Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 26
66 LÆKNABLADID sérhæfð í næringarvandamálum (nutritional rehabilitation) er til staðar. Tilraun með n.k. eldhús á heilsugæslustöðvunum, ætlað fyrir vannærð börn, hefur gengið illa. Þessi van- nærðu börn fá pví oftast heim til sín hveiti- soya- mjólkurduftið (CSM), sem dreift er af Sameinuðu pjóðunum. Einnig fær móðirin hrís- grjón, matarolíu og sykur. Par sem iðulega er skortur á pessum nauðsynjavörum brennur oft við að allir í fjölskyldunni, að afríkönskum sið, njóti þessarar fæðugjafar. Pví gagnast hjálpin stundum sáralítið peim sem hennar parfnast. Annað vandamál með svona fæðugjöf er, að löndin sem hennar njóta verða æ meir háð matarinnflutningi á sama tíma og hefðbundnar afurðir landsins eru hundsaðar. Pví er fæðu- hjálpin í núverandi mynd víða gagnrýnd. AÐRIR SJÚKDÓMAR Eyrnabólgur eru sjúkdómur sem flestum hér- lendum virðist vera hulin ráðgáta. Er nánast ætíð gripið of seint inn með sýklalyfjum, enda eyrnaskoðunartæki töfragripur í augum flestra. Pví gengur hér um ótrúlegur fjöldi barna með króniskan gröft í eyrunum, og fá þau litla hjálp á HNE-deild 3. ágúst sjúkrahúss- ins. Er ekki að undra að sumum liggur hátt rómur. Kíghóstinn er einn barnasjúkdómanna, sem mjög algengt er að sjá hjá börnum. Leikur pessi langdregni sjúkdómur (kínverjar kalla hann 100 daga hósta) börnin oft illa. Þau nærast illa meðan sjúkdómurinn herjar og er hættara við alls konar öðrum sjúkdómum. Afleiðingar mænuveiki eru áberandi á göt- um úti. Er lærdómsríkt að leita uppi í hverfum Bissau fötluð börn, flest vegna mænuveik- innar. Er peim vísað á hollenskan sjúkrapjálf- ara, sem útbýr ódýrar spelkur og hækjur og set- ur upp æfingarskema. Barnaveikin er enn einn barnasjúkdómurinn sem rekast má á í Bissau, en tilfellin virðast pó fá. Meltingarfærapöddur eru mjög algengar, enda börnin mikið berfætt og vatnssalerni aðeins að finna hjá peim efnameiri í samfélag- inu. RANNSÓKNIR Að rannsaka nánar ákveðinn sjúkdóm er oft erfiðleikum háð. Á sumum heilsugæslustöðv- anna eru litlar rannsóknarstofur. Þar er hægt að kanna hemóglóbín (Sahli aðferðin), hvít blóðkorn, sökk, pvag, saur og pykkdropa (malaría, filariasis). Gæðin eru yfirleitt lítil og stundum alls ekki að treysta niðurstöðunum. Ástandið á sjúkrahúsunum er lítið skárra og í sumum tilfellum verra pó úrval rannsókna sé nokkuð gott. Pað parf að panta tíma og niðurstöður koma oft eftir langa bið. Hér er það meinatæknirinn sem ákveður hvað er áríðandi (p.e. næsta dag) og hvað ekki. Annað vandamál er, að ekki er víst að móðirin sé ánægð með að gera einhverja blóðrannsókn. Því fer hún stundum ekki með barnið í blóðrannsóknina. Petta getur líka snúist við: Ef beðið er t.d. um saurathugun pá segja sögusagnir að hún fari stundum með saur af einhverjum öðrum fjölskyldumeðlim. Henni finnst svo leiðinlegt að koma með lítinn barnssaur, að ég tala nú ekki um ef barnið kúkar ekki á þeim tíma sem rannsóknarstofan tekur á móti saur til athugunar. Ef sjúkdómsgreiningin berklar kemur í hug- ann vandast málið. Þar sem hráki kemur ekki svo gjarnan frá börnum er bagalegt að maga- skolun barna í leit að berklabakteríunni skuli ekki framkvæmd. Röntgentæknin er léieg og tækin iðulega biluð. Einnig er oft rafmagns- laust eða skortur á framköllunarvökva. Man- toux-próf er ekki framkvæmt. Því er pessi annars hættulegi sjúkdómur sjaldan greindur hjá börnum og pá stundum af klínísku svari meðferðar. Að sjálfsögðu er slíkt ekki reynt úti á heilsugæslustöðvunum. LYF Það er mikil reynsla að láta ólæst og óskóla- gengið fólk fá lyf. Er nauðsynlegt að takmarka sem mest má vera alla lyfjagjöf (sígild regla!). Best er, ef mögulegt er, að komast af án lyfja (ekki vinsælt) eða með eitt lyf. Ef nauðsynlegt reynist að taka inn fleiri lyf er oft erfitt að útskýra hvaða lyf er hvað og hversu oft á að taka þau. Þarf ótrúlega polinmæði við að útskýra petta og engin trygging er fyrir pví að skilaboðin komist til skila. Þetta er nú reyndar vandamál heima, en par er pó skráð á lyfja- glösin hvernig taka eigi inn lyfin. í Guinea-Bissau er algengast mikill skortur á lyfjum. Er allur lyfjainnflutningur miðstýrð- ur. Lyfin eru síðan til sölu í ríkislyfjaverslun- unum eða lyfjaverslunum í einkaeign. Heilsu- gæslustöðvarnar fá einnig ákveðinn skammt af lyfjum á 3 mánaða fresti, 10 ampicillin saftflöskur, 500 co-trimoxazol töflur (hér kall- að Bactrim), 5 augnsmyrsl og svo mætti lengi telja. Er augljóst að slíkar birgðir endast ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.