Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1984, Side 40

Læknablaðið - 15.01.1984, Side 40
28 LÆKNABLADID hópi við áreynslupróf skömmu eftir hjarta- drep, og annar þeirra dó. Þó að hjartadreps- sjúklingar í afturbata séu lagðir í einhverja hættu við áreynslupróf, teljum við að sjúkl- ingunum sé betur pjónað að greina hana undir eftirliti læknis fyrir útskrift, par sem búast má við, að þeir lendi ella fljótlega í vandkvæðum við verri aðstæður. Ekki virðist skipta miklu máli, hvort prófið er stöðvað vegna einkenna eða miðað við hjartsláttartíðni (7), hins vegar varðar nokkru að prófið sé ekki dregið úr hömlu, par sem pá tapast upplýsingar, sem annars nást ekki (1). Þá eru og afföll tíðari fyrstu prjá mánuðina eftir hjartadrep en síðar á árinu og mikilvægt að áhættuhópurinn sé pekktur snemma. Nokkrar greinar (2, 5, 6, 8, 10, 11) hafa sýnt fram á spágildi ST-lækkunar, um ókomna hjartakveisu og dauða eftir hjartadrep. Thero- ux (10) rannsakaði til dæmis 210 sjúklinga. Á einu ári reyndust dauðsföll 2.1 % hjá sjúkling- um án ST-breytinga við áreynslu, en 27 % hjá þeim, sem fengu ST-lækkun. Skyndidauði varð hjá einum af 146 þeirra, sem sýndu ekki ST- breytingar, en hjá 10 af 64 peirra, sem sýndu ST-lækkun. Sextíu og fimm af hundraði peirra, sem fengu hjartakveisu á prófi, fengu hjarta- kveisu á næsta ári samanborið við 35 % í þeim hópi, sem ekki fékk hjartakveisu við áreynslu. Niðurstöður annarra hafa bent í sömu átt, verið staðtölulega marktækar, en ekki eins afgerandi (6, 8, 11). Okkar rannsókn er ekki afgerandi að pessu leyti, þar sem 14 af 30 með jákvætt áreynslu- próf versnaði á árinu, en sjö af 15 þeirra sem höfðu neikvætt próf, en par inunar mest um nýja hjartakveisu, sem var tiltölulega algeng hjá peim, sem höfðu neikvætt próf. Vera má, að hjartakveisa, sem fyrir er og fer versnandi, sé að sumu leyti verra merki en pað að fá nýja hjartakveisu, og að pví leyti nokkur munur á okkar hópum. Ellefu af 30 með jákvætt próf urðu þannig verri á árinu, en einungis tveir af 15 með neikvætt próf, en pá eru taldir með peir, sem fengu hjartadrep eða dóu. Áberandi var hins vegar í okkar rannsókn, hversu hjartakveisa á prófi reyndist slæmt teikn í peim 14 manna hópi, sem hafði hjartakveisu, par sem átta af 11 peirra versnaði fyrri hjartakveisa, einn fékk hjartadrep og einn dó. Hvað atvinnu varðar hjá hópunum var nokkur munur milli hópa, og er neikvætt próf ábending pess, að sjúklingur haldi óskertri vinnugetu á komandi ári, par sem 7 % af neikvæðum hóp, á móti 21 % af jákvæðum hóp, gat ekki unnið lengur vegna sjúkdómsins, þó að munurinn hafi ekki reynst marktækur. Það kom á óvart við vinnslu gagna hversu spágildi virtist sterkt, hvað útbreiðslu krans- æðasjúkdóms varðar. Sex þeirra, sem komu til hjartaþræðingar, höfðu hjartakveisu á prófinu, en fimm af þeim reyndust hafa priggja æða sjúkdóm og sá sjötti hafði tveggja æða sjúk- dóm. Á hinn bóginn reyndust sjö af 9 sjúklingum, sem ekki höfðu hjartakveisu á prófinu, hafa einnar æðar sjúkdóm, einn tveggja æða sjúkdóm og einn þriggja æða sjúkdóm. Rannnsókn nokkur þar sem 28 sjúklingar fóru í létt áreynslupróf skömmu eftir hjartadrep (12) leiddi til sambærilegrar niðurstöðu. Gildi pess að finna sjúklinga, sem hafa priggja æða sjúkdóm er mikið, par sem sýnt hefur verið fram á, að lengja megi líf peirra með aðgerð (13). Einnig ætti þrekprófið að geta auðveldað val og forgangsröðun sjúkl- inga í hjartaþræðingu, sem er bæði tímafrek og dýr rannsókn, jafnframt pví, sem aðgangur er takmarkaður. Áhyggjur af líkamlegu erfiði er ein aðal- orsök kvíða hjá sjúklingum með hjartadrep (14). Skynsamleg og örugg leiðbeining um áreynslu getur létt á kvíða og þunglyndi hjá þessum sjúklingum (15). Getur áreynslupróf haft pýðingu fyrir lækna sjúklings, pó að prófið sé neikvætt, par sem þá má með meiri vissu gefa sjúklingum ráðleggingar varðandi lifnaðarhætti. Við áreynsluprófið reynir sjúk- lingur meira á sig, en hann gerir alla jafna í daglegu lífi, og ef hann nær peirri áreynslu án einkenna, er líklegt að það styrki sjúkling í trú sinni á eigið pol. Meginniðurstaða þessarar rannsóknar er, að hjartakveisa við létt áreynslupróf skömmu eftir hjartadrep bendi til versnandi hjarta- kveisu næsta árið og líkleg skýring sé sú, að um fjölæðasjúkdóm sé að ræða. Mikilvægt er pví að hjartaþræða pessa sjúklinga sem fyrst, pví að horfur og einkenni margra má bæta með skurðaðgerð. SUMMARY Forty-five patients under 70 years of age without signs of left ventricular failure, 39 men and four women, performed low level exercise tests, on average 13.9 days after admission (7-29) for acute myocardial infarction. They were followed for a

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.