Fréttatíminn - 10.12.2010, Side 62

Fréttatíminn - 10.12.2010, Side 62
62 jólabaksturinn Helgin 10.-12. desember 2010 Hnetu- og núggat smá- kökur 250 g smjör 150 g sykur 1 egg ½ tsk. kanill 1 tsk. lyftiduft 200 g fínmalaðar heslihnetur (nýmalaðar í matvinnsluvél) um 400 g hveiti 300 g mjúkt núggat Smjör og sykur hrært vel saman. Eggi, kanil, lyftidufti og fínmöl- uðum hnetum hrært saman við og að síðustu hveiti, nægilega miklu til að auðvelt sé að hnoða deigið slétt og sprungulaust – ekki víst að nota þurfi allt hveitið. Deigið er síðan geymt í kæli í a.m.k. 1 klst. og síðan flatt út í um 2 mm þykkt (best að fletja aðeins lítinn hluta af deiginu út í senn). Ofninn hitaður í 200°C. Litlir hringir, um 4 cm í þvermál, stungnir úr deiginu og miðjan (um 1 cm hringur) stunginn úr helmingi þeirra. Kökurnar bakaðar efst í ofni í 4-5 mínútur, eða þar til þær eru rétt að byrja að taka lit. Fylgjast þarf vel með þeim, þær eru fljótar að brenna. Kökurnar látnar kólna á rist og á meðan er núggatið brætt gætilega og um hálf teskeið sett á hverja heila köku. Hringur lagður ofan á og þrýst létt saman. Kældar þar til núggatið er stíft. Jólailmurinn Uppáhaldssmákökurnar Þessar gómsætu smákökur – kryddaðar með kanil – eru upprunnar í Alsace. Þær eru einstaklega góðar en galdurinn er að mala hneturnar nógu fínt – það dugir ekki að kaupa malaðar hnetur. Þeytt í þrjá stundar fjórðunga – í hönd un um Jólabaksturinn er ekki erfiður fyrir nútímafólk miðað við það sem áður var. Hér er uppskrift úr matreiðslubók Þóru Andreu Nikólínu Jónsdóttur frá 1858: Möndlu kökur 12 eggjablóm skal fyrst þeyta fjórðung stundar, og síðan ½ stund ásamt ¾ pd af steyttu hvítasykri, 3 lóðum af smásteyttum bitrum möndlum og 12 lóðum af söxuðum sætum möndlum. Svo skal skera 12 lóð af sætum möndlum í lengjur og láta saman við. Síðan skal láta smákekki af deigi þessu á plötuna, sem smjör skal borið á, og baka hægt. Verða um 60 kökur. Allur ágóði sölunnar rennur óskertur til starfs í þágu fatlaðra barna og ungmenna. SÖLUSTAÐIR Casa - K r i ng lunn i og Ske i funn i Epa l - Ske i funn i og Le i f ss töð Kokka - Laugaveg i L i s tasa fn Reyk jav íku r - Ha fna rhús inu L í f og l i s t - Smára l i nd Hafnarborg - Ha fna r f i rð i Módern – H l í ða r smára Blóma- og g ja fabúð in - Sauðá rk rók i Norska hús ið - S tykk i shó lm i Pó ley - Vestmannaey jum Va l rós - Aku rey r i STYRKTARFÉLAG LAMAÐRA OG FATL AÐ R A SÖ LU TÍ M A BI L 4. -1 8. D ES EM BE R FJARLÆGÐ eftir Katrínu Sigurðardóttur 2 0 1 0

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.