Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1984, Page 65

Læknablaðið - 15.01.1984, Page 65
LÆKNABLAÐID 47 afgreiðslutími sérfræðileyfa væri mun lengri á íslandi en í Svípjóð. Svo virðist sem læknar sæki yfirleitt fyrst um viðurkenningu í Svípjóð og síðan á íslandi. Einn læknir tekur fram, að hann hafi viðurkenningu í Svíþjóð, en hafi verið neitað um viðurkenningu á íslandi. Dvalartími og áform: Spurt var um dvalar- tíma í Svíþjóð og er niðurstaða sýnd í töflu II. Tafla II. Dvalartími í Svípjód. Fjöldi 1983 Hundraðshlutar Dvalartími í árum 1983 1981 1978 <i 23 (16) (9) (22) 2 16 (H) (22) (26) 3 18 (14) (16) (19) 4 26 (18) (18) (8) 5-9 43 (30) (23) (12) 10-14 7 (5) (4) (2) >15 9 (6) (8) (11) Alls 142 100 100 100 Tafla III. Áform um flutning til íslands. Dvalartími í Svípjóð 0-4 ár 5-9 ár 10-14 ár > 15 ár Ákveðið hvenær flytur 60 27 0 0 Óákveðið hvenær flytur 16 10 3 0 Óákveðið hvort flytur . 4 4 4 2 Flytur ekki 0 1 0 7 Alls 80 42 7 9 8 læknar sögðust vera fluttir heim ef staða hefði fengist, flestir peirra höfðu dvalist í 5-9 ár í Svíþjóð. Tafla IV. Skipting eftir starfssvædum. Staður 1983 1981 1978 Malmö-Lundur 22 20 15 Gautaborg 20 22 26 Uppsalir 15 17 7 Stokkhólmur 11 11 17 Skövde 9 9 9 Örebro 7 7 4 Falun 7 4 3 Vásterás 6 9 10 Kristiansstad 5 5 0 Helsingborg 4 5 1 Eskilstuna 4 5 5 Sundsvall 4 4 1 Karlskrona 3 1 1 Trollhattan/Vánersborg 3 5 9 Aðrir staðir 22 27 33 Læknar alls 142 151 141 Staðir alls 28 31 29 Eins og sjá má fækkar þeim enn hlutfallslega sem verið hafa tvö ár og skemur, 27 % nú miðað við 30 % 1981 og 48 % árið 1978. Spurt var einnig um áform varðandi heimflutning og var hægt að velja um sex möguleika. Átta læknar segja að þeir hefðu flutt heim, ef staða hefði fengist, og dreifðust þeir á sjö sérgreinar. Aðrir átta tóku fram, að þeir væru búnir að fá stöðu á íslandi og flyttust heim á árinu. Áform varðandi heimflutning með tilliti til dvalartíma í Svíþjóð má sjá í töflu III. Starfsheiti, starfsstadur: Eins og áður hefur komið fram, eru 48 læknar í sérstökum fram- haldsmenntunarstöðum, en 36 í afleysinga- stöðum. Hinir skipast sem hér segir: Fjórtán eru deildarlæknar, tveir í kennslustöðum á háskólaspítölum, (klinisk amanuens), átta eru aðstoðaryfirlæknar og átta yfirlæknar. Tveir læknar reka stofu (privat praktiserande), fjórir vinna sem heilsugæslulæknar. Enginn læknir er í stöðu fyrirtækjalæknis og enginn herlækn- ir, enda þarf til þess sænskan ríkisborgararétt. Flestir eru við nám og störf á háskólasvæðum, en alls starfa íslenskir Iæknar á 27 stöðum í landinu, sjá nánar í töflu IV. Atvinnuhorfur: Spurt var um álit á atvinnu- horfum á íslandi og í Svíþjóð. Svörin byggjast á mati hvers og eins og eru forsendur vafalust mjög misjafnar. Átján af hundraði svöruðu ekki þessari spurningu. Svörin skiptust annars þannig: 7 % töldu atvinnuhorfur góðar á íslandi, en 42 % í Svíþjóð. Þá töldu 36 % horfur slæmar á íslandi og 14 % í Svíþjóð. Brottfail: Eins og áður segir svöruðu 13 læknar ekki spurningunum. Samkvæmt Hand- bók lækna (1) eru tveir þeirra ekki á skrá á íslandi og hafa því væntanlega lært erlendis. Hjá hinum 11 eru liðin að meðaltali 18 ár frá kandídatsprófi. Meðal þeirra er svöruðu spurn- ingunum eru liðin að meðaltali 8 ár frá kandídatsprófi. UMRÆÐA Mikill meirihluti íslenskra lækna leitar erlendis til sérnáms og mun svo væntanlega verða næstu ár, því framhaldsmenntun á íslandi er ekki ennþá komin í fastar skorður. Flestir sækja til Svíþjóðar vegna þess að þar er framhaldsmenntun þróuð og vel upp byggð í nánast öllum sérgreinum læknisfræði og vegna þess hversu auðvelt hefur verið að komast þar að. Geta má þess að 54 % þeirra er hlutu lækningaleyfi á íslandi árið 1977 voru fjórum árum síðar við nám og störf í Svíþjóð (2).

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.