Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 15
LÆKNABLADIÐ 59 Mynd 4. Tídni 115 einbrota og 123 margbrota eftir svædum kjálkans. verið greint frá. Hvorki meira né minna en 46 % kvenna sem kjálkabrotna voru fórnar- lömb barsmíða. Hlutdeild slagsmála er áberandi mikil hér á landi, eins og reyndar einnig hefur komið í ljós í Finnlandi (3). Liðlega 45 % sjúklinga eru brotnir á kjálka af pessum sökum í hvoru landi fyrir sig, og eru þessar tölur langt yfir þeim hlutfallstölum, 8 % til 33 °/o, sem fundnar hafa verið í rannsóknum hjá öðrum Evrópupjóðum (5, 6, 7, 8, 9). Ljóst er, að víða um lönd er stór hluti sjúklinga, sem slasast af völdum slagsmála, meðhöndlaður á slysavarðstofum og stofum lækna án innlagnar á sjúkrahús, par sem viðkomandi slys pykja ekki pað alvarleg, að innlagnar sé pörf og að oftar sé um að ræða einbrot, en margbrot af þessum sökum (7, 8). Hér á landi er staðan önnur. Til marks um alvarleika slagsmála og barsmíða pá brotna 108 sjúklingar af peim sökum, og par af eru 56 % margbrotnir. Til samanburðar hljóta 55 % sjúklinga margbrot eftir umferðarslys. Hingað til hefur pví verið haldið fram, að páttur líkamsárása væri alla tíð mestur í stórborgum, sem sannarlega á ekki við um ísland. Samkvæmt niðurstöðum Schuchardts og fleiri (8) eru einbrot á kjálka tíðari í löndum og á landssvæðum þar sem slagsmál eru stór páttur orsaka. Margbrotum fjölgi hins vegar með aukinni tíðni umferðarslysa. Hér á landi gegnir öðru máli, par sem jafn mikil líkindi virðast vera til pess, að sjúklingur tvíbrotni eftir barsmíðar og eftir umferðarslys. Að vísu þríbrotna 15 % þeirra, sem verða fyrir umferð- arslysum en tæplega 3 % príbrotna eftir slags- mál. Á hinn bóginn má á pað benda, að í yfir 90 % tilfella, þar sem um andlitsbeinbrot var að ræða vegna barsmíða, var áfengi með í spilinu. Andlitsbeinbrot almennt hafa aukist marktækt hér á landi vegna árása og slags- mála frá árinu 1974 (1, 2). Þegar skipting í fimm ára aldurshópa er skoðuð, sést að fólk frá sextán ára til tvítugs er tíðast slasað. í samanburði við aðrar rann- sóknir er ljóst, að tíðni er hærri í þessum aldurshópi hér á landi en hjá öðrum pjóðum, par sem tíðni kjálkabrota er ýmist mest á aldrinum 20-25 ára eða 26-30 ára (3, 4, 7, 8, 9, 10, 11). Svo virðist, sem hin háa tíðni hjá ungu fólki hér á landi á aldrinum 16-20 ára, sé sú hæsta, sem um getur. Slagsmál valda jafn- mörgum slysum hjá fólki 16-20 ára og 21-26- ára, en umferðarslys eru mun tíðari hjá yngri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.