Fréttatíminn - 10.12.2010, Page 22

Fréttatíminn - 10.12.2010, Page 22
H ugmyndin á bak við Moda Operandi er einföld. Innan 48 klukkustunda eftir að fatalína hefur verið sýnd á tískusýningu geta meðlimir vefsíðunnar moda­ operandi.com pantað sér þau föt, skó eða fylgihluti sem hugurinn girnist. Þeir borga 50 prósent af verðinu við pöntun og fá svo vör­ urnar sendar um það bil fjórum mánuðum síðar. Það er um það bil tveimur mánuðum fyrr en nú tíðkast því fatnaðurinn sem er til sýnist á sýningarpöllunum fæst yfirleitt ekki fyrr en hálfu ári síðar í verslunum. Hámenntaður lögfræðingur Hugmyndafræðingur og einn af eigendum Moda Operandi er Ás­ laug Magnúsdóttir, sem býr og starfar í New York. Áslaug er með lögfræðigráður frá Háskóla Ís­ lands og bandaríska háskólanum Duke og MBA­gráðu frá Harvard. Hún starfaði um hríð fyrir Baug í London, þar sem Mosaic Fas­ hion var meðal helstu verkefna hennar, en hefur verið í New York frá 2006 þar sem hún hefur unnið fyrir ýmis fyrirtæki tengd fram­ leiðslu, markaðssetningu og sölu á tískuvarningi Áslaug segir að hún hafi lengi haft áhuga á tískugeiranum og hún hafi loks fengið tækifæri til að sameina hann og viðskiptaáhug­ ann þegar hún var hjá Baugi. „Ég hef mjög gaman af að vinna med hönnuðum og skapandi fólki og tískuheimurinn gerir mér ein­ mitt kleift að vera í nánu samstarfi við marga ótrúlega hæfileikaríka hönnuði.“ Áður en Áslaug stofnaði Moda Operandi vann hún hjá Gilt Noire, sem rekur meðal annars vefsíðu þar sem ýmsar lúxusvörur eru til sölu. Hún var líka um hríð ráð­ gjafi hjá Marvin Traub Associates og stofnaði með þeim fjárfest­ ingarfyrirtækið TSM Capital, sem Stofnar eigið sprotafyrirtæki í tískuheimi New York Áslaug Magnúsdóttir býr og starfar í New York. Í byrjun næsta árs verður opnuð hjá nýju fyrirtæki hennar, Moda Operandi, vefsíða þar sem hægt verður að panta hátískufatnað frá mörgum af þekktustu hönnuðum heims innan við tveimur sólarhringum eftir að hann birtist á tískusýningarpöllunum. The Wall Street Journal Birti stóra grein um Moda Operandi og viðtal við Ás- laugu í síðustu viku. Meðal samstarfsfólks Áslaugar Andre Benjamin Þekktastur sem annar helmingur Outkast. Hefur verið einn af best klæddu mönnum tónlistarheimsins um árabil. Setti eigin fatalínu, Benjamin Bixby, á markað fyrir tveimur árum. 22 viðtal Helgin 10.-12. desember 2010

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.