Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Síða 18
Rúmlega þrítug flugfreyja hafði lokið námi í félags-ráðgjöf þegar henni var boðið starf á minnismót- töku Landakotsspítala. Hún hafði aldrei ætlað sér að starfa á sjúkra- húsi en þegar Hanna Lára Steins- son fór að sinna heilabiluðum og aðstandendum þeirra opnaðist fyr- ir henni nýr heimur. Framtíð henn- ar var ráðin. Jafnhliða því að stunda doktorsnám í félagsráðgjöf við Há- skóla Íslands er hún að setja á stofn fyrstu einkareknu ráðgjafarstofuna fyrir heilabilaða. Þrátt fyrir gríðarlegar hindr- anir lætur Hanna Lára Steinsson ekkert aftra sér frá að sjá draum sinn rætast. Hann er sá að bjóða upp á einkarekna þjónustu fyrir Alzheimer-sjúklinga og aðstand- endur þeirra. Sá hópur telur nú um fimmtán þúsund manns. Um mán- aðamótin opnar hún Bjarmalund, ráðgjafarstofu sem mun þjóna öllu landinu. „Það má segja að þetta sé djarft útspil,“ segir hún brosandi. „Ég er hins vegar sannfærð um að þörf er á þjónustu sem þessari. Bjarma- lundur verður viðbót við þá þjón- ustu sem fyrir er og í upphafi mun ég stíla inn á tvo hópa: Þá sem hafa áhyggjur af breytingu á minni eða getu, akstri eða öðru verklagi en finnst þeir ekki þurfa að fara eða geta farið inn á öldrunarstofnanir til rannsókna og svo aðstandendur sem hafa áhyggjur. Hinn hópurinn eru íbúar, aðstandendur og starfs- fólk á hjúkrunarheimilum, sem hefur ekki fyrr átt kost á félagsráð- gjöf.“ Rétti tíminn er núna Þegar ég kem á fallegt heimili Hönnu Láru í Vesturbænum á fyrsta eiginlega vormorgninum er henni nokkuð brugðið, viðskiptabankinn hennar var að synja beiðni hennar um styrk. Milljónaframkvæmd er að verða að veruleika og stofnand- inn með fáa bakhjarla. Föstudagur 27. apríl 200718 Helgarblað DV Aðbúnaður fyrir heilabilaða er óásættanlegur. Hvíldarrým- um á Landakoti hefur verið fækkað úr fjórum niður í eitt. Í nýútgefinni stefnumótun heilbrigðisráðuneytisins um málefni aldraðra er þremur línum varið í framtíðarsýn fyrir heilabilaða. Ung kona ræðst í stofnun einkarekinnar ráðgjafarstofu þrátt fyrir að hafa enga bakhjarla. NEYÐARÁSTAND Í MÁLEFNUM HEILABILAÐRA nMilli 100 og 150 einstaklingar á aldrinum 45–65 ára eru með heilabilun nRíflega 3.000 Íslendingar eru greindir með heilabilun. 60 prósent þeirra eru Alzheimer-sjúklingar nAðstendur heilabilaðra eru að lágmarki 12.000 manns nHvíldarrýmum á Landakoti hefur fækkað úr fjórum í eitt nMilli þrjú og fjögur hundruð nýir einstaklingar koma á minnismóttöku Landakots á hverju ári n 90 manns eru á biðlista eftir að komast á dagdeildir heilabilaðra nRúmum fyrir heilabilaða hefur fækkað úr 36 í 28 nÁrið 2030 er talið að fjöldi heilabilaðra á Íslandi verði orðinn 5.500 og aðstandendur að lágmarki 22.000 nAf 26 yngri Alzheimer- sjúklingum á aldrinum 46–65 ára höfðu 24 misst vinnuna d V m yn d: s te fá n Knúin áfram af hugsjón „Ég er sannfærð um að það er þörf fyrir þjónustu sem þessa,“ segir Hanna lára steinsson sem opnar einkarekna ráðgjafarstofu fyrir alzheimer-sjúklinga og aðstandendur þeirra í næstu viku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.