Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 36
72 LÆKNABLADID UMRÆÐA Upptaka hjartavöðvafruma á pýrófosfati er háð eftirtöldum páttum (2, 4): 1. Brádu drepi frumna. 2. Tímasetningu rannsóknar eftir upp- haf einkenna og verður rannsóknin fyrst jákvæð 16 klukkustundum eftir upphaf ein- kenna og getur verið jákvæð í eina til tvær vikur og jafnvel lengur. Mest er upptaka á geislavirku efni 48-72 klukkustundum eftir upphaf einkenna. 3. Blódflæði, sem má ekki vera pað lítið, að geislavirkt efni berist ekki á drepsvæðið og næst hæst geislapéttni, ef blóðflæði hefur minnkað um 20-40 %. 4. Kalsí- umjónapéttni í vöðvafrumum, en teknetíum pýrófosfat tengist kalsíumjónum í sködduðum hjartavöðvafrumum. Þá er rétt að hafa í huga, að hér er um tvívíddarrannsókn að ræða. Mikilvægt er að taka tillit til framanskráðra pátta þegar möguleikar og gildi þessarar rannsóknaraðferðar eru metin. Við mat á stærð hjartadreps er oftast stuðst við CK eða CK-MB hvatagildi, annað hvort summu þeirra, eða hágildi (5). Okkur tókst ekki að sýna fram á samhengi milli umreikn- aðra hvatagilda eftir okkar aðferð og stærðar eins og þau voru metin á hjartaskönnum. Niðurstöður erlendis sýna, að nokkurt sam- ræmi hefur fundist milli magns hvatagilda og hjartadreps, ef um drep á framvegg er að ræða, en léleg fylgni er milli þessara tveggja rannsókna ef um drep á undirvegg er að ræða (6, 7). Þarf þetta ekki að koma á óvart, þar sem um tvívíddartækni er að ræða og líklegt, að undirveggsdrep komi fram sem aukin þéttni, en séu vanmetin sem stærðarflötur. Stærðar- mat með hvatagildum hefur einnig sínar tak- markanir, einkum ef um stórt drepsvæði er að ræða, þar sem blóðflæði truflast þá mjög miðsvæðis á drepsvæðinu, þannig að hvatar frá dauðum hjartavöðvafrumum skolast ekki út í blóðrásina á sama hátt og á svæðum, sem betur varðveita blóðflæði sitt. Þannig eru það iðulega stærstu hjartadrepin, sem eru van- metin að stærð með hvatagildum. Gildi hjarta- skanna við mat á stærð hjartadreps er mest á framvegg eins og að framan greinir, og hafa stærstu drepin sérkennandi mynd, sem nefnd hefur verið kleinuhringur. Sýnir sú mynd þétta geislarönd í kringum tiltölulega geislasnautt svæði. Hvatagildi hafa reynst óeðlilega lág miðað við útbreiðslu drepsvæðisins á hjarta- skanni í þessum tilvikum (4). Þá hefur verið sýnt fram á, að þeir sjúklingar, sem hafa kleinu- hringsmynd á hjartaskanni, hafa mjög auknar líkur á því að fá hjartabilun í legunni og verri langtímahorfur, en þeir sjúklingar, sem hafa jafnari, geislaþéttni við framveggshjarta- drep (8, 9). Holman (2) hefur birt heildarniðurstöðu 24 rannsókna, sem tóku til 1143 sjúklinga og reyndist heildarnæmi 89 %, sem er nokkru betra en okkar niðurstaða (76 %). Af falsk- neikvæðum heilþykktardrepum okkar voru átta á undirvegg, en einungis tvö á framvegg. Sex af þessum tíu skönnum voru framkvæmd innan fimm daga frá upphafi einkenna og hefðu því átt að greinast, ef marka má niðurstöður erlendis. Það er því líklegt, að bæta megi árangurinn með aukinni þjálfun. Holman hefur einnig tekið saman 19 rann- sóknir með tilliti til sérhæfni hjartaskanna (2) og tóku þær til 1482 sjúklinga. Reyndist sérhæfni 86 %, en 84 % í okkar hópi. Augljós- lega skiptir miklu, hvaða hópur er skoðaður. Rannsókn nokkur (10) sýndi, að 41 % af 374 sjúklingum með hvikula hjartaöng höfðu falsk- jákvætt skann samkvæmt skilmerkjum, sem eru sambærileg við okkar. Stungið hefur verið upp á, að hvikul hjartaöng hafi í för með sér drep á einstökum hjartavöðvafrumum í sum- um tilvikum og skönnin geti í raun verið sannjákvæð. Þessu til stuðnings má benda á,að sjúklingar með hjartaöng, sem hafa falskjá- kvæð skönn samkvæmt skilmerkjum fyrir hjartadrep, hafa verri horfur en þeir, sem hafa neikvæð skönn (11). Sýnt hefur verið fram á, að dreifð geislaþéttni á hjartaskanni er ósértæk svo sem við má búast (12). Rannsókn þessi sýndi, að 19% af hálfþykktardrepum höfðu þannig mynd, en 10% sjúklinga með hvikula hjarta- öng, og 14 % sjúklinga án hjartasjúkdóms, sem fóru í beinaskönn, sýndu einnig dreifða geislaþéttni yfir hjartasvæðinu. Þannig hjálpa hjartaskönn einna minnst við greiningu á hjartadrepi, þar sem mest hefði verið þörfin fyrir greiningartækni. Geislaþéttni á bletti er mun sértækari en dreifð geislaþéttni yfir hjarta. Ef kröfur til jákvæðra hjartaskanna eru hertar og skönn einungis metin jákvæð, ef geislaþéttni er á bletti, en ekki dreifð og miðað við, að geislaþéttni sé +3 eða +4 eru hjartaskönn mjög sértæk (97 %), en næmi rannsóknarinnar aftur á móti mun lakara. í þeim tilvikum er greiningin venjulega augljós af öðrum rannsóknum og gildi niðurstöðunnar því minna en ella. Meginniðurstöður okkar má draga saman á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.