Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1984, Qupperneq 40

Læknablaðið - 15.02.1984, Qupperneq 40
74 LÆKNABLAÐIÐ 70, 74-77, 1984 Þorsteinn Blöndal'), Sigurður Árnason2) UM TÓBAKSREYKINGAR INNGANGUR Tóbaksreykingar hafa heilsuspillandi áhrif og snerta pannig hvert mannsbarn í landinu beint eða óbeint. Þess vegna auka nú heilbrigðis- yfirvöld víðast hvar í heiminum jafnt og pétt aðgerðir, sem hamla gegn tóbaksneyslu. Tíðni Tóbaksreykingar urðu fyrst útbreiddar á ís- landi um og eftir seinni stríðsárin. Frá 1960- 1980 virðist reykt magn vindla og píputóbaks á hvert nef í landinu hafa verið tiltölulega svipað, en á sama tíma jukust sígarettureyk- ingar (1). Sé litið lengra aftur í tímann á sölutölur sígarettna (tafla I) kemur í ljós að aukningin hefur orðið í áföngum og var mest tnilli 1913 og 1917; 1923-1927; 1938-1943 og 1943-1948. Eftir pað jókst salan á hvern íbúa 15 ára og eldri hægar en áður, en var samkvæmt söluskýrslum Á.T.V.R. 2590 síga- rettur að meðaltali árin 1981-1982. Þverskurðarathugun Hjartaverndar árin 1968 og 1973 sýndi að reykingartíðnin hjá báðum kynjum var mest í aldurshópnum milli 20-30 ára, en tíðnitölurnar lækkuðu síðan með hækkandi aldri (3-4). Meðal kvennanna var tíðnin 47 % við 34 ára aldur og 37 % við 61 árs aldur. Hjá körlum var tíðnin 71 % við 34 ára aldur og 46 % við 61 árs aldur. Langskurð- arathugun úr sama úrtaki karla árin 1968 og 1976 sýndi, að reykingatíðnin hafði á pessum 8 árum minnkað úr 59 % í 51 % (5). Þetta stingur í stúf við sölutölur sígarettna á sama tímabili en stafar að einhverju leyti af sí- auknum reykingum kvenna sem af einhverjum ástæðum reykja næstum eingöngu sígarettur. Á tímabilinu 1968-1976 jókst pekking almenn- ings á skaðsemi tóbaksreykinga og karlarnir hættu e.t.v. tóbaksreykingum af beig við sjúk- dóma sem pær valda. Pátttakan í hóprann- sókninni gæti einnig haft svipuð áhrif. ') Lungna- og berklavarnadeild, Heilsuverndarstöð- Reykjavíkur og Iyflækningadeild Landspítalans. 2) Krabba- meinslækningadeild Landspítalans. Barst 15/0931983 sampykkt og sent í prentsmiðju 28/09/1983. Sjúkdómar af völdum reykinga Tóbaksreykingar geta, pegar til lengdar lætur valdið m.a. hjarta- og æðasjúkdómum, Iang- vinnri berkjubólgu með lungnateppu og lungnakrabbameini. Mismunandi athuganir sýndu, að dánartíðni reykjandi karlmanna var 1,25- 1,83 sinnum hærri en peirra sem ekki Tafla I. Sígarettusala á fslandi 191-1980. 1912-1915 um 50/íbúa/ár 1916-1920 um 180/íbúa/ár 1921 -1925 um 200/íbúa/ár 1926-1930 um 500/!búa/ár 1931-1935 um 530/íbúa/ár 1936-1940 um 410/íbúa/ár 1941-1945 848/íbúa/ár 1946-1950 1450/ibúa/ár 1951-1955 1380/íbúa/ár 1956-1960 1661/íbúa/ár 1961-1965 1860/íbúa/ár 1966-1970 1880/íbúa/ár 1971-1975 2074/íbúa/ár 1976-1980 2222/íbúa/ár Árleg meðalsala 5 ára tímabila á hvern íbúa 15 ára og eldri. Byggt á söluskýrslum Á.T.V.R. fyrir tímabilið 1941-1980 og á verslunarskýrslum fyrir 1912-1940. Rate per 100,000 Mynd 1. Órofnar línur sýna dánartídnina af völdum lungnakrabbameins hjá 5 hópum karla, par sem hver hópur hefur svipadan fædingartíma. Rofnar línur sýna dánartíðnina í 4 hópum karla, par sem hver hópur hefur svipadan dánartíma.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.