Fréttatíminn - 10.12.2010, Qupperneq 76

Fréttatíminn - 10.12.2010, Qupperneq 76
Þ etta er málið, að koma til Hafnarfjarðar og fá jólastemninguna beint í æð,“ segir Ásbjörg Una Björnsdóttir, verk- efnastýra hjá skrifstofu menning- ar og ferðamála í Hafnarfirði, um Jólaþorpið í miðbæ Hafnarfjarðar. Jólaþorpið er risið í sjöunda sinn og nýtur mikilla vinsælda. Áætlað er að um tíu þúsund manns hafi litið inn í þessu þorpi tuttugu smáhýsa á Thorsplani helgina sem opnað var fyrir hálfum mánuði og um liðna helgi voru litlu færri, að sögn Ás- bjargar Unu. Jólaveðrið hefur leikið við Hafnfirðinga og gesti þeirra og þeir búast við ekki síðri aðsókn í þorpið nú um helgina. „Í Jólaþorpinu er boðið upp á alls konar handunnið jólaskraut úr tré, leirvörur, skartgripi, handgerð púsluspil úr tré, jólakort og margt fleira, auk þess sem nunnurnar eru hér með handgerðu kertin sín,“ seg- ir Ásbjörg en í þorpinu er að finna gjafavöru, heimilisiðnað, handverk og hönnun, eitthvað við allra hæfi. „Síðan erum við með alls konar veit- ingar; kökur, sælgæti, pönnukökur, vöfflur og heitt kakó. Fólk getur því komið og notið þess að vera hér, það kostar ekkert inn en í boði eru, auk varningsins, fjölbreytt skemmtiat- riði,“ segir Ásbjörg og nefnir að á morgun, laugardag, leiki félagar úr Lúðrasveit Hafnarfjarðar jólalög, grínistinn Ari Eldjárn skemmti, sem og Lalli töframaður. Mikki ref- ur og Lilli klifurmús leika listir sín- ar fyrir börnin og fleira er á dagskrá fyrir þau en Ásbjörg segir að meðal annars sé lesið upp úr barnabók í rými þar sem börnin geti sest inn, rétt við Jólaþorpið. Það er opið kl. 13-18 bæði laugardag og sunnudag en á sunnudag klukkan 15 verður úti-jólaball þar sem Jólasveinaband- ið heldur uppi stuðinu. „Þeir eru frá- bærir, Jólasveinabandið fær krakk- ana til að syngja með og dansa í kringum jólatréð,“ segir Ásbjörg. Hafnarfjarðarbær sér um skipu- lagningu Jólaþorpsins en það nýtur stuðnings Rio Tinto Alcan, að sögn Ásbjargar Unu. Smáhýsaþyrping- in fékk nýlega einkarétt á nafninu Jólaþorp. Hafnfirðingar og gestir þeirra geta einnig tekið þátt í hátíð Ham- arskotslækjar á morgun, laugar- daginn 12. desember, en þá er þess minnst að þann dag árið 1904 var kveikt fyrsta rafljósið í Hafnarfirði – og raunar á Íslandi. Hátíðin minnir á mikilvægi Lækjarins í Hafnarfirði og ljóssins með ratleik við Hamars- kotslæk og nágrenni klukkan 10 og Kaldárhlaupi, 10 kílómetra víða- vangshlaupi, kl. 13. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Jólastemningin beint í æð Jólaþorpið á Thorsplani í miðbæ Hafnarfjarðar nýtur mikilla vinsælda. Þar geta gestir notið veitinga og skemmtiatriða og keypt ýmiss konar heimilisiðnað og handverk sem er í boði í tuttugu smáhýsum. Jólaveina- bandið fær krakk- ana til að syngja með og dansa í kringum jólatréð. Þúsundir manna hafa sótt Jólaþorpið í Hafnarfirði heim undanfarnar helgar. Búist er við fjölmenni um helgina. Ljósmynd/Guðni náttúrulega góð jólagjöf 100% náttúrulegar snyrtivörur unnar úr lífrænt ræktuðum jurtum Þú færð mikið úrval af skemmtilegum jólagjafaöskjum frá Dr.Hauschka Dr.Hauschka snyrtivörur fyrir húðina Dr.Hauschka fæst í Yggdrasil, Heilsuveri, Fjarðarkaupum og Maður lifandi. HELGARBLAÐ Fékkstu ekki Fréttatímann heim? Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgar- svæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is 76 jól Helgin 10.-12. desember 2010
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.