Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Blaðsíða 11
ástfangin og þótt við séum nú skilin erum við góðir vinir.Við Marsibil byrj- uðum með mótorsendla sem atvinnu- tækifæri fyrir unglinga. Það gekk ekki, við vorum kærð af sendibílastöðvum. Það hefði gert eitthvað fyrir mig, sex- tán ára gutta, að skutlast um bæinn á vespu og fá pening fyrir. Götusmiðjan varð til upp úr þessari starfsemi því krakkarnir hengu hjá okkur. Ég þekkti sögurnar, ofbeldi, fyllerí – það að kom- ast ekki heim. Kerfið fór í stríð við mig þegar ég sagði að það væru krakkar á götunni. Það er ekki skrýtið að hjóna- band okkar Marsibil skyldi brotna. Það týndist í baslinu við að reka Götu- smiðjuna.“ Mummi er sex barna faðir. Börnin hans eru á aldrinum þriggja ára upp í tuttugu og átta ára og hann bætir við stoltur: „Og svo á ég fjögur barnabörn. Börnin mín sex á ég með fimm kon- um. Ég var alltaf að reyna að búa til fjölskyldu, en það klúðraðist alltaf því ég hafði enga fyrirmynd. Þegar ég varð afi fertugur settist ég niður og hugsaði: „Hvernig eru afar?“ Og hvernig afi ertu? „Ég er gráhærður, síðhærður Har- ley-eigandi sem reynir að gera sitt allra besta. Elsta barnabarnið mitt er níu ára og ég reyni að vera góður afi og á í mjög góðum samskiptum við þau og börnin mín.“ Fertugi afinn var nákvæmlega eins og myndin sem hann hafði dregið upp í huga sér. „Ég ákvað einu sinni að þegar ég yrði fertugur ætlaði ég að vera grá- hærður og síðhærður og eiga Har- ley Davidson-mótorhjól. Sá draum- ur rættist. Eini sjúkdómurinn sem ég samþykki eru því mótorhjóla- og veiðidella!“ Góðvild bjargar Götusmiðjunni Götusmiðjan er að verða tíu ára og þar hafa um átta hundruð unglingar fengið hjálp. „Hugmyndin að þessu meðferð- arúrræði fyrir unglinga kom frá mér, enda þekki ég þann heim sem þeir búa í. Bróðir minn, þerapistinn, vann með okkur fyrstu árin, við skoðuðum meðferðarheimili um allan heim og vorum svolítið að finna upp hjólið því á Íslandi var ekki til nein sérhæfð ungl- ingameðferð. Við erum með pláss fyr- ir tuttugu unglinga en getum ekki haft nema fimmán. Við erum með þjón- ustusamning við Barnaverndarstofu upp á þrettán rými en höldum sjálf úti tveimur rýmum með hjálp almenn- ings. Það fé fáum við með sölu geisla- diska, gefum út blað og svo er gott fólk sem hjálpar okkur,“ segir hann bros- andi, enda síminn nýbúinn að hringja með þeim afleiðingum að það lá við að Mummi stykki hæð sína af gleði. „Þetta var Öryggismiðstöðin,“ sagði hann að símtalinu loknu. „Þeir ætla að hjálpa okkur að flytja úr Gunnarsholti að Efri-Brú í júní – góðvild fólksins í landinu bjargar Götusmiðjunni.“ Fyrstu spor Götusmiðjunnar voru erfið. „Við leigðum hæð í iðnaðarhúsi í Dugguvogi, barnaverndaryfirvöld voru ekki hrifin og Félagsþjónustan í Reykjavík mælti gegn því að við fengj- um leyfi. Það var bara fyrir kjark Braga Guðbrandssonar að við fengum leyf- ið. Ég var stórorður í þá daga, en hef róast og er orðinn mildari. Ég er hætt- ur að vera reiður og hættur að missa stjórn á skapi mínu. Marsibil kenndi mér að horfa á jákvæðu hliðarnar. Ég þurfti marga þerapíutíma til að finna mjúku hliðina innra með mér...“ Reykjavíkurborg stendur sig langverst í barnaverndarmálum Að borðinu gengur kona og heils- ar Mumma með miklum hlýhug. Eftir nokkrar augngotur frá henni sé ég mig knúna til að segja henni að ég sé ekki nýja konan í lífi Mumma, heldur bara að taka viðtal. „Þú mátt vita það að þessi maður hefur bjargað fjölskyldu minni,“ segir hún. „Hann er alltaf til staðar...“ Einu viðbrigðin sem Mummi sýnir við þessu eru hógværð. „Ég vildi að það hefði verið til Götusmiðja þegar ég var unglingur,“ segir hann. „Mitt líf einkenndist af ótta, vanmætti og reiði. Það eru fáar lausnir í boði og í raun ætti að byrja að vinna miklu fyrr með þessi börn. Milli 60 og 70 prósent foreldra barn- anna í Götusmiðjunni er fólk sem hefði aldrei átt að eiga burkna, hvað þá hamstur. Og alls ekki börn....“ seg- ir hann ákveðið. „Skemmdirnar ganga mann fram af manni. Ég var kannski að glíma við skemmdir í minni fjöl- skyldu sem byrjuðu árið 1713 á Vest- fjörðum. Þessum ótta við inngrip verður að linna. Barnaverndarnefnd- ir eru undirmannaðar og þar stendur Reykjavíkurborg sig langverst af öllum sveitarfélögum landsins. Reykjavík- urborg ætti að skammast sín. Ég var alla stjórnartíð R-listans með ungl- inga í fanginu og sagan heldur áfram. Barnaverndarnefndir geta ekki sinnt þeim málum sem hjá þeim liggja. Við gerðum skoðanakönnun með tíu unglingum árið 2002. Við fórum yfir hvað þau voru búin að stela og eyði- leggja. Á einni viku áður en þau komu inn til okkar höfðu þau eyðilagt fyrir að meðaltali 110 þúsund krónur hvert. Þessi atvik voru algjörlega fyrir utan dómskerfið, lögreglu og sjúkrahús- in. Þetta voru dæmi um brot á spegli á bíl, þjófnaði á tölvu... Og þessi upp- hæð er auðvitað fyrir utan kostnaðinn við brotnar fjölskyldur, sem er ekki hægt að setja verðmiða á. Kostnaður- inn sem samfélagið borgar með þess- um hópi er himinhár. Þetta eru yndis- legir krakkar en þeim er ekki sjálfrátt í neyslunni. Eitt kjaftshögg í miðbæn- um gæti staðið undir rekstri Götu- smiðjunnar í heilt ár. Hvað heldur þú að Götusmiðjan sé búin að fyrirbyggja mörg kjaftshögg á þessum tíu árum? Það er lögboðin skylda sveitarfélaga að hlúa að krökkunum eftir meðferð. Þar er víða pottur brotinn og Reykja- vík verst. Ég hef aldrei fengið neinn úr sveitarfélagi sem spyr hvernig þau geti komið að úrræðunum. Það hefur aldrei stjórnmálamaður talað við okk- ur nema korteri fyrir kosningar þeg- ar þeir vilja koma og halda fund. Það hefur aldrei neinn fulltrúi ríkis eða borgar komið inn á stærsta vímuefna- meðferðarheimili unglinga á Íslandi og spurt: Hvað getum við gert betur? Það er alltaf kaffi á könnunni hjá mér. Það er full þörf á að reka áfangaheimili þar sem krakkarnir byrja að feta sig út í lífið, fara aftur í skóla eða út á vinnu- markaðinn. Hefðbundin áfangaheim- ili sem eru til í dag, henta þessum krökkum engan veginn. Þau blómstra í sveitinni en svo tekur malbikið við. Ég vil sjá sveitarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu bjóða svona hús. Ég get ekki keypt það sjálfur – hef ekki tíma til að selja geisladiska fyrir kaupun- um – en hef getu og vilja til að reka slíkt áfangaheimili. Ég dáist að kjarki þessara krakka. Þau vilja snúa lífi sínu við. Það er meira en margur fullorðinn treystir sér til að gera.“ annakristine@dv.is DV Helgarblað Föstudagur 27. apríl 2007 11 Sér Sjálfan Sig í unglingunu Efri-Brú Mummi er þakklátur Magnúsi stefánssyni félagsmálaráðherra fyrir ákvörðun um að götusmiðjan fengi húsnæðið að Efri-Brú til afnota. Tónlistarsmiðjan stór þáttur meðferðarinnar miðar að því að styðja nemann í sköpun eins og listum, tónlist, og smíðum sem og að læra að umgangast hesta, önnur dýr og náttúru landsins. dv myndiR sTEfán
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.