Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1984, Side 15

Læknablaðið - 15.02.1984, Side 15
LÆKNABLADIÐ 59 Mynd 4. Tídni 115 einbrota og 123 margbrota eftir svædum kjálkans. verið greint frá. Hvorki meira né minna en 46 % kvenna sem kjálkabrotna voru fórnar- lömb barsmíða. Hlutdeild slagsmála er áberandi mikil hér á landi, eins og reyndar einnig hefur komið í ljós í Finnlandi (3). Liðlega 45 % sjúklinga eru brotnir á kjálka af pessum sökum í hvoru landi fyrir sig, og eru þessar tölur langt yfir þeim hlutfallstölum, 8 % til 33 °/o, sem fundnar hafa verið í rannsóknum hjá öðrum Evrópupjóðum (5, 6, 7, 8, 9). Ljóst er, að víða um lönd er stór hluti sjúklinga, sem slasast af völdum slagsmála, meðhöndlaður á slysavarðstofum og stofum lækna án innlagnar á sjúkrahús, par sem viðkomandi slys pykja ekki pað alvarleg, að innlagnar sé pörf og að oftar sé um að ræða einbrot, en margbrot af þessum sökum (7, 8). Hér á landi er staðan önnur. Til marks um alvarleika slagsmála og barsmíða pá brotna 108 sjúklingar af peim sökum, og par af eru 56 % margbrotnir. Til samanburðar hljóta 55 % sjúklinga margbrot eftir umferðarslys. Hingað til hefur pví verið haldið fram, að páttur líkamsárása væri alla tíð mestur í stórborgum, sem sannarlega á ekki við um ísland. Samkvæmt niðurstöðum Schuchardts og fleiri (8) eru einbrot á kjálka tíðari í löndum og á landssvæðum þar sem slagsmál eru stór páttur orsaka. Margbrotum fjölgi hins vegar með aukinni tíðni umferðarslysa. Hér á landi gegnir öðru máli, par sem jafn mikil líkindi virðast vera til pess, að sjúklingur tvíbrotni eftir barsmíðar og eftir umferðarslys. Að vísu þríbrotna 15 % þeirra, sem verða fyrir umferð- arslysum en tæplega 3 % príbrotna eftir slags- mál. Á hinn bóginn má á pað benda, að í yfir 90 % tilfella, þar sem um andlitsbeinbrot var að ræða vegna barsmíða, var áfengi með í spilinu. Andlitsbeinbrot almennt hafa aukist marktækt hér á landi vegna árása og slags- mála frá árinu 1974 (1, 2). Þegar skipting í fimm ára aldurshópa er skoðuð, sést að fólk frá sextán ára til tvítugs er tíðast slasað. í samanburði við aðrar rann- sóknir er ljóst, að tíðni er hærri í þessum aldurshópi hér á landi en hjá öðrum pjóðum, par sem tíðni kjálkabrota er ýmist mest á aldrinum 20-25 ára eða 26-30 ára (3, 4, 7, 8, 9, 10, 11). Svo virðist, sem hin háa tíðni hjá ungu fólki hér á landi á aldrinum 16-20 ára, sé sú hæsta, sem um getur. Slagsmál valda jafn- mörgum slysum hjá fólki 16-20 ára og 21-26- ára, en umferðarslys eru mun tíðari hjá yngri

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.