Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1984, Síða 51

Læknablaðið - 15.01.1984, Síða 51
LÆK.NABLAÐID 37 vísinda-, þjónustu- og kennslustofnanir og bera því nafn sitt með réttu, betur en víða þekkist annars staðar. Pað er heldur ekkert launungarmál að sjúkrahús gera umsækjend- um sínum mishátt undir höfði þegar valið er í námsstöður. Þar eru útlendingar settir skör lægra en innfæddir, en þeir síðarnefndu síðan dregnir í dilka eftir því hvort þeir hafa lokið þrófi frá amerískum eða erlendum læknaskóla. Þar sem flestir íslendingar, sem hingað hafa komið til framhaldsnáms hafa lagt stund á lyflækningar verður þjálfun í þeirri grein lýst nokkuð ýtarlega, en um aðrar greinar gilda í stórum dráttum sömu meginreglur. Þjálfun í almennri lyflæknisfræði miðast við að viðkomandi læknir standist bandaríska sérfræðiprófið (»American Board of Internal Medicine«) eftir þriggja ára nám. Þar af er ætlazt til að tveim árum sé varið til umönnun- ar sjúklinga með öll algeng lyflæknisvanda- mál, en einu ári til þjálfunar í ýmsum sérgrein- um lyflækninga. Unglæknar starfa í teymum og er »þríeykið« þeirra algengast. Þar hefur annars eða þriðja árs læknir yfirumsjón með tveimur nýliðum, sem hvor um sig annast 10- 15 sjúklinga í senn. Teymið hefur ávallt einn af sérfræðingum stofnunarinnar sér til fulltingis, enda þótt sá hafi sjaldan bein afskipti af sjúklingunum. Ábyrgð nýliðans í þessu sam- starfi er mikil. • Hann skráir sjúkraskrá við innlögn og ákveður síðan rannsóknir og með- ferð í samráði við sér reyndari starfsbræður. Honum er skylt að fylgjast náið með sjúkling- um sínum, kynna sér og meta rannsóknarniður- stöður um leið og þær eru framkvæmdar, skipuleggja nýjar eða breyta meðferð án nokkurrar tafar. Þess má geta að auk dagálaskrifta gefur unglæknir sjálfur öll fyrirmæli um rannsóknir og meðferð og er öðrum bannað að gera slíkt hið sama án samráðs við hann. Þrátt fyrir verulegt vinnuálag er lögð rík áherzla á að öll vandamál, sem lúta að meðferð einstakra sjúklinga séu rædd út í æsar og hefur ung- læknir þar ávallt sér reyndari lækni að bak- hjarli er reynslu eða þekkingu brestur. Iðulega er leitað álits sérfræðinga í undirgreinum bæði til lausnar viðkomandi vandamáls en þó ekki síður í fræðsluskyni. Að loknum stofugangi að morgni, halda unglæknar u.þ.b. tveggja stunda fund með einum sérfræðinga spítalans. Þar kynnast þeir nánar sjúklingum og vandamálum starfs- bræðra sinna, leggja orð belg um rannsóknir og meðferð en verða jafnframt að sæta gagn- rýni annarra. Bryddi viðkomandi uþþ á frá- vikum verður hann að styðja mál sitt hald- góðum rökum. Kostar það oft ærna fyrirhöfn, m.a. leit að blaðagreinum á bókasafni, en hér í landi telst fullbúið bókasafn jafnnauðsynlegt búnaði hvers meðalsjúkrahúss og skurðstofur og sjúkradeildir. Auk ofangreindra daglegra starfa eru á hverjum degi beinir kennslufyrir- lestrar og/eða opnir fundir einstakra þjónustu- deilda. Á fyrsta ári eru vaktir þriðja til fjórða hvern sólarhring og vinnudagur oft til kl. 6-8 að kveldi vaktlausa daga. Einum mánuði er varið á hjartadeild og öðrum á gjörgæzlu. Oft eru 6- 15 rúm á hvorri þessara deilda og fer það eftir stærð sjúkrahúsa. Á hjartadeild er umsetning hröð og mikil vinna og venjast unglæknar því fljótt að annast bráð vandamál svo sem hjartadrep, hjartsláttartruflanir og fleira. Und- ir handleiðslu hjartasérfræðinga læra þeir meðferð og ísetningu hjálpartækja, svo sem gangráða og lungnaslagæðaleggja. Á gjörgæzlu eru sjúklingar með öndunar- bilun, blæðingar frá meltingarfærum, alvarleg- ar sýkingar, eitranir og vandmeðfarnar efna- skiptatruflanir. Vinna á deildinni krefst skjótra ákvarðana og handbragða og er oft á tíðum erfið reynsla. Eins og sjá má af ofangreindu er fyrsta árið erfitt en um leið ákaflega lærdómsríkt. Mikl- um tíma er varið á sjúkrahúsinu og reynir það ekki síður á fjölskyldu unglæknis en hann sjálfan. Laun eru einnig fremur lág og nauð- synlegt að hafa með sér varasjóð að heiman. Á öðru og þriðja ári er megináherzla lögð á kennslu og eftirlit með yngri læknum auk þess sem verulegum tíma er varið í valgreinar. Þar fylgir unglæknir sérfræðingi í undirgrein og frumvinnur ráðgjöf um þá sjúklinga, sem hann er beðinn um að líta á. Áherzla er lögð á hagnýtingu nýjustu uppgötvana í faginu og ætlazt er til að drjúgum tíma sé varið til lestrar. Gefst þannig tækifæri til að kanna ýtarlega flest atriði stór og smá er lúta að sérgreininni. Að loknum þrem árum í almennum lyf- lækningum taka gjarnan við tvö til þrjú ár við nám í undirgrein. Fyrsta árið er eingöngu verklegt en í flestum tilvikum bætist við rann- sóknarvinna að hluta á öðru ári. Fer það þó mikið eftir því hvaða stofnun á í hlut, auk þess sem sumar greinar eru í eðli sínu meira á verklegu sviði en aðrar. Margir bæta síðan við

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.