Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Blaðsíða 22
Einhverjir hneyksluðust á því hér um árið þeg-
ar fréttist að forsetinn okkar, Ólafur Ragnar Gríms-
son, hefði gefið Margréti Danadrottningu ljósmynd af
föður sínum. Slíkar gjafir tíðkast að jafnaði einungis
meðal aðalsfólks. En ég segi eins og formaður Heima-
stjórnarflokksins mun hafa sagt forsetanum til varnar
af þessu tilefni: Drottningin átti enga slíka mynd!
Myndin af rakaranum góða á Ísafirði var áreiðan-
lega með þökkum þegin. Og það er við hæfi að þessi
skemmtilegi hirðsiður skuli hafinn til vegs af þeim
forseta Íslendinga, sem
öðrum fremur hefur
lagt sig í framkróka um
að endurreisa konunglega ímynd þjóðhöfðingjaemb-
ættisins eins og landsmenn hafa Séð og heyrt.
Hefðirnar eru til að halda í þær. Á blómaöld Íslend-
inga skráðu bestu sagnamenn þjóðarinnar konunga-
sögur og kváðu dýrar drápur fyrirmönnum til lofs
og vegsemdar. Fréttir berast nú um að einn af okkar
ágætustu sagnariturum og liprustu pennum, Guðjón
Friðriksson, sé að skrifa bók um konunginn okkar –
afsakið forsetann, og hún eigi að koma út á haustdög-
um. Gárungarnir segja að þá komi sér vel að sérsvið
Guðjóns er að blanda saman skáldskap og sagnfræði
þannig að markalínan á milli staðreynda og tilbún-
ings er á köflum óljós. Auðvitað er þetta ósanngjörn
athugasemd. Forsetinn og penni hans munu að sjálf-
sögðu halda sig við það sem er satt og rétt. En sínum
augum lítur hver á silfrið.
Ólafur Ragnar hefur frá mörgu að segja þannig
að það er vissulega tilhlökkunarefni að fræðast um
litríkan æviferil hans. Vonandi er það misskilningur,
sem lesa mátti í smáletursdálki í Viðskiptablaðinu á
fimmtudaginn, að ekki yrði um hefðbundna ævisögu
að ræða heldur ætlaði forsetinn fyrst og fremst að
nota bókina til að úttala sig um breytt eðli embættis-
ins, hvernig hann hafi tekið alþjóðavæðinguna upp á
sína arma og um tengsl hans og þjónustu við íslenska
kaupsýslumenn víða um veröld. Ég er hræddur um að
svoleiðis bók seljist ekki og verði ekki lesin af mörgum.
Aftur á móti er ekki útilokað, eins og dæmin sanna, að
hún gæti samt fengið Íslensku bókmenntaverðlaunin
sem forsetinn veitir. Það yrði nú meiri uppákoman ef
það þyrfti að ræsa út handhafa forsetavalds af því til-
efni!
Sumir segja að bókin verði svanasöngur Ólafs
Ragnars. Hann hyggist láta af embætti þegar kjörtíma-
bil hans rennur út á næsta ári. Þeir eru örugglega til, ef
vel er leitað, sem finnst að slík breyting sé ótímabær.
Eftir eigi að festa betur í sessi nýja hirðsiði á Bessa-
stöðum. Og nýja stjórnskipan lýðveldisins. „Dóm-
stólar hafa ekki við að lesa í óskýr lög frá Alþingi,en
það eru smámunir miðað við byltinguna sem nú fer
fram á Bessastöðum gegn stjórnarskrá landsins,“ seg-
ir Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morg-
unblaðsins, á nýrri vefsíðu sinni. Kannski rætast hér
orð norðanskáldsins: „Fáir njóta eldanna, sem fyrstir
kveikja þá“. En skáldið var að vísu með í huga eld til að
orna sér við; ekki eld sem skilur eftir sig sviðna jörð á
höfuðbóli landsins.
föstudagur 27. apríl 200722 Umræða DV
Meðan stjórnarsinnar dásama góðan hag ríkissjóðs birtir DV
frétt eftir frétt um bága stöðu fólks. Í dag eru frásagnir af erfiðleikum
Alzheimer-sjúklinga, einnig hefur DV sagt frá hremmingum fjöl-
skyldna þar sem börn eru geðsjúk og einnig frá vanda eldri hjóna
sem eru aðskilin svo á milli þeirra eru tvö hundruð kílómetrar. Allar
þessar fréttir og frásagnir bera það með sér að félagsleg úrræði eru
ekki næg. Eðlilegast væri ef frambjóðendur litu upp úr eigin hugar-
heimi og töluðu um lausnir fyrir það fólk sem þarfnast þeirra. Flug-
völlur, skoðanakannanir, virkjanir næstu áratuga og önnur þau mál
sem stela öllum tíma og orku í stjórnmálaumræðunni eru smámál
samanborið við það sem hér var nefnt.
Stjórnarflokkarnir hafa verið við völd í tólf ár. Það er ekki boðlegt
að þeir afsaki það sem á hefur vantað í stuðningi við þá sem hans
þarfnast. Stjórnarflokkarnir verða
að koma fram og tala til þeirra
sem eru í angist og biðjast afsök-
unar. Efnahagur okkar er þannig
að við höfum efni á að leysa vand-
ann, það þarf vilja og hann hefur
greinilega skort á síðustu árum.
Annars væri vandinn ekki sá sem
hann er.
Í stað þess að snúa sér að því
sem þarf að gera geta stjórnmála-
menn talað endalaust um það
sem engu eða litlu skiptir. Það er ekki pólitík hvort brúa eigi þessa
ána eða hina ána. Það er ekki pólitík hvort flugvöllur eigi að vera eða
ekki. Það er pólitík, og það aðkallandi, að leysa úr vanda þeirra sem
fá ekki bráðaþjónustu, að leysa úr vanda fjölskyldna sem eru fastar
í vanda sjúkdóma, það er pólitík að benda á lausnir þar sem þeirra
er þörf. Það er hægt að vinna óafturkræf skemmdarverk á fólki, rétt
eins og náttúru. Núverandi ríkisstjórn er að vinna skemmdir á fólki.
Sannanir þar um má lesa í DV í dag og síðustu daga og verður hægt
að lesa í DV næstu daga.
Sigurjón M. Egilsson
Tólf ár
Endurminningar Ólafs
Ragnars Grímssonar
Kjallari
Núverandi ríkisstjórn
er að vinna skemmdir á
fólki. Sannanir þar um
má lesa í DV í dag og
síðustu daga og verður
hægt að lesa í DV næstu
daga.
ÚTGáfufélaG: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf.
STjÓRnaRfoRmaðuR: Hreinn loftsson fRamkVæmDaSTjÓRi: Hjálmar Blöndal
RiTSTjÓRi oG áByRGðaRmaðuR: Sigurjón m. Egilsson
fullTRÚi RiTSTjÓRa: janus Sigurjónsson
HUGLEIKUR
Eitt ár enn
Jóhannes Geir Sigurgeirsson
sem hætti í gær sem stjórnar-
formaður
Landsvirkj-
unar þegar
Jón Sigurðs-
son, formað-
ur Framsókn-
ar, valdi Pál
Magnússon,
bæjarfulltrúa
í Kópavogi,
í hans stað sagði á aðalfundi
Landsvirkjunar í gær að hann
hefði viljað sitja eitt ár enn. Fell-
ur hann þar með í langan hóp
fólks sem vildi sitja aðeins leng-
ur en fékk ekki, lýsti svo að það
hefði verið til í að hætta en bara
ekki alveg strax.
Bíða spennt
Margir bíða nú spenntir fram að
hádegi í dag til að sjá hvort eitt-
hvað verður
af framboði
Baráttusam-
takanna undir
forystu Arndís-
ar Björnsdótt-
ur. Upphaflega
komu fram tveir
hópar eldri
borgara sem
hugðu á framboð. Hópur undir
forystu Baldurs Ágústssonar,
fyrrverandi forsetaframbjóðanda,
undirbjó framboð en hætti við
þegar tveir hópar voru um hit-
una. Nokkrir í þeirra hóp bíða víst
spenntir með að sjá hvort Bar-
áttusamtökin ná saman listum.
Spyrjum Lalla Johns
Ekki eru allir sáttir við hugmynd-
ir Hrafns Gunnlaugssonar sem
ítrekað hefur lagt
til að byggðar
verði háar bygg-
ingar í Reykja-
vík, jafnvel
upp á hundruð
hæða. Það mátti
heyra á borgar-
ráðsfundi í gær
þegar fjallað
var um skipulagsmál. Þorleif-
ur Gunnlaugsson, varaborgar-
fulltrúi vinstri grænna, sagðist
ekkert skilja í hvers vegna menn
væru alltaf að leita álits Hrafns
og fannst réttast að leita til Lalla
Johns, hann þekkti vel til borgar-
innar.
SandKorn
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
sagnfræðingur skrifar
„Sumir segja að bókin verði
svanasöngur Ólafs Ragnars.
Hann hyggist láta af embætti
þegar kjörtímabil hans rennur út
á næsta ári. Þeir eru örugglega til,
ef vel er leitað, sem finnst að slík
breyting sé ótímabær.“
Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 587 0600,
www.tomstundahusid.is
HPI Savage X 4,1 Big Block. Öflugur
og sterkur fjarstýrður
bensín torfærutrukkur
Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is
SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR
BIFREIÐAVERKSTÆÐI
fRéTTaSTjÓRi: Brynjólfur Þór Guðmundsson
aðSToðaRRiTSTjÓRi: Sigríður Dögg auðunsdóttir auGlýSinGaSTjÓRi: auður Húnfjörð