Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 17
LÆKNABLADID 61 Tafla IX. Medferd 380 brota á kjálka. »Opin Festing og með »Lokuð« »Opin« lokuð« gervi- Engin tenging tenging tenging góm aðgerð Proc. condylaris 97 — — 3 24 Proc. coronoideus 3 — — — 3 Ramus ............ 8 — — I 4 Angulus....... 38 14 15 3 7 Corpus........... 42 26 24 7 8 Symphysis .... 33 5 6 1 2 Proc. alveolaris ... 6 — — — — Samtals ...... 227 45 45 15 48 Hundradshlutar 60 % 12 % 12 % 4 % 12 % brotum á kjálkaliðssvæðinu. Ein hæsta tíðni brota á condylus mandibulae sem um getur er frá Nijmegen í Hollandi, 47 %, og er skýringin sögð tengjast miklum fjölda slysa á fólki, sem ekur mótorhjólum (9). Hins vegar valda slags- mál fleiri brotum á angulus og corpus mandi- bulae. Slík brot eru og algengari hér á landi en meðal pjóða, par sem umferð er meiri. Enn- fremur hefur pað sín áhrif, að hér á landi eru tannlausir allstór hluti slasaðra, eða 19%, en til dæmis 10% í Finnlandi (3). Hjá tannlausu fólki brotna corpus-svæðin frekar vegna bein- rýrnunar en önnur svæði kjálkans. Enda er tíðni brota á corpus mandibulae meiri hér en sést annars staðar ef gerður er samanburður við rannsóknir Lambergs (3), Rowe og Killey (5) og van Hoof og fleiri (9) og borið saman allt svæðið frá miðlínu til fremri marka angu- lus. Tíðni brota á processus condylaris er lang- mest hjá ungu fólki og fer minnkandi með aldrinum, og eftir prítugsaldur eru brot á corpus tíðari. Fall hjá yngstu hópunum veldur umtalsverðum fjölda brota á processus condy- laris, síðan barsmíðar frá 16 ára aldri til 25 ára aldurs. Eftir pað eru brot á corpus og angulus hlutfallslega tíðari eftir slagsmál. Auk pess hefur komið í ljós í yfirstandandi rannsókn, að kinnbeins- og nefbrotum fjölgar mjög af völdum slagsmála hjá fólki, sem komið er yfir tvítugsaldur. Brot á svæði symphysis mandibulae voru hlutfallslega færri en í öðrum könnunum af peirri ástæðu, að fjöldi tannlausra, sem brotn- aði á kjálka, var verulegur. Symphysis mandi- bulae er pað svæði kjálkans, sem í tannlausu ástandi veitir höggum hvað mesta mótstöðu. Undanfarna áratugi hafa algengustu sam- setningar brota beggja vegna á kjálka verið angulus/corpus (13), angulus/condylus á (14) og symphysis/báðir condylar (5). Hér á landi er dreifing á samtíma brotum svipuð og í Finnlandi (3), p.e. corpus/condylus og condy- lus/condylus. Af öllum sjúklingunum voru 52 % marg- brotnir á neðri kjálka. Þessi hundraðstala er sú sama og gefin er upp frá Massachussets General Hospital í Boston eftir skoðun á 327 kjálkabrotum (15), en hins vegar lægri en hlutfallstala margbrotinna í Finnlandi (3). Með tilliti til pess, að hér á landi verða einungis 23 % kjálkabrota eftir umferðarslys, verður að skoða pessa tölu háa. Mölbrot voru hins vegar sjaldgæf, 2 %, og urðu öll eftir umferðarslys. Brot á svæði angulus mandibulae voru helmingi tíðari í einbrotnum kjálkum en marg- brotnum. Að svipaðri niðurstöðu komast Lam- berg (3) og Rowe og Killey (5). Brot á ramus og symphysis voru hins vegar miklu tíðari í margbrotnum kjálkum, sem styður pá kenn- ingu, að pví framar sem högg kemur á kjálka, og veldur broti par, pví meiri líkindi eru til pess, að óbeint brot finnist á aftari svæðum. Brot á processus coronoideus sáust aldrei ein og sér. í öllum tilfellum var um að ræða brot á einhverju öðru svæði kjálkans eða kinnbeinsbrot. Þessar niðurstöður eru sam- hljóða öðrum pess efnis, að næsta útilokað sé að sjá einstök brot á processus coronoideus, og að alltaf purfi mjög pung högg til pess að brjóta svæðið vegna staðsetningar, styrkleika og vöðvafestinga (16). Niðurstöðum um ástand brota og meðferð svipar að flestu leyti til annarra sambærilegra rannsókna. Hér eins og annars staðar mátti sjá ákveðna tilhneigingu til pess að brot væru meðhöndluð á ákveðinn hátt eftir pví hver verkið vann. Að samanlögðu var í 24 % tilfella gert að brotum með opinni skurðaðgerð, og í helmingi peirra tilfella var einnig notast við samtengingu kjálkanna beggja. í fræðiritum er algengast að sjá hlutfallstölur kringum 8-10 % yfir fjölda opinna skurðaðgerða til meðhöndl- unar á brotum kjálkans, en pó allt upp í 38 % (4). Meira en helmingur brota á corpus og angulus svæðum var meðhöndlaður með op- inni aðgerð og er ástæðu pess að leita til peirr- ar staðreyndar, hve stór hluti sjúklinga okkar var tannlaus. Ekkert brot á processus condyla-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.