Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1984, Side 49

Læknablaðið - 15.01.1984, Side 49
LÆK.NABLAÐID 70,35-38,1984. 35 Ari Jóhannesson, Hróðmar Helgason, Kristján Erlendsson, Jón Högnason, Jón Þór Sverrisson, Uggi Agnarsson FRAMHALDSMENNTUN LÆKNA í BANDARÍKJUM NORÐUR-AMERÍKU INNGANGUR Undanfarin ár hefur þeim íslenzku læknum, sem sótt hafa framhaldsmenntun til Banda- ríkja Norður Ameríku fækkað í hlutfalli við þá, sem farið hafa til hinna ýmsu Evrópulanda sömu erinda. Þessu hefur valdið m.a. óvissa um landvistarleyfi og strangari inntökuskilyrði í Bandaríkjunum. Vegna landfræðilegrar sérstöðu hafa menningarstraumar frá Banda- ríkjunum jafnt og Evrópu borist fljótt til ís- lands og við átt pess kost, að velja pað úr, sem okkur sýnist bezt, en hafna öðru. Það má ætla að áðurnefndar breytingar á framhaldsnámi muni, er til lengdar lætur, draga úr þeirri fjölbreytni, sem einkennt hefur íslenzka læknisfræði til pessa. Þar sem nokkuð virðist hafa borið á pví, að unglæknar hafi umhugsunarlítið hafnað pví að halda til framhaldsnáms vestur um haf, teljum við rétt að kynna Iítillega hvað Bandaríkin hafa upp á að bjóða í þeirri von, að það mætti verða einhverjum til upplýsinga og/eða gagns. Tilgangurinn er ekki sá að bera framhaldsnám hér saman við önnur lönd pví enginn okkar hefur nægilega persónulega reynslu til þess. UNDIRBÚNINGUR Árið 1977 var hið illræmda VQE (Visa Quali- fying Examination) gert að skilyrði fyrir land- vistarleyfi erlendra lækna, sem vildu stunda framhaldsnám í Bandaríkjunum. Jafnframt voru sett lög er takmörkuðu dvöl peirra við þrjú ár. Það kom fljótt í ljós, að sá tími var ekki nægilegur til að ljúka klínísku sérnámi ásamt undirgréin. Eftir mikið stapp var pess- um lögum breytt og geta menn nú dvalizt hér samfleytt í allt að sjö ár og lokið sérnámi. Upphaflega lofaði frammistaða íslendinga á VQE mjög góðu, en síðan hefur árangri hrakað ár frá ári. Slælegur undirbúningur unglækna hefur trúlega valdið þar mestu um, Barst ritstjórn 19/07/1983. Sampykkt og sent í prentsmiðju 20/07/1983. en pó hefur sú spurning vaknað hvort breyting hafi orðið á staðli íslenzkrar læknismenntunar. Skiljanlega verður sá þröskuldur sem VQE er, síst til pess fallinn að glæða áhuga á vesturför. Ymsar aðrar ástæður hafa einnig fælt menn frá framhaldsnámi í Bandaríkjunum, svo sem langur vinnutími, lág laun og lítil frí. Með VQE upp á vasann geta unglæknar síðan farið að senda umsóknir til hinna ýmsu sjúkrahúsa. Gott er að ætla sér ríflegan tíma til pessa, bezt er að hefja undirbúning 1 '/2-2 árum áður en framhaldsnám hefst. Öllum umsækjendum er skylt að taka pátt í »Mat- ching Program«, sem er tölvuröðun peirra á viðkomandi sjúkrahús í samræmi við óskalista beggja. Þessi »miðlun« virðist í fljótu bragði vera nokkuð flókin og er bezt að leita til einhvers læknis, sem hefur nýlega brotizt pessa leið. Þótt svo eigi að heita að petta kerfi tryggi fyllstu hlutlægni, pá jafnast engin með- mælabréf á við símtal milli kunningja. Það er því mjög mikilvægt að hafa samband við lækni, sem pekkir til aðstæðna og hefur pau sambönd, sem nauðsynleg eru til pess að koma ungum lækni í sérnám. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag pessa kerfis munu vera til hjá Félagi ungra lækna. Þess skal getið að nýtt tveggja daga próf er nú fyrirhugað að leysi VQE og ECFMG prófin af hólmi. Virðist pað helzt ætlað til að prófa ameríska lækna(nema), sem ljúka námi við erlenda háskóla, en mun varla breyta nokkru fyrir íslenzka lækna. UM UPPBYGGINGU BANDARÍSKA HEILBRIGÐISKERFISINS Þar sem skipulag framhaldsmenntunar í Banda- ríkjunum er mjög samtvinnað skipulagi heil- brigðismála almennt, er nauðsynlegt að gera hér stuttlega grein fyrir uppbyggingu banda- ríska heilbrigðiskerfisins. Heilsugæzla (»primary health care«) í Bandaríkjunum er með nokkuð öðrum hætti en gerist á íslandi. t>á þjónustu annast að jafn-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.