Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1984, Side 39

Læknablaðið - 15.01.1984, Side 39
LÆKNABLAÐID 27 höfðu fyrri sögu um hjartakveisu eða hjarta- drep (tafla V). Tólf af 24 með jákvæðar ST- breytingar höfðu fyrri sögu og fjórir af sex þeirra, sem eingöngu höfðu hjartakveisu á prófinu höfðu fyrri sögu. Ellefu þeirra 14, sem höfðu hjartakveisu á prófinu, burtséð frá ST- breytingum, höfðu fyrri sögu um hjartakveisu eða hjartadrep. ST-breytingar spáðu ekki fyrir um nýja hjartakveisu á árinu eftir útskrift, þar sem fimm af þeim, sem fengu nýja hjartakveisu, höfðu neikvætt próf, einungis þrír með já- kvætt próf. Hins vegar spáði hjartakveisa á prófinu alloft fyrir um versnun á árinu. Atta þeirra 14 versnaði hjartakveisa á árinu, einn fékk hjartadrep, og einn dó. Hjartakveisa á þrekprófi spáði betur fyrir um versnun á árinu en ST-breytingar og greindi í raun alla nema einn af þeim, sem voru með jákvætt próf og versnaði á árinu. Fimmtán einstaklingar úr hópnum fóru í hjartaþræðingu (33 %) tafla VI. Áreynsluprófið hafði ekki áhrif á þetta val, sem var ákvarðað af hjartasérfræðingi við- komandi sjúklings. ST-breytingar á prófi spáðu ekki fyrir um útbreiðslu kransæðasjúk- dómsins. Hins vegar kom í Ijós, að af þeim sex sem höfðu hjartakveisu á prófinu reyndust fimm hafa þriggja æða sjúkdóm, einn hafði tveggja æða sjúkdóm, en enginn einnar æðar sjúkdóm. Tveir þeirra fóru í aðgerð, tveir voru óskurðtækir, en tveir voru ekki taldir þurfa á aðgerð að halda. Hins vegar snérist dæmið við hjá þeim, sem ekki höfðu hjartakveisu á prófinu. Af þeim níu höfðu sjö einnar æðar sjúkdóm, einn með tveggja æða og einn með þriggja æða sjúkdóm. Aðgerð var óþörf hjá hinum sjö fyrrnefndu, en af þeim tveimur síðarnefndu var einn sendur í aðgerð, en sá sem hafði þriggja æða sjúkdóm, var óskurð- tækur. Þeir tveir, sem höfðu útbreiddan æða- sjúkdóm, en ekki hjartakveisu á prófinu, voru báðir með ST-hækkun. Þessi munur á út- breiðslu kransæðasjúkdóms eftir niðurstöðu áreynsluprófs er marktækur (p<0.01). Eng- inn sjúklingur hafði meginstofnssjúkdóm í þessum hópi. UMRÆÐA Talsvert hefur verið ritað urn létt áreynslupróf snemma eftir hjartadrep, og er ljóst af þeim skrifum, að um hættulítið próf er að ræða (5, 6, 7), en þó ekki hættulaust. í einni rannsókn (8) fengu tveir sjúklingar af 236 endurtekið hjarta- dreþ innan 24 klukkustunda frá áreynsluþrófi. Table IV. Results of exercise test compared to state of employmertt. Neg. test Pos. test n = 14 n = 29 Cannot work 1 (7 %) 6 (21 %) Half time 3(19%) 5(17 %) Full time 10(72%) 18(62 %) Patients without ST-changes and without AP on exercise had a negative test, the other had a positive test. Table V. Results of exercise test compared to pro- gress of heart disease. Results of exercise test Without ST- ST- changes or depression AP AP-irre- <0.1 mV or without spective ST-depr. elevation ST- of ST- No angina >0.1 mV changes changes n= 15 n = 24 n = 6 n = 14 HistoryofAP 5 12 4 11 HistoryofMI 1 4 0 3 No new events 8 14 2 4 New AP.... 5 3 0 0 Worse AP ... 1 5 4 8 New MI ..... 0 1 0 1 Mors ....... 1 1 0 1 Those who had a history of myocardial infarction (MI) also had a history of angina pectoris (AP). Nine of those 14 patients with AP on exercise test also had ST-changes. Ten of those with AP on exercise test became worse the following year. ST-changes did not predict new AP the following year. Table VI. Results of exercise test compared to extent of coronary artery disease on angiography and surgery. Angina pectoris on exercise test Extent of disease Surgery 1 vessel 2 vessels 3 vessels Op. Inop. Unnec. Yes n = 6 0 1 5 2 2 2 No n = 9 7 1 1 1 1 7 AII those who had angina pectoris (AP) on exercise test had either two or three-vessel disease. Seven pts. out of nine without AP on test had one-vessel disease and none of them had indication for surgery (p < 0.01). Af þeim hópi höfðu 102 fengið hjartabilun í legunni og 20 þeirra höfðu merki hjartabilunar við áreynslupróf. Þrettán af þessum 102 sýndu merki hjartabilunar strax eftir prófið. Þessi hópur er hins vegar öllu veikari sjúklingahóp- ur en alla jafna er sendur í prófið. Hjartabilun er hjá flestum frábending frá áreynsluprófi. Petersen og félagar (9) greindu frá tveimur sjúklingum, sem fengu sleglaflökt í 1500 manna

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.