með Þórði Árnasyni bekkjar-
bróður mínum, en um leið og hann
keypti gítar varð hann gítarsnillingur.
Fyrsti gítarinn hans, sem var rússnesk-
ur og kostaði 500 krónur, var keyptur í
lítilli sérvöruverslun við Hallveigarstíg
sem verslaði með rússneska sérvöru.
Þar var til dæmis hægt að kaupa gítara,
babúskur og samóvara – hún er því
miður ekki lengur til þessi búð, enda
hefur eftirspurn eftir rússneskri sér-
vöru minnkað töluvert,“ segir Valgeir
og maður veit ekki alveg hvort bros-
ið sem fylgir í kjölfarið gefur til kynna
lúmskt háð eða einlæga fortíðarþrá.
Valgeir tók snemma til við að semja
tónlist og fyrsta lagið sem hann man
eftir að semja var við kvæði Jónasar
Hallgrímssonar; Efst á Arnarvatns-
hæðum, þegar hann var 12 ára. „Þetta
var svosem ekki stórt lag og undir tals-
verðum áhrifum frá Shadows, sem
voru kannski mínir helstu áhrifavald-
ar á þessum tíma – áður en allir hin-
ir komu fram á sjónarsviðið. En þegar
ég var í fyrsta eða öðrum bekk í gagn-
fræðaskóla kom fyrsta kasettutækið á
heimilið. Það var af Philips-gerð og ég
man að ég tók upp og var þarna með
í smíðum mikið tónverk í mörgum
þáttum. Ég tók upp einn þátt í einu
og þegar ég hafði samið þann næsta
tók ég hann upp – og svo koll af kolli.
Þessi kasetta er því miður týnd, eins
og svo margar kasettur. Þarna lagði
ég upp með að gera eins flókna tónlist
og ég gat, þó ég hafi nú frekar hneigst
til þess í seinni tíð að gera einfaldari
og einfaldari lög. Þessi gömlu lög eru
nú öll týnd, nema eitt sem ég samdi
við kvæði Tómasar Guðmundsson-
ar, Það kvað vera fallegt í Kína. Í þessu
lagi finnst mér jafnvel gæta einhverra
höfundareinkenna sem hafa fylgt mér
síðan og ég þyrfti eiginlega að koma
þessu lagi út.“
Sprenging í Hamrahlíð
Valgeir sinnti tónlistinni nokkuð í
gagnfræðaskóla og var meðal annars
í skólahljómsveit, en þegar hann gekk
í Menntaskólann við Hamrahlíð fóru
hlutirnir að gerast fyrir alvöru. „Það
varð bara einhverskonar sprenging,
enda var skólinn ótrúleg deigla. Ég
kom þangað inn 1968 og telst þannig
ungliði í 68-kynslóðinni. Ég kynnt-
ist þarna tilvonandi samstarfsmönn-
um mínum; Sigurði Bjólu fyrst, svo
Jakobi og Agli. Bjólan hafði á þessum
tíma mjög góðan og þróaðan tónlist-
arsmekk. Hann átti frábær hljómtæki
af Bang&Olufsen gerð þannig að við
fórum mikið heim til hans og hlust-
uðum á tónlist. Hann hlustaði mik-
ið á blús og við urðum saman miklir
áhugamenn um blústónlist, sem var
nokkuð óvenjulegt á þessum tíma.
Þarna snerist líf okkar mjög mikið um
tónlist, menn sátu saman og hlust-
uðu á tónlist á kvöldin og krufðu heilu
plöturnar til mergjar. Þetta varð svo til
þess að maður fór að semja meira og
upp úr þessu varð til fyrsti vísirinn að
Stuðmönnum og Spilverki þjóðanna.“
Það varð þó ekki til þess að Val-
geir helgaði sig tónlistinni eingöngu
því eftir útskrift gerðist hann kennari.
„Eftir að ég útskrifaðist lagði ég mikla
stund á forfallakennslu á gagnfræða-
stigi, sem var mjög lærdómsríkt. Ég
kenndi í mörgum skólum, til dæmis
í Lækjarskóla í Hafnarfirði en á þeirri
kennarastofu kynntist ég mörgum
góðum mönnum. Samhliða kennsl-
unni var ég svo viðloðandi Tónlist-
arskóla Reykjavíkur, þar sem ég nam
hljóðfræði hjá Jóni Ásgeirssyni. Hann
er mikill snillingur og hafði gríðarleg
áhrif á mig. Við komum svo þarna
fram með leynihljómsveitina Stuð-
menn, sem kom á daginn að enginn
þekkti þegar hulunni var svipt af með-
limunum. Árið 1975, þremur árum
eftir að ég útskrifaðist úr menntaskóla
kom svo Sumar á Sýrlandi út og fyrsta
plata Spilverksins seinna sama ár. Þá
vorum við búnir að vera að undirbúa
jarðveginn í nokkurn tíma, með því að
spila og semja og pæla mikið,“ segir
Valgeir.
Að vita mikið um lítið
Valgeir kynntist síðan konunni
sinni, Ástu Ragnarsdóttur um þetta
leyti. „Það gerðist á afar rómantískan
hátt í gönguferð frá Þingvöllum yfir í
Hvalfjörð þegar við gengum svokall-
aðan Leggjabrjót í svartaþoku ásamt
vinum okkar. Einn þessara vina, séra
Þorbjörn Hlynur Árnason á Borg, gifti
okkur svo 27 árum síðar eftir býsna
langt tilhugalíf. Þannig að við mælum
brúðkaupsdaga okkar ennþá í endur-
vinnanlegum efnum – enda eru brúð-
kaupsafmælin úr pappa til að byrja
með,“ segir Valgeir og aftur er erfitt að
rýna í svipinn sem fylgir. Þau Ásta eign-
uðust sitt fyrsta barn árið 1977 og fóru
ári síðar í nám til Þrándheims í Noregi,
sem Valgeir kallar „stóran smábæ.“ „Ég
aflaði mér þarna menntunar sem fé-
lagsráðgjafi. Ég ætlaði reyndar að læra
músíkþerapíu, en fyrir einhverja tilvilj-
un fór ég í þetta nám í staðinn og það
hefur nýst mér vel í lífinu sem grunnur
að því að vita mikið um lítið. Ásta lærði
hinsvegar námsráðgjöf, sem er í raun-
inni grunnurinn að því starfi sem við
vinnum við í dag.“
Alltaf á undan sinni samtíð
Spilverk þjóðanna gerði 6 plötur
á árunum 1975-1978, sem gefur til
kynna mikla sköpunargleði sveitar-
innar og Valgeirs. „Ég man sérstak-
lega að árið 1977 var ég að vinna að
plötu með Hrekkjusvínunum, gerði
plötuna Sturlu með Spilverkinu, Á
bleikum náttkjólum með Megasi
og eignaðist mitt fyrsta barn, Árna
Tómas. Þannig að þetta var mjög
viðburðaríkt ár hjá mér. Við gerð-
um líka sjónvarpsþátt 1978 í tilefni
af Bráðabirgðabúgi, síðustu plötu
Föstudagur 27. apríl 200726 Helgarblað DV
HIN LEITANDI
Valgeir Guðjónsson hefur verið áberandi í íslensku tónlistar-
lífi í yfir 30 ár. Á þeim tíma hefur hann verið í vinsælustu
hljómsveitum landsins, leikið í kvikmyndum, gefið út sólóplöt-
ur og samið kvikmyndatónlist auk þess að keppa tvisvar fyrir
Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.
Hann situr nú í 17. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kragan-
um og vill kenna íslenskum námsmönnum að vinna.
óeirð