Fréttatíminn - 10.12.2010, Side 68
Engiferöl er frábær lífrænn gosdrykkur
fyrir alla fjölskylduna. Hann er sættur
með eplasafa og því laus við allan
viðbættan sykur. Milt engiferbragð
gerir drykkinn einstaklega bragðgóðan
og því kjörinn yfir hátíðarnar.
Þú verður að prófa!
Hollur, sykurlaus og lífrænn
gosdrykkur um jólin
Fæst í verslunum um allt land
68 jólabaksturinn Helgin 10.-12. desember 2010
Á
vaxtakökur eru mis-
vinsælar á Íslandi;
kannski vegna þess að
við eigum ekki mikla
ávaxtakökuhefð, öfugt
við flestar aðrar Evrópuþjóðir þar
sem rekja má slíkar hefðir langt aftur
í aldir. Það helgast meðal annars af
því að fyrr á öldum voru þurrkaðir
ávextir, hnetur og möndlur fáséð og
dýrt sælgæti hérlendis, á meðan fólk
í flestum öðrum löndum gat notað
heimafengið hráefni að meira eða
minna leyti, tínt og þurrkað eigin
ávexti og safnað hnetum úti í skógi.
Svo voru heldur engir ofnar á Íslandi
til að baka slíkar kökur í og engir
bakarar til að selja þær.
Þetta breyttist svo, bakarar hófu
starfsemi í kaupstöðum og þorpum,
eldavélar með bakaraofni komu til
sögunnar á heimilum og íslenskar
húsmæður fóru að baka í gríð og
erg, ekki síst fyrir jólin, en það var
lítið um ávaxtakökur eftir sem áður.
Næstum einu merki evrópsku jóla-
ávaxtakökuhefðarinnar má sjá í nafn-
inu á jólakökunni – en hversdags-
legra bakkelsi er þó varla til og einu
ávextirnir í henni eru hnefafylli af
rúsínum eða svo og í sumum tilvikum
ögn af súkkati, sem nýtur þó sjaldan
vinsælda.
Það er ekki mikið miðað við ýmsar
þekktar erlendar ávaxtakökur, sem
hefð er fyrir að baka fyrir jólin, og má
þar nefna enskar ávaxtakökur, sem
eru gjarna þaktar marsípani og síðan
hvítri sykurbráð og eru því dísætar,
þýska jólabrauðið stollen, ítölsku
kökurnar panforte, panettone og pan-
dolce og karabískar ávaxtakökur sem
oft liggur við að innihaldi jafnmikið
af rommi og ávöxtum.
Oft eru kökurnar, til dæmis enskar
ávaxtakökur, bakaðar mörgum vikum
eða jafnvel mánuðum fyrir jól og
síðan vökvaðar vikulega eða svo með
einhverju áfengi til að bragðið nái að
þroskast og kakan verði sem best.
Þannig geymist hún líka mjög vel við
réttar aðstæður og það þarf ekkert að
vera stöðugt að vökva hana – ég hef
geymt svona köku í fjórtán mánuði
og lét hana þá alveg óhreyfða í þéttri
kökudós frá jólum fram í nóvember á
næsta ári, þegar ég byrjaði aftur að
vökva hana.
En er þá ekki alltof seint að fara
núna að baka ávaxtaköku, tveimur
vikum fyrir jól? Nei, alls ekki. Svona
kökur batna bara við geymslu en það
þýðir ekki að þær séu ekki góðar
næstum nýbakaðar. Svo mætti líka
baka tvær, eina fyrir þessi jól og aðra
fyrir jólin 2011.
Ávaxtakökur Ekki of sEint að slÁ í Eitt form
Enskar ávaxtakökur eru gjarna bakaðar mörgum vikum eða jafnvel mánuðum fyrir jól og
síðan vökvaðar vikulega eða svo með einhverju áfengi til að bragðið nái að þroskast og
kakan verði sem best. Ljósmyndir/Hari
Eitt af því góða við margar
ávaxtakökur er að það
þarf ekki nákvæma upp-
skrift. Settu hnetur (t.d.
valhnetur, pekanhnetur,
heslihnetur og möndlur,
heilar eða grófsaxaðar), rús-
ínur (gjarna ljósar) og aðra
þurrkaða, grófsaxaða ávexti
(t.d. apríkósur, sveskjur,
gráfíkjur, perur o.fl.) í stóra
skál – 700-800 g samtals er
hæfilegt í meðalstóra köku.
Bættu e.t.v. við súkkati og
kokteilberjum. Það gerir
kökuna litríkari og jólalegri
– en má líka sleppa.
Helltu 100-200 ml af rommi,
brandíi, púrtvíni eða öðru
áfengi yfir (eða eplasafa)
og láttu standa í sólarhring.
Hrærðu saman 150 g af
smjöri, 75 g sykur, 3 egg,
150 g hveiti og 1 tsk. af lyfti-
dufti, helltu yfir ávextina
og blandaðu vel. Settu allt
í meðalstórt jólakökuform
eða springform og bakaðu
við 150°C í 1½-2 klst., eða
þar til prjónn sem stungið
er í kökuna miðja kemur
hreinn út. Láttu kökuna
kólna í forminu og vökvaðu
hana með meira áfengi á
meðan hún er enn volg.
Ávaxtakaka á
síðustu stundu
Svona kökur
batna bara
við geymslu
en það þýðir
ekki að þær
séu ekki
góðar næst-
um nýbakað-
ar. Svo mætti
líka baka
tvær, eina
fyrir þessi jól
og aðra fyrir
jólin 2011.
Ævaforn jólahefð