Fréttatíminn - 10.12.2010, Page 76

Fréttatíminn - 10.12.2010, Page 76
Þ etta er málið, að koma til Hafnarfjarðar og fá jólastemninguna beint í æð,“ segir Ásbjörg Una Björnsdóttir, verk- efnastýra hjá skrifstofu menning- ar og ferðamála í Hafnarfirði, um Jólaþorpið í miðbæ Hafnarfjarðar. Jólaþorpið er risið í sjöunda sinn og nýtur mikilla vinsælda. Áætlað er að um tíu þúsund manns hafi litið inn í þessu þorpi tuttugu smáhýsa á Thorsplani helgina sem opnað var fyrir hálfum mánuði og um liðna helgi voru litlu færri, að sögn Ás- bjargar Unu. Jólaveðrið hefur leikið við Hafnfirðinga og gesti þeirra og þeir búast við ekki síðri aðsókn í þorpið nú um helgina. „Í Jólaþorpinu er boðið upp á alls konar handunnið jólaskraut úr tré, leirvörur, skartgripi, handgerð púsluspil úr tré, jólakort og margt fleira, auk þess sem nunnurnar eru hér með handgerðu kertin sín,“ seg- ir Ásbjörg en í þorpinu er að finna gjafavöru, heimilisiðnað, handverk og hönnun, eitthvað við allra hæfi. „Síðan erum við með alls konar veit- ingar; kökur, sælgæti, pönnukökur, vöfflur og heitt kakó. Fólk getur því komið og notið þess að vera hér, það kostar ekkert inn en í boði eru, auk varningsins, fjölbreytt skemmtiat- riði,“ segir Ásbjörg og nefnir að á morgun, laugardag, leiki félagar úr Lúðrasveit Hafnarfjarðar jólalög, grínistinn Ari Eldjárn skemmti, sem og Lalli töframaður. Mikki ref- ur og Lilli klifurmús leika listir sín- ar fyrir börnin og fleira er á dagskrá fyrir þau en Ásbjörg segir að meðal annars sé lesið upp úr barnabók í rými þar sem börnin geti sest inn, rétt við Jólaþorpið. Það er opið kl. 13-18 bæði laugardag og sunnudag en á sunnudag klukkan 15 verður úti-jólaball þar sem Jólasveinaband- ið heldur uppi stuðinu. „Þeir eru frá- bærir, Jólasveinabandið fær krakk- ana til að syngja með og dansa í kringum jólatréð,“ segir Ásbjörg. Hafnarfjarðarbær sér um skipu- lagningu Jólaþorpsins en það nýtur stuðnings Rio Tinto Alcan, að sögn Ásbjargar Unu. Smáhýsaþyrping- in fékk nýlega einkarétt á nafninu Jólaþorp. Hafnfirðingar og gestir þeirra geta einnig tekið þátt í hátíð Ham- arskotslækjar á morgun, laugar- daginn 12. desember, en þá er þess minnst að þann dag árið 1904 var kveikt fyrsta rafljósið í Hafnarfirði – og raunar á Íslandi. Hátíðin minnir á mikilvægi Lækjarins í Hafnarfirði og ljóssins með ratleik við Hamars- kotslæk og nágrenni klukkan 10 og Kaldárhlaupi, 10 kílómetra víða- vangshlaupi, kl. 13. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Jólastemningin beint í æð Jólaþorpið á Thorsplani í miðbæ Hafnarfjarðar nýtur mikilla vinsælda. Þar geta gestir notið veitinga og skemmtiatriða og keypt ýmiss konar heimilisiðnað og handverk sem er í boði í tuttugu smáhýsum. Jólaveina- bandið fær krakk- ana til að syngja með og dansa í kringum jólatréð. Þúsundir manna hafa sótt Jólaþorpið í Hafnarfirði heim undanfarnar helgar. Búist er við fjölmenni um helgina. Ljósmynd/Guðni náttúrulega góð jólagjöf 100% náttúrulegar snyrtivörur unnar úr lífrænt ræktuðum jurtum Þú færð mikið úrval af skemmtilegum jólagjafaöskjum frá Dr.Hauschka Dr.Hauschka snyrtivörur fyrir húðina Dr.Hauschka fæst í Yggdrasil, Heilsuveri, Fjarðarkaupum og Maður lifandi. HELGARBLAÐ Fékkstu ekki Fréttatímann heim? Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgar- svæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is 76 jól Helgin 10.-12. desember 2010

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.