Læknablaðið - 15.02.1985, Page 13
LÆKNABLAÐIÐ 1985;71:9-15
9
Leifur Jónsson
FRÁ MOXÍBÚSTÍÓN TIL MÍKRÓKÍRÚRGÍU
Léttvísindaleg ferðasaga með sögulegu ívafi
AÐDRAGANDI
í lok menningarbyltingarinnar 1976 tók Kína
að opnast. Kínverjar sneru baki við Ráðstjórn-
arríkjunum og leituðu samstarfs við þjóðir
hins vestræna heims. Bandaríkjamenn þótt-
ust nú heldur betur hafa eignazt bandamann
gegn erkióvininum, auk þess sem þeir sáu í
Kína nær ótakmarkaðan markað fyrir of-
framleiðslu sína, svo og ódýrt vinnuafl.
Kínverjar leituðu samstarfs við vestrænar
þjóðir á breiðum grundvelli, en Bandaríkja-
mönnum tókst að miklu leyti að einoka þetta
samstarf fyrstu árin. Sameiginlegar ráðstefn-
ur um ólíklegustu efni voru haldnar með
þessum þjóðum og þegar nú leið að ráðstefnu
um lýtalækningar, þótti Kínverjum nóg
komið og kröfðust þess, að hún yrði ekki
aðeins kínverskbandarísk, heldur alþjóðleg.
Var ráðstefnan síðan auglýst sem »The Be-
ijing International Conference on Plastic
Surgery« og skyldi haldin í höfuðborg Kína,
Beijing, dagana 4.-9. júní 1984.
Ég frétti ekki af ráðstefnu þessari fyrr en
allur umsóknarfrestur var útrunninn og þá af
tilviljun, gegnum Árna kollega Björnsson,
sem ætlaði að sækja ráðstefnuna ásamt konu
sinni. Skrifaði ég nú af bjartsýni til Kína og
hlaut svar að vörmu spori. Var á svarinu að
skilja, að þeir hefðu beðið eftir bréfi mínu, og
var ég hjartanlega velkominn ásamt minni
frú. Skildi ég síðar, að Kínverjar lögðu mikla
áherzlu á, að fá sem flestar þjóðir til að mæta
og þar með undirstrika alþjóðlegt andrúms-
loft ráðstefnunnar og minnka þannig, ef
mögulegt væri, bandaríska svipinn. Varð og
sú raunin á, að 16 þjóðir mættu til leiks.
Formaður ráðstefnunnar var prófessor Ruy-
ao-Song, yfirlæknir við lýtalækninga-
sjúkrahúsið Ba-Da-Chu í Beijing, en vara-
formaður bandarískur læknir af kínverskum
ættum, dr. William W. Shaw.
Yfir undirbúningi ráðstefnunnar hvíldi
nokkur leynd, en víða kom fram, að Kínverj-
um hefði þótt Bandaríkjamenn all ráðríkir við
uppsetningu dagskrár. Til marks um það má
nefna, að fyrirlesarar, sem Kínverjar buðu til
ráðstefnunnar, m.a. frá Indlandi, komust
ekki á mælendaskrá. Kínverjar áttu undir
högg að sækja, því kostnaður var að einhverju
Ieyti greiddur af ýmsum bandarískum mennt-
unarsjóðum. Framkvæmd í Kína var að öðru
leyti í höndum The China Association for
Science and Technology (CAST).
Að lokinni Kínaför er mér fyrst ljóst, hve
litið við íslendingar í rauninni vitum um þetta
stóra Iand og þjóðirnar, sem það byggja. Saga
Kínverja undanfarna áratugi hefur heldur
ekki verið auðlærð. Það sem hvítt var í gær,
telst svart í dag og öfugt. Tel ég því nauðsyn-
Iegt að fara nokkrum orðum um fortíðina,
áður en nútíðin tekur við.
KÍNA FYRR Á TÍÐ
Saga Kínverjaer vel varðveitt rúmlega 4000 ár
aftur í tímann og nýlega hefur verið grafinn
upp 7000 ára gamall steinaldarbær í nágrenni
Xian. Saga þeirra einkennist ýmist af fylkis-
konungum, sem börðust við aðra álíka eða
byggðu himinháa varnargarða kringum fylki
sín. Árið 221 fyrir Kristsburð kom Haraldur
hárfagri þeirra Kinverja til sögunnar og
sameinaði flest fylkin og kallaði Miðríkið.
Miklir múrar eru byggðir við norðurjaðar
ríkisins og aðrir stubbar tengdir saman. Hver
keisaraættin tók nú við af annarri og mikil
mannvirki voru byggð, guðum og keisurum til
dýrðar, en einnig landinu til varnar gegn
villimannaþjóðflokkum að norðan og
illvígum ám, svo sem Gulafljótinu. Ekki má
heldur gleyma uppistöðulónum og áveitu-
skurðum, sem byggðir voru löngu fyrir
Kristsburð og Skurðurinn mikli frá Peking til
Hanchow er þeirra frægastur, enda 1700 km
langur, víðast skipgengur og að hluta notaður
enn í dag.
Öll þau mannvirki, sem þessi sístarfandi
þjóð hefur skapað um aldir, undir ógnar-