Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Blaðsíða 56
Volta lak á netið
Nýjasta plata Bjarkar, Volta, lak út á
iTunes í Bretlandi fyrr í vikunni en
platan á ekki að koma út fyrr en
áttunda maí næstkomandi. Í fyrstu var
talið að hér væri einungis um
eftirlíkingu af plötunni að ræða en nú
hefur verið staðfest að platan sem lak
út sé upprunalega útgáfan af Volta.
Þrátt fyrir að platan
hafi einungis verið
fáanleg í nokkra
klukkutíma, hún lak
á netið seint á
mánudagskvöldi og
var tekin út aftur
snemma á
þriðjudagsmorgni, er það nóg til þess
að nokkuð margir óprúttnir einstakl-
ingar hafa hana nú í höndunum og
hafa verið að leka henni á aðrar síður.
Hjálp við
textaleit
Leitarvélin Yahoo!
hefur nú tekið
höndum saman við
fyrirtækið Gracenote
og hyggst bjóða upp
á nýja þjónustu við leit á tónlistartext-
um. Boðið er upp á hundruð þúsunda
texta og er hægt að nálgast texta við
lög frá hundrað helstu útgefendum
heims í gagnagrunninum. Leitin að
tónlistartextum er oftast í tíu efstu
sætunum yfir orð sem leitað er eftir á
Yahoo! og lofa fyrirtækin að
upplýsingarnar um textana verði
hundrað prósent réttar. „Ein versta
afskræming á klassískum texta var
þegar ég heyrði mann syngja The
ants, my friend, are in a bowling pin,
við lag Bobs Dylan The answers my
friend are blowing in the wind,“ segir
Ian Rogers hjá Yahoo! Music. Það er
vonandi að nýja textaleitin komi í veg
fyrir allan slíkan misskilning í
framtíðinni.
fösTuDaGuR 27. apRÍL 200756 Helgarblað DV
TónlisT
„Við erum í mörgu, gefum meðal
annars út Sjónvarpsvísi Suðurlands,
en svo eru það stórtónleikar með
Toto þann 10. júlí í Laugardalshöll,“
segir Björgvin Þór Rúnarsson, einn
forkólfa fyrirtækisins 2B Company.
Fyrirtækið hefur staðið á bakvið fjöld-
ann allan af atburðum sem haldnir
hafa verið hér á Íslandi undanfarið,
meðal annars þegar Harlem Globet-
rotters léku á alls oddi í Laugardals-
höll, sem og fjöllistahópurinn Xtreme
Team. Björgvin segir að það sé ekki
á færi allra að fóta sig í óstöðugum
geira tónleikahaldsins, en allt sé hægt
ef menn vandi sig nógu mikið. „Það er
eins með útgáfu og tónleikahald, það
þarf bæði að vanda val á listamönn-
um og öll vinnubrögð.“ Stórtónleika-
hald virðist vera á undanhaldi á Ís-
landi, ef marka má þann aragrúa af
tónlistarmönnum sem spilaði á land-
inu árið 2005. Segir Björgvin að menn
hafi farið fram úr sér það árið og að
það sé enn að bitna á þeim. „Menn
fóru einfaldlega offari þá. Núna eru
menn að vanda sig meira og koma
inn með stærri og betri bönd í stað
þess að flytja bara inn hvað sem er.
Svo er íslenski markaðurinn auðvitað
lítill og erfiður.“ Stærsta verkefni 2B til
þessa verða stórtónleikar með banda-
rísku sveitinni Toto í Laugardalshöll í
sumar. „Við sáum þá í Amsterdam og
þeir eru alveg magnaðir, líklega ein-
ir bestu tónleikar sem ég hef farið á,“
segir Björgvin. Varðandi næsta verk-
efni eftir Toto-tónleikana vill Björgvin
lítið segja, en segir þó: „Það verður
eitthvað stærra í haust, en við segjum
bara ekki frá því strax, ekki fyrr en öll
smáatriði eru komin á hreint.“
Feist með
nýja plötu
Kanadíska söngkonan Leslie feist er að
gefa út sína aðra plötu sem ber nafnið
The Reminder. fyrir tveimur árum gaf
hún út plötuna Let It Die en á henni
mátti heyra frumsamið ljúfleikapopp í
bland við koverútgáfur af lögum á
borð við Inside and Out sem Bee Gees
gerði frægt á sínum tíma. feist segist
hafa viljað prófa nýjar aðferðir við gerð
The Reminder og meðal annars sleppt
því að nota heyrnartól við upptökurnar
og einnig prófað aðferð sem felur í sér
að allir syngi samtímis í einn og sama
hljóðnemann. auk þess að vera á fullu í
sólóferlinum syngur feist líka með
hljómsveitinni Broken social scene.
Tónlistarakademía DV segir
Hlustaðu á þessa!
pieces of The people We Know með The Rapture
Through Down Your arms með sinéad O‘Connor
Tears for affairs með Camera Obscura
The Reminder með feist
Northern star með Groove armada
Viðburða- og útgáfufyrirtækið 2B lætur til sín taka í sumar:
Toto á leiðinni og eitthvað
ennþá stærra í haust
Rás 2 hefur að undanförnu staðið fyrir tónleikaferðalaginu Plokkað hringinn þar sem
Ólöf Arnalds, Pétur Ben og Lay Low hafa flakkað um landið og plokkað gítarstrengina
fyrir tónlistaraðdáendur á landsbyggðinni. Ferðalaginu lýkur í kvöld með tónleikum á
Nasa við Austurvöll. Blaðamaður náði tali af útvarpsmanninum Óla Palla á Rás 2 sem
stendur fyrir tónleikunum.
„Þetta er bara búið að ganga alveg
glimrandi vel. Við Ásgeir ferðumst
með sveitunum og erum í rauninni
allt í öllu með þeim, við tökum að
okkur að selja miða á tónleikana og
vera rótarar og burðardýr,“ segir Ól-
afur Páll Gunnarsson, betur þekkt-
ur sem Óli Palli, sem heldur utan um
skipulagninguna ásamt Ásgeiri Ey-
þórssyni fyrir hnd Rásar 2.
Óli Palli segir hugmyndina að
slíkum tónleikum hafa kviknað fyrir
tíu árum. „Ég og Magnús Einarsson
samstarfsmaður minn ræddum um
að halda tónleika að vori til og ferð-
ast hringinn í kringum landið með
völdum hljómsveitum. Það er bara
oft sem góðar hugmyndir eru lengi
að komast í framkvæmd.“
Það var svo í fyrra sem Ásgeir Ey-
þórsson, félagi Óla Palla, kom til hans
með hugmynd að samstarfi. „Við
steyptum þá saman þessari tíu ára
gömlu hugmynd, fengum nokkrar
vel valdar hljómsveitir með okkur og
rokkuðum hringinn.“
Nauðsynlegt að fá styrki
Óli segir nauðsynlegt að fá styrki til
að svona lagað gangi upp. „Það voru
66° Norður og Coca-cola sem styrktu
okkur í ár,“ segir Óli Palli. „Með því að
halda svona tónleika erum við að gera
tónlistarmönnum kleift að komast út
á land og halda tónleika annars staðar
en bara í Reykjavík. Við borgum gist-
ingu og ferðalög fyrir tónlistarfólk-
ið en svo fær það sjálft allan ágóða af
tónleikunum,“ segir Óli Palli og bætir
við: „Þetta er að sjálfsögðu líka frábært
fyrir fólkið sem býr á landsbyggðinni
þar sem það fær tækifæri til að sjá
nokkrar af helstu tónlistarmönnum
sinnar kynslóðar fyrir lítinn pening og
þarf ekki að ferðast alla leið til Reykja-
víkur á tónleika.“
Pétur Ben spilaði á náttbuxunum
Þó var reyndar eitt leiðindaatvik
sem kom upp eftir tónleikana á Græna
hattinum á Akureyri. „Þetta var á öðr-
um degi sumars og eins og við er að
búast á Íslandi var slabb og snjór svo
Pétur greyið rann til og ökklabrotn-
aði,“ segir Óli Palli en bætir því við að
Pétur hafi ekki látið þetta stöðva sig.
„Hann sat bara í náttbuxunum sínum
á næstu tónleikum sem haldnir voru í
Hrísey fyrir troðfullu húsi.“ Á nánast
öllum tónleikunum var gestahljóm-
sveit sem spilaði með þríeykinu og
segir Óli það hafa verið misjafnt hvort
gestasveitin hitaði upp fyrir tónleik-
ana eða endaði þá. „Í kvöld verður það
svo reykvíska hljómsveitin Hjaltalín
sem verður gestasveitin á tónleikun-
um,“ segir Óli Palli að lokum, stoltur
af því að tíu ára gömul hugmynd hafi
orðið að veruleika.
krista@dv.is
Tíu ára
gömul
hugmynd
að
veruleika
Ólafur Páll
Gunnarsson
Útvarpsmaðurinn
á Rás 2 heldur
utan um
tónleikaferðina
plokkað hringinn.
Pétur Ben Kemur fram á tónleikunum á
Nasa í kvöld.
Björgvin Þór Gíslason ásamt Birgi Nielsen Björgvin segir að það þurfi mikla
útsjónarsemi til þess að fóta sig í tónleikahaldi.