Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 46
78 LÆKNABLADID 70, 78-80, 1984 Ólafur Þ. lónsson DEYFING Á GANGLION COELIACUM MEÐ ALKÓHÓLI Sársauki er eitt algengasta og ópægilegasta einkenni sjúkdóma, og þrátt fyrir miklar fram- farir í læknisfræði hefur reynst erfitt að leysa öll sársaukavandamál. Talsvert hefur pó pok- ast í áttina á seinustu árum vegna vaxandi áhuga á sársaukameðferð og aukinna rann- sókna. Hjá meiri hlutapeirra sjúklinga, sem pjást vegna sársauka liggur Ijóst fyrir, hver orsökin er, og viðeigandi meðferð er hafin, svo sem lyfjameðferð, skurðaðgerðir, deyfingar eða annað. Hjá nokkrum hluta sjúklinganna er orsökin hins vegar óljós eða erfiðlega gengur að lækna sársaukann með peim aðferðum, sem nú eru pekktar. Peir sjúklingar, sem hafa illkynja sjúkdóma eru mjög oft sárpjáðir vegna verkja, og oft reynist erfitt að lina pjáningarnar. Hér á eftir verður greint frá meðferð, sem gefið hefur góða raun hjá sjúklingum, sem hafa mikinn sársauka vegna illkynja sjúkdóma í kviðarholi, einkum í bris- kirtli, en pað er deyfing á ganglion coeliacum með alkóhóli. Greint verður frá líffræðilegum og tæknilegum atriðum og sagt frá reynslu höfundar við meðferð tíu sjúklinga. Þessi meðferð er ekki ný, en mun hins vegar lítt hafa verið notuð hér á landi svo kunnugt sé, og er pessi grein rituð til pess að vekja athygli á pessari deyfingu, sem eflaust mætti nota meira er verið hefur. Líffærafrædi. Stærsti hluti sympatiska tauga- kerfisins er taugaflækja sem liggur framan á og til hliðar við aorta abdominalis. Efsti og péttasti hluti flækjunnar er plexus coeliacum og er par sem arteria coeliaca kemur úr aorta. Inni í plexusnum liggja ganglia coeliaca, hægra og vinstra megin, og getur lega peirra verið talsvert mismunandi miðað við ákveðinn hryggjarlið. í líffærafræði Grays eru pessi taugahnoð talin vera á móts við efri hluta Svæfinga- og gjörgæsludeild Borgarspítalans. Barst 05/08/- 1983. Samþykkt 19/08/1983 og send í prentsmiðju. fyrsta mjaðmarliðs (1). Ward (2) kannaði legu hnoðanna í 20 líkum. Hnoðin voru frá 0,5 til 4,5 cm í pvermál, og fjöldi peirra var milli 1 og 5 hvoru megin, og lega peirra var frá miðjum öðrum mjaðmarlið að liðpófanum milli hryggj- arliða T:XII og L:I. Pegar staðsetning var borin saman við arteria coeliaca, voru hnoðin vinstra megin í öllum líkunum neðan við byrjunina á arteria coeliaca, og hægra megin voru pau langflest sömuleiðis neðan við byrjun æðarinnar. Ganglia coeliaca tengjast miðtaugakerfinu með preganglioniskum sympatiskum taugum frá T:5 til T:10 um n. splanchnicus majus og minus báðum megin og hnoðin eru einkum mynduð úr postganglioniskum sympatiskum taugafrumum, sem tengjast maganum, lifrinni, gallblöðrunni, briskirtlinum, nýrnahettum og nýrum. Taugarnar fylgja aðallega æðum til pessara líffæra. Einnig fara greinar frá n. vagus um hnoðin. Hnoðin liggja aftan við peritone- um, magann, bursa omentalis, framan við crura diaphragma og aorta abdominalis og milli glandula suprarenalis. EFNIVIÐUR Um var að ræða tíu sjúklinga, sex karla og fjórar konur á aldrinum 47 til 79 ára. Átta höfðu krabbamein í briskirtli, en tveir höfðu krabbamein í maga, sem vaxið hafði inn í bris- kirtilinn. Flestir sjúklinganna reyndust hafa meinvörp í aðliggjandi vefjum, lifur og jafnvel í lungum. Hjá öllum greindist sjúkdómurinn við könnunarkviðristu. Allir voru mikið pjáðir af verkjum, einkum í epigastrium og í miðju baki. Áberandi einkenni voru einnig ógleði, megrun, lystarleysi, slappleiki, slen og pemba. Allir höfðu purft mikið af verkjalyfjum. AÐFERÐ Við deyfingarnar var stuðst við aðferð pá, sem lýst er af Moore (3). Alltaf var pó staðsetning nála sönnuð með röntgenmyndatöku í tveim-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.