Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Blaðsíða 59
Dónalegur Hugh Grant Leikarinn Hugh Grant hefur verið kærður af breskum papar- azzi-ljósmyndara fyrir líkamsár- ás og ærumeiðingar. Atvikið átti sér stað á þriðjudagsmorgun, fyrir utan íbúð leikarans, þar sem ljósmyndarinn ætlaði sér að ná nokkrum góðum myndum. Hugh henti þá í hann dós af bökuðum baunum, sparkaði svo í hann og sagðist vona að börn hans myndu látast úr krabbameini. „Ég bað hann bara að brosa fyrir myndavélina og þá tók hann upp á því að elta mig, sparkaði svo nokkrum sinnum í mig og þrykkti hnénu í klofið á mér og sagði svo þessa ljótu hluti við mig,“ segir ljósmyndarinn. Talsmaður lögreglunnar í London segir að vissulega hafi borist kæra, en að enginn hafi enn verið handtek- inn. Íslenska töluð í Pathfinder Víkingamyndin �athfinder er frumsýnd um helgina en hún fjallar um átök víkinga og frum- byggja í Ameríku. Gaman er frá því að segja að víkingarnir í myndinni tala íslensku. Það er leikarinn Calncy Brown sem fer með stærstu rulluna í víkinga- hópnum og lærði hann að segja nokkrar setningar á íslensku sérstakelga fyrir hlutverkið. „Brown hljómaði eins og hann væri fæddur á Íslandi, en það var honum mjög erfitt að læra tungu- málið, það er flókið og erfitt að tileinka sér það,“ segir Karl Urban aðalleikari kvikmyndarinnar. Alltaf fyndinn Ferrell hefur leikið mörg ógleymanleg hlutverk. Óborganlegur Heder skaust upp á stjörnuhimininn sem Napoleon Dynamite. Will Ferrell John William Ferrell er fæddur 16. júlí 1967 í Kaliforníu og er sonur Lee Fer- rell sem var hljómborðsleikari í hljómsveitinni The Righteous Brothers. Ferrell er giftur sænsku leikkonunni Viveca �aulin sem hann kynntist á leiklistarnám- skeiði 1995 og eiga þau tvo syni. Ferrell vakti fyrst athygli sem grínmeistari mikill þegar hann varð fastaleik- ari í Saturday Night Live. Ferrell sló hins vegar fyrst í gegn í myndinni A Night at the Roxbury sem náði óvæntum vinsældum. Á meðan Ferrell var í SNL lék hann meðal annars ógleymanleg hlutverk í myndunum Superstar, The Ladies Man og Zoolander. Ferrell sagði svo skilið við þáttinn eftir sjö farsæl ár og snéri sér alfarið að kvikmyndaleik. Það var þá sem ferill hans tókst virkilega á flug og Ferrell lék í hverri snilldar- myndinni á fætur annarri. Fyrst var það Old School árið 2003 sem er af mörg- um talin með betri grínmyndum allra tíma. Síðan komu myndir eins og Elf og Anchorman þar sem Ferrell hreinlega gat ekki hætt að vera einum of fyndinn. Síðan þá hefur Ferrell verið gríðarlega duglegur og hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn allra besti grínleikari samtímans. Nú er hann mættur aftur til leiks í myndinni Blades Of Glory og er hann í sínu besta formi þar. Jon Heder Jonathan Joseph Heder er fæddur 26. október 1977 í Colorado og á sex systkini og þar af tvíburabróðurinn �aniel. Heder hefur verið giftur Kirsten Heder frá 2002 og eiga þau vona á stúlkubarni. Billy Bob Thornton sem lék með Heder í myndinni School for Scoundrels lýsti Heder sem „viðkunnaleg- um ungum mormóna frá Oregon,“ en Heder fékk mjög trúarlegt uppeldi. Heder fór í Brigham Young-háskólann á sínum tíma þar sem hann kynnt- ist leikstjóranum Jared Hess sem leikstýrði Napoleon �ynamite. Heder lék í myndinni hans �eluca áður en þeir gerðu Napoleon �ynamite en báðar myndirnar eru byggðar upp á sömu persónu. Napoleon �ynamite hefur þén- að hvað mest þeirra mynda sem sýndar hafa verið á Sundance-kvikmyndahá- tíðinni og sló ótrúlega í gegn um allan heim. Síðan þá hefur ferill Heder bara verið upp á við. Auk þess að hafa leikið á móti Billy Bob í School for Scoundrels, lék hann einnig í myndinni The Bench- warmers ásamt Rob Schneider og �avid Spade. Heder gerir fína hluti í mynd- inni Blades of Glory og vegur vel upp á móti Ferrell. Þá er Heder væntanlegur í myndunum Moving McAllister og Mama‘s Boy á árinu sem og teiknimynd- inni Surf‘s up. Will Ferrell Hefur löngu sannað sig sem einn besti grínleikarinn í bransanum Jon Heder Er ferskur blær í grínheiminum Þeir Will Ferrell og Jon Heder leika í myndinni Blades Of Glory sem er frumsýnd um helgina. Ferrell er virkasti og einn vinsælasti grínleikarinn í dag. Jon Heder hefur komið ferskur inn eftir að hafa slegið í gegn í myndinni Napoleon Dynamite. Konungur og prins grínsins MIÐASALA Í SMÁRABÍÓ OG REGNBOGANN Á MIÐASALA Í BORGARBÍÓ Á SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA! STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 18 ÁRA NEXT kl. 8 og 10 B.I. 14 ÁRA SHOOTER kl. 8 og 10.15 B.I. 16 ÁRA PERFECT STRANGER kl. 6 B.I. 16 ÁRA ÚTI ER ÆVINTÝRI ÍSLENSKT TAL kl. 6 PATHFINDER kl. 8 og 10.15 B.I. 16 ÁRA INLAND EMPIRE kl. 6 og 9 B.I. 16 ÁRA HILLS HAVE EYES 2 kl. 8 og 10 B.I. 18 ÁRA PERFECT STRANGER kl. 8 og 10. 30 B.I. 16 ÁRA THE SCIENCE OF SLEEP kl. 6 B.I. 7 ÁRA ÚTI ER ÆVINTÝRI ÍSLENSKT TAL kl. 6 TMNT kl. 6 B.I. 7 ÁRA NEXT kl. 5.45, 8 og 10.15 B.I. 14 ÁRA NEXT SÝND Í LÚXUS kl. 5.45, 8 og 10.15 PATHFINDER kl. 5.45, 8 og 10.15 B.I. 16 ÁRA HILLS HAVE EYES 2 kl. 8 og 10.10 B.I. 18 ÁRA PERFECT STRANGER kl. 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA SUNSHINE kl. 5.50 B.I. 16 ÁRA ÚTI ER ÆVINTÝRI ÍSLENSKT TAL kl. 3.45 TMNT kl. 4 og 6 B.I. 7 ÁRA !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.