Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1984, Qupperneq 16

Læknablaðið - 15.01.1984, Qupperneq 16
10 LÆKNABLAÐIÐ samtals 28 og ofnæmissvaranir pví alls 41 hjá körlum og 98 hjá konum, alls 139 eða um 52 % af skráðum aukaverkunum. Sem dæmi má nefna um aðrar ofnæmissvaranir en útbrot, kláða og hita, að prívegis kom fyrir anaphy- laktiskt lost af penisillíni, tvisvar hjá sama einstaklingi, prívegis gula af klorpromazini og tvívegis alvarleg leukopenia af Tanderil. A.6. Einkenni frá meitingarfærum voru talin stafa af lyfjum í 32 tilvikum, hjá 14 körlum og 18 konum. Gula er pó ekki talin með. Algengustu einkennin voru: Uppköst 11 sinnum, niðurgangur 8 sinnum, ógleði án uppkasta 7 sinnum. Tvisvar sinnum er getið blæðinga um endaparm og í öðru tilvikinu jafnframt blóðugra uppkasta. Hjá 4 sjúkling- um komu fram einkenni, sem bentu til ulcus ventriculi eða duodeni, pó sár væru ekki staðfest með vissu hjá öllum. Einn peirra var áberandi blóðlítill. Prír pessara sjúklinga tóku indometacin pegar einkennin komu fram og einn auk pess aspirin. Einn sjúklinganna hafði notað codimagnyl, 4 töflur á dag um nokkurn tíma. Tveir sjúklingar fengu svæsinn niðurgang af Dalacini. Annar peirra, 19 ára piltur, hafði fengið lyfið í 6 daga, 300 mg fjórum sinnum á dag, er hann veiktist með kviðverkjum og blóðugum niðurgangi. Blæðingin krafðist blóðgjafar. Hinn sjúklingurinn, 61 árs gamall maður, var lagður á sjúkrahúsið vegna niður- gangs, sem hann fékk af Dalacingjöf 150 mg fjórum sinnum á dag í fjóra daga. Pau lyf, auk indometacins og Dalacins, sem oftar en einu sinni hafa valdið aukaverkunum með einkennum frá meltingarfærum, voru nítrofúrantóín og súlfalyf fjórum sinnum hvort, Salazopyrin, phenytoin og digoxin tvis- var sinnum hvert. A.7. Lágt kalíum í blódi (hypokalemia) var skráð hjá 10 sjúklingum. Voru pað allt konur, sú yngsta 46 ára, sú elsta 86 ára. Skrásetning á hypokalemia er engan veginn tæmandi pví að einungis voru skráð pau tilvik, par sem kalíum í serum hafði lækkað mjög mikið (lægra en 3 meqv/l) eða par sem rekja mátti klínísk einkenni til hypokalemiunnar og pá fyrst og fremst á pann hátt, að pau hurfu við kal- íumgjöf. Ekki virtust peir, sem höfðu lægst gildi, endilega hafa klínísk einkenni í mestum mæli. Hjá fjórum sjúklinganna er ekki getið um klínísk einkenni af hypokalemiunni og höfðu peir pó serum kalíum gildi 2,5, 2,6, 2,7 og 3,1 meqv/l. Sá síðastnefndi hafði notað Centyl-K töflur eina tvisvar sinnum og Kalaorid töflur eina tvisvar sinnum á dag í prjár vikur. Ellefu dögum eftir að Centyl gjöf var hætt var kalíum 4,0 meqv/1. Þetta dæmi er tekið með til að sýna hve fljótt hypokalemia getur komið af lyfjum. Að minnsta kosti voru aðrar orsakir ekki taldar vera fyrir hendi, sem skýrt gætu hypokaleminu. Pau lyf, sem talin voru valda hypokalemiunni hjá pessum 10 sjúklingum, voru Centyl-K í fjórum tilvikum, Hygroton í tveimur, Nephril, Lasix, chlortiazid og Diamox í einu tilviki hvert. Þess ber pó að geta, að Centyl-K var mest notað hér um slóðir af ofangreindum lyfjum. Það voru eingöngu kon- ur, sem skráðar voru með hypokalemiu, en ekki höfum við á reiðum höndum skýringu á pví. A.8. Blódbreytingar. Hér er átt við fækkun á blóðkornum og blóðflögum í blóði. í peim tilvikum, sem mergur var athugaður, reyndust vera hliðstæðar breytingar í honum. Þegar blóðbreytingar stöfuðu af frumuhemlum (cy- tostatiskum lyfjum), voru pær pó ekki taldar með nema í einu tilviki, pegar blóðflögum hjá 85 ára konu með cancer ovarii fækkaði tvívegis mjög mikið í 24.000 og 25.000. Jafn- framt fékk hún húðblæðingar og hvítum blóð- kornum fækkaði í 1600 og kyrnikornum í 150 við Treosúlfanmeðferð. Aðrir sjúklingar fengu ekki jafnmiklar og alvarlegar blóðbreytingar af cytostatiskum lyfjum. Blóðbreytingar af lyfjum voru alls skráðar átta sinnum, hjá tveimur körlum og sex konum, par af fjórum sinnum af Tanderili, einu sinni af Myocrisini, einu sinni af Symmetrel og í eitt skipti var um að ræða sjúkling, sem hafði árum saman tekið mikið af ýmsum lyfjum, m.a. ýmsum verkjalyfjum, Tegretoli, Nortriptylini og fleiri og dó að lokum úr merghruni (aplastiskri anemiu). A.9. Lágur sykur í blódi (hypoglycemia). Hér er um að ræða fimm sjúklinga, 4 karla og 1 konu, sem tóku inn sykursýkislyf. Ástæðan fyrir notkun pessara lyfja var sykursýki og í einu tilviki hækkun á blóðsykri af lyfjum. Fjórir sjúklinganna, 3 karlar og 1 kona, notuðu Daonil töflur á 5 mg og voru dagskammtar frá >/4 úr töflu upp í 2 töflur eða 10 mg á dag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.