Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1984, Page 25

Læknablaðið - 15.01.1984, Page 25
LÆKNABLAÐIÐ 17 konum (aldur 27-93 ára). Eru þetta 4,11 % af fjölda aukaverkana í heild eða tæplega 9 % af aukaverkunum, sem stöfuðu af sýklalyfjum. Aukaverkanir voru eftirfarandi: Utbrot í 6 tilvikum, kláði í 4 tilvikum, hiti í 3 tilvikum, ógleði í 3, uppköst í 2, klínísk lungnaeinkenni — mæði — í 2 tilvikum, sljóleiki, verkur í maga og bólga og roði í andliti í einu tilviki hvert. B.3. Tetrasýklínlyf. Aukaverkun af peim kom fram hjá sex einstaklingum, fjórum körlum og tveimur konum. Eru pað 2,25 % allra auka- verkana. Aukaverkanir hjá fjórum sjúkling- anna voru aðallega útbrot og kláði, hjá einum tinnitus, asthmakennd öndun og liðverkir og í einu tilviki brúnflekkóttar tennur hjá fimm ára dreng. B.4. Streptómysín. Aukaverkun af pví lyfi varð hjá sex konum, í premur tiivikum voru auka- verkanirnar útbrot og kláði, í tveimur tilvikum útbrot og í einu tilviki svimi og jafnvægis- truflanir. B.5. Isoniazi. Aukaverkun af pví lyfi kom fram hjá þremur körlum. Maður, 31 árs, varð þreyttur og slappur og átti erfitt með svefn. Annar 82 ára varð slappur, sljór og missti minnið og sá priðji 58 ára varð gleyminn og kvartaði um kviðverki. B.6. Dalacin C. Tveir karlar. Sjá einkenni frá meltingarfærum síðu 10. B.7. Erythromycin. Tvær konur, önnur þeirra 13 ára, fékk fíngerð útbrot um alian líkamann. Hin var telpa á fyrsta ári, sem fékk niðurgang. B.8. PAS Karl 47 ára, fékk verki í kviðarhol, uppköst, uppþembu og niðurgang. B.9. Centamycin. Karl 77 ára, fékk útbrot. Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir. B.10. Chloramphenicol. 45 ára kona, fékk út- brot og kláða. B.l 1. Sýklalyf ásamt ödrii lyfi. Hjá þremur körlum og einni konu gat verið um fleiri en eitt lyf að ræða, sem valdið hafði aukaverk- uninni. í premur tilvikum komu ofnæmisein- kenni frá húð, en í einu gula (síða 11). B.12. Joð-sambönd. Aukaverkun er skráð af joðsamböndum hjá 19 einstaklingum, 7 körl- um og 12 konum. Eru það 7,12 % aukaverk- ana, 7,69 % hjá körlum og 6,82 % hjá konum. Pessi aukaverkun kom fram hjá 1,35 % ein- stakiinga í efniviðnum, 0,95 % karla og 1,78 % kvenna. í 12 tilvikum af fyrrgreindum 19 var orsökin gjöf á röntgenskuggaefnum í æð, sem notuð eru til nýrnamyndatöku, tvisvar hjá körlum og tíu sinnum hjá konum. Helstu aukaverkanir voru: Útbrot sex sinn- um, hiti sinu sinni, kláði sinu sinni, ógleði og uppköst einu sinni. Einnig fengu fjórir sjúk- lingar einkenni, sem bent gátu á byrjandi lost — fölva, blóðþrýstingslækkun, skerta meðvit- und og of hægan útskilnað frá nýrum. í tveimur tilvikum var orsökin Bilijodon og var aukaverkunin af því útbrot og kláði í annað skiptið, en hastarlegur niðurgangur í hitt skiptið. Joð-mixtúra til inntöku var orsakavaldur tvívegis. Annar sjúklingurinn bólgnaði um allan líkamann, en hinn fékk andþyngsli. Tvis- var er talað um ofnæmi fyrir joði án nánari lýsingar. Einu sinni olli joð-áburður kláða og útbrotum. B.13. Pvagræsilyf. Aukaverkanir af þvagræsi- lyfjum urðu hjá 19 einstakiingum, 4 körlum og 15 konum. Eru þetta 7,12% aukaverkana, 4,4 % körlum og 8,5 % hjá konum. Aukaverk- anir af þessum lyfjum komu fyrir hjá 1,35 % einstaklinga, 0,54 % hjá körlum og 2,23 % hjá konum. Þau lyf, sem um var að ræða, voru Centyl-K átta sinnum, acetazolamid (Diamox) fjórum sinnum, Lasix þrisvar, Hygroton tvis- var, klórthiazid og Nephril einu sinni hvort. Helstu aukaverkanir voru: Hypokalemia 10 sinnum, hyperuricemia þrisvar sinnum, hy- perglycemia þrisvar sinnum, acidosis tvisvar sinnum (acetazolamid), (síða 14), hyponatre- mia og hypokloremia einu sinni, arthritis urica a.m.k. einu sinni (Lasix), calculus ureteris einu sinni (acetazolamid) og húðblæðingar á fótum einu sinni (Centyl-K). Pegar um hypokalemiu var að ræða, fylgdi henni oftast þreyta. B.15. Bólguminnkandi lyf önnur en sterar. Bólguminnkandi lyf önnur en sterar voru skráð ellefu sinnum, hjá 3 körlum og 8 konum. Eru það 4,11 % aukaverkana. Hér er um að ræða Tanderil fjórum sinnum, Butazolidin einu sinni, indometacin þrisvar og aspirin þrisvar. Aukaverkanir af Butazolidini

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.