Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 9
LÆK.NABLAÐID 53 uppsölulyf, en rafhlaöan kom ekki upp með uppköstunum í neinu tilviki. Talið er, að rafhlaða purfi að vera a.m.k. 20 mm í þvermál, til að verulegar líkur séu á, að hún festist í vélinda. Ef aðskotahlutur festist í vélindanu, parf að ná honum paðan hið fyrsta, par sem »perforatio« á vélinda vegna prýst- ings getur orðið á ótrúlega stuttum tíma, er pá mikil hætta á tgerð utan vélindans eða mið- mætisbólgu (mediastinitis). »Tracheo-oesop- hageal fistula« og/eða »aorto-oesophageal fistula« er einnig hugsanleg, ef aðskotahlutur situr lengi í miðju vélinda (4). Flestir telja magaspeglun heppilegasta til að ná rafhlöðum úr vélinda, par sem mikilvægt sé að sjá, hvort vefjaskemmdir séu byrjaðar. Hins vegar hefur verið lýst aðferð til að ná slíkum aðskotahlut- um úr vélinda, sem er í pví fólgin að renna Foley-legg framhjá aðskotahlutnum og þenja blöðruna á honum út með röntgenskuggaefni og draga síðan rafhlöðuna upp í skyggningu (1). Þegar pessari aðferð er beitt, parf sjúkl- ingur að liggja á hliðinni með höfuðið mjög lágt, til pess að rafhlaðan komi greiðar til baka. Alls ekki er hægt að nota pessa aðferð, nema aðskotahlutur hafi verið fáar klukku- stundir í vélinda. Meiri hætta er á »perforatio« á vélinda með þessari aðferð en við maga- speglun. SAMANTEKT Ef grunur er um, að barn hafi gleypt litla rafhlöðu, er rétt að bregðast við á eftirfarandi hátt: 1. Finna með röntgenmyndum, hvar rafhlaðan er, með pví að fá yfirlitsmyndir alveg frá nefkoki niður að endaparmi. Mikilvægt er að byrja með AP-mynd af thorax til að útiloka, að rafhlaðan sé föst í vélinda. 2. Ef rafhlaðan er komin niður í maga, er yfirleitt óhætt að láta hana halda áfram niður eftir meltingarvegi. Tilgangslaust er að gefa uppsölulyf og jafnvel óæskilegt, vegna hugs- anlegrar hættu á pví, að aðskotahluturinn hafni í öndunarvegi í staðinn. Hins vegar gæti hjálpað að gefa lyf sem drægju úr áhrifum magasýru og flýttu fyrir magatæmingu. 3. Eftir að rafhlaðan er komin niður úr maga, má gefa laxerolíu til að hraða ferð gegnum parma. Meta parf í hverju tilviki, hvort óhætt sé að senda barn heim, en hins vegar parf að fylgjast vel með hugsanlegum fylgikvillum. Athuga parf allar hægðir. Ef rafhlaðan hefur ekki skilað sér eftir viku, er ástæða til að taka röntgenmynd til að athuga, hvort rafhlaðan sé enn í meltingarvegi. Ef hún er komin niður í ristil, er vænlegasta leiðin til að ná henni út að gefa stólpípu (2, 3, 4). NIÐURSTAÐA Þótt tiltölulega lítil hætta sé á fylgikvillum eftir að innbyrða litlar hnapparafhlöður, svo fram- arlega sem þær komast niður í maga, geta slíkir fylgikvillar orðið mjög alvarlegir og fyllsta ástæða er til að fylgjast vel með pessum börnum. Gildir í þessu sem öðru, að betra er að byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í. Sumum tölvuspilum fylgir innsigli sem festa skal yfir rafhlöðulokið, svo að torveldara reynist að ná rafhlöðunum úr, en slíkar var- úðarráðstafanir virðast of oft sniðgengnar. Aldrei skyldi leyfa börnum að leika sér með litl- ar hnapparafhlöður og ættu pær aldrei að liggja á glámbekk. Brýna parf fyrir almenningi, að hér er hættuvaldur á ferð. SUMMARY Potential hazards of alkaline disc battery ingestions are discussed and emphasized. Two cases are presented. A boy aged 15 months, had a successful endoscopic removal of a button battery from the stomach 4 hours after ingestion. A girl of 12 months with 2 batteries lodged in the stomach was treated expectantly with recovery of batteries per rectum 20 hours after ingestion. No complications were encountered. A treatment protocol is suggested. HEIMILDIR 1) Campbell JB, Foley LC. A Safe Alternative to Endoscopic Removal of Blunt Esophageal Fore- ign Bodies. Arch Otolar 1983; 109: 323-5. 2) Easom JM. Ped Alert 1983; 8: 54. 3) Kulig K, Rumack BH, Duffy JP. Disc Battery Ingestion. Elevated Urine Mercury Levels and Enema Removal of Battery Fragments. JAMA 1983; 249; 2502-4. 4) Litovitz TL. Button Battery Ingestions. A Review of 56 Cases. JAMA 1983; 249; 2495-500. 5) Temple DM, McNeese MC. Hazards of Battery Ingestion. Peds. 1983; 71: 100-3. 6) Votteler TP, Nash JC, Rutledge JC. The Hazard of Ingested Alkaline Disc Batteries in Children. JAMA 1983;249:2504-6.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.