Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 70,63-67,1984 63 Geir Gunnlaugsson FRÁ STARFIHEILSUGÆSLULÆKNIS í BISSAU INNGANGUR Aö beiðni ritstjóra Læknablaðsins hef ég tekið saman nokkra þætti um starf mitt sem heilsu- gæslulæknir barna í Bissau, Guinea-Bissau, Vestur-Afríku. Mun ég gera stuttlega grein fyrir skipulagi heilsugæslunnar og starfsfólki hennar. Síðan einbeiti ég mér að mæðra- og barnaverndinni og fjalla nokkuð um helstu vandamálin í daglegu starfi. Eru pau um margt lík pví sem reyna má í öðrum próunarlöndum. HEILSUGÆSLUSTÖÐVAR í BISSAU Heilsugæslustöðvarnar í Bissau eru sjö talsins. Pær eru yfirleitt í gömlum íbúðarhúsum, en tvær peirra voru reyndar byggðar á tímum portúgalskrar nýlendustjórnar. Heilsugæslustöðvarnar eru af lágum gæða- flokki. Aðeins 3 peirra hafa rennandi vatn. Vatnið er pví borið í fötum inn á stöðvarnar úr nærliggjandi brunnum, sem nær undantekp- ingarlaust hafa sýkt vatn. Rafmagn á heilsugæslustöðvunum er stop- ult og birtan til vinnu er oft léleg. Að tala um loftkælingu væri brandari. Útbúnaður stöðvanna er bágborinn, og sem dæmi má nefna að flestar stöðvanna hafa ekki nema 2-4 sprautur til innstungu en fjölda nála. Því er eingöngu skipt um nál er nýr sjúklingur fær stungu. Kemur sér pví vel að ekki er um auðugan garð að gresja par sem stungulyfin eru. Pað er í pessu umhverfi sem mér er síðan holað niður, t.d. í anddyrinu eða skiptistofunni, við misjafnlega stór skrifborð með prjá stóla: einn fyrir mig, annan fyrir móðurina með barn sitt og sá priðji er fyrir hjúkrunarfræðinginn. Hjálpar hann við dreifingu lyfja og túlkar jafnframt er ég kemst í vandræði með tungu- málið. Langmestur hluti peirra sem sækja pjónustu til heilsugæslustöðvanna eru konur og börn eða um 80 % allra. Er pað eðlilega bein afleiðing af hárri fæðingartölu (4-5 %) og pví geysilegum fjölda barna. Var mæðra- og barnaverndarstarfi (mother-and-child health) komið á í Bissau með hjálp Alpjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar (WHO). Er starfið nú undir stjórn barnalæknis frá Angóla. Er heilsu- gæslan ókeypis fyrir pungaðar konur og börn yngri en 8 ára. Gildir pað um alla pjónustu heilsugæslustöðvarinnar t.d. skoðun, rannsókn- ir, bólusetningar og lyf. Fyrir aðra kostar vitjun nálægt 8 íslenskum krónum. STARFSFÓLK HEILSUGÆSLUNNAR A heilsugæslustöðvunum starfa hjúkrunarfræð- ingar, sjúkraliðar, ljósmæður og ræstingafólk svo gripið sé til viðurkenndra, íslenskra starfs- heita. Hjúkrunarfræðingarnir hafa oft litla menntun að baki, að jafnaði 6 ára grunnnám og síðan 2-3 ára hjúkrunarnám. Peir taka yfirleitt á móti sjúklingum og hefja meðferð. Hér í Bissau koma síðan af og til læknar peim til hjálpar, m.a. kúbanskir læknar. Ég og vestur-pýskur læknir eru annars einu lækn- arnir sem fara reglulega í viku hverri á allar heilsugæslustöðvarnar. Vinn ég með börnin en hinn með konurnar. MÆÐRAVERND í grundvallaratriðum gengur mæðraverndin út á að veita konum hjálp á meðgöngutímanum og finna pær konur í tíma sem eiga á hættu erfiða fæðingu. Er takmarkið að konur komi a.m.k. tvisvar sinnum í mæðraskoðun á með- göngunni. Þá er séð til pess, að pær fái a.m.k. tvær stífkrampasprautur til að fyrirbyggja nýburakrampa. Ennfremur fá pær klórokín gegn malaríu í fyrirbyggjandi skömmtum. Er slíkt m.a. talið auka fæðingarpyngd barnanna (10- 15% barna<2500 g við fæðingu), og koma í veg fyrir fósturlát og fyrirburði. Iðulega fæða konurnar einar heima. Pví er mikilvægt að fræða pær um mikilvægi hrein- lætis í fæðingunni og kenna peim að ganga frá naflastrengnum. Einnig er reynt að ná til peirra kvenna sem af hefð hjálpa við fæðingar. Mæðraverndin pjónar einnig konum með margs konar vandamál, s.s. kynsjúkdóma og ófrjósemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.