Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 40
74 LÆKNABLAÐIÐ 70, 74-77, 1984 Þorsteinn Blöndal'), Sigurður Árnason2) UM TÓBAKSREYKINGAR INNGANGUR Tóbaksreykingar hafa heilsuspillandi áhrif og snerta pannig hvert mannsbarn í landinu beint eða óbeint. Þess vegna auka nú heilbrigðis- yfirvöld víðast hvar í heiminum jafnt og pétt aðgerðir, sem hamla gegn tóbaksneyslu. Tíðni Tóbaksreykingar urðu fyrst útbreiddar á ís- landi um og eftir seinni stríðsárin. Frá 1960- 1980 virðist reykt magn vindla og píputóbaks á hvert nef í landinu hafa verið tiltölulega svipað, en á sama tíma jukust sígarettureyk- ingar (1). Sé litið lengra aftur í tímann á sölutölur sígarettna (tafla I) kemur í ljós að aukningin hefur orðið í áföngum og var mest tnilli 1913 og 1917; 1923-1927; 1938-1943 og 1943-1948. Eftir pað jókst salan á hvern íbúa 15 ára og eldri hægar en áður, en var samkvæmt söluskýrslum Á.T.V.R. 2590 síga- rettur að meðaltali árin 1981-1982. Þverskurðarathugun Hjartaverndar árin 1968 og 1973 sýndi að reykingartíðnin hjá báðum kynjum var mest í aldurshópnum milli 20-30 ára, en tíðnitölurnar lækkuðu síðan með hækkandi aldri (3-4). Meðal kvennanna var tíðnin 47 % við 34 ára aldur og 37 % við 61 árs aldur. Hjá körlum var tíðnin 71 % við 34 ára aldur og 46 % við 61 árs aldur. Langskurð- arathugun úr sama úrtaki karla árin 1968 og 1976 sýndi, að reykingatíðnin hafði á pessum 8 árum minnkað úr 59 % í 51 % (5). Þetta stingur í stúf við sölutölur sígarettna á sama tímabili en stafar að einhverju leyti af sí- auknum reykingum kvenna sem af einhverjum ástæðum reykja næstum eingöngu sígarettur. Á tímabilinu 1968-1976 jókst pekking almenn- ings á skaðsemi tóbaksreykinga og karlarnir hættu e.t.v. tóbaksreykingum af beig við sjúk- dóma sem pær valda. Pátttakan í hóprann- sókninni gæti einnig haft svipuð áhrif. ') Lungna- og berklavarnadeild, Heilsuverndarstöð- Reykjavíkur og Iyflækningadeild Landspítalans. 2) Krabba- meinslækningadeild Landspítalans. Barst 15/0931983 sampykkt og sent í prentsmiðju 28/09/1983. Sjúkdómar af völdum reykinga Tóbaksreykingar geta, pegar til lengdar lætur valdið m.a. hjarta- og æðasjúkdómum, Iang- vinnri berkjubólgu með lungnateppu og lungnakrabbameini. Mismunandi athuganir sýndu, að dánartíðni reykjandi karlmanna var 1,25- 1,83 sinnum hærri en peirra sem ekki Tafla I. Sígarettusala á fslandi 191-1980. 1912-1915 um 50/íbúa/ár 1916-1920 um 180/íbúa/ár 1921 -1925 um 200/íbúa/ár 1926-1930 um 500/!búa/ár 1931-1935 um 530/íbúa/ár 1936-1940 um 410/íbúa/ár 1941-1945 848/íbúa/ár 1946-1950 1450/ibúa/ár 1951-1955 1380/íbúa/ár 1956-1960 1661/íbúa/ár 1961-1965 1860/íbúa/ár 1966-1970 1880/íbúa/ár 1971-1975 2074/íbúa/ár 1976-1980 2222/íbúa/ár Árleg meðalsala 5 ára tímabila á hvern íbúa 15 ára og eldri. Byggt á söluskýrslum Á.T.V.R. fyrir tímabilið 1941-1980 og á verslunarskýrslum fyrir 1912-1940. Rate per 100,000 Mynd 1. Órofnar línur sýna dánartídnina af völdum lungnakrabbameins hjá 5 hópum karla, par sem hver hópur hefur svipadan fædingartíma. Rofnar línur sýna dánartíðnina í 4 hópum karla, par sem hver hópur hefur svipadan dánartíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.