Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1985, Page 18

Læknablaðið - 15.02.1985, Page 18
12 LÆK.NABLAÐIÐ háhýsi, fer meginhluti hins daglega húshalds Kínverjans enn fram í forstofu eða úti á gangstétt og ægir þar saman þremur eða fjórum kynslóðum. Áfengi allra gerða, allt frá bjór og upp í Mau-Tai, sem er 60% að styrkleika, fékkst víða og var ódýrt. Þrátt fyrir þetta sá ég aldrei Kínverja undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa. Virtust þeir fá lífsfyllingu við uppbyggingu þjóðfélags síns og var hvergi slegið slöku við. Upp úr klukkan fimm á morgnana fór fólk að safnast í skrúðgarða, á íþróttavelli og breiðstræti og gera morgunæfingar sínar. Ekki var að sjá neinn stjórnanda, enda virtist hver maður hafa sínar æfingar, þótt margar væru þær keimlíkar. Unnir voru átta tímar á dag, sex daga vikunnar og var skipzt á hvíldardögum, þannig að þjóðfélagið var í gangi alla daga vikunnar. Sjónvarp var víða, en ekki til afþreyingar, nema að litlu leyti. Mest bar á kennslu í tungumálum, eðlisfræði, stærðfræði og efnafræði ásamt fræðsluþáttum. Afþreyingarefni var innlends eðlis, gjarnan frá Pekingóperunni eða álíka. Spyrja má, hvort þetta séu þá ekki þrátt fyrir allt bölvaðir kommúnistar og búi í lögregluríki. Ekkert bendir til þessa. Lög- regluþjónar eru hvítklæddir, óvopnaðir, og sá ég þá engum öðrum störfum gegna en stjórna umferð. Hermenn sá ég enga, nema smá hópa unglinga, jafnt kvenna sem karla, í einkennis- búningi hersins, að skoða sögufræga staði og voru allir óvopnaðir, síður en svo herskáir að sjá. Maó-búningarnir víðfrægu, sem voru allsráðandi um og eftir menningarbyltinguna, sjást nú vart. Fólk klæðist litríkum, vestur- lenzkum klæðum og hefur augsýnilega gaman af. Engar hömlur voru lagðar á ferðir okkar og fólk gaf sig á tal við okkur, hver sem betur gat. Hef ég ekki í öðru landi ferðast eins öruggur um mig og mitt, að íslandi meðtöldu. CAST, sem áður var nefnt, er valdamikið fyrirtæki, umvafið nokkurri dulúð. Grunur minn er sá, að þarna sé á ferðinni það lið, sem á dögum menningarbyltingarinnar var úti í kuldanum. CAST sá af hálfu Kínverja um skipulagningu ráðstefnunnar, svo og um ferðina eftir á. RÁÐSTEFNAN Ráðstefnan stóð í Fragrant Hill, en hótel þetta stendur á samnefndum hæðum norðvestur af Beijing. Umhverfið er undurfagurt, skamt frá sumarhöll keisaranna og bjuggu ráðstefnu- gestir á hótelinu. Þessa fimm daga voru haldin nær 200 erindi, þar af voru Kínverjar með um þriðjung. Kenndi, sem vænta mátti, margra grasa, en nýjungar voru einkum á sviði míkrókírúrgíu. Míkrókírúrgian hefur á síðustu 15 árum flætt yfir öll svið skurðlækn- inga og opnað áður óþekkta möguleika til skurðaðgerða, ekki sízt á sviði líffæraflutn- ings og ágræðslna. Fyrirlestrar skiptust í eftirtalda flokka: 1) Míkrókírúrgía. 2) Craniomaxillofacial kírúrgía. 3) Fegrunaraðgerðir. 4) Bruna- aðgerðir. 5) Handa- og fótaaðgerðir. 6) Meðferðir við meðfæddum vanskapnaði. 7) Endursköpun líffæra. 8) Líffæraflutningar. Erfitt reyndist að hlýða á alla þá fyrirlestra, er girnilegir þóttu, því að fjöldi þeirra fór fram samtímis og átti ég því bæði völina og kvölina. Greinilega kom fram, að læknar um heim allan eru sem óðast að kortleggja húð manns- ins upp á nýtt og á ég þar við, hvaðan hinir ýmsu hlutar húðarinnar fá blóðrás sína. Við rannsóknir þessar hafa komið fram mýmargir húðflipar, sem fá næringu sína aðallega frá undirliggjandi sinafelli, jafnvel vöðva. Flipar þessir gefa nær óendanlega möguleika til að þekja áður illþekjanlega galla og það í einni aðgerð, ekki sízt ef flipinn er notaður sem »free lap«, þ.e. tengdur míkrókírúrgískt við slagæð(ar), bláæð (ar) og jafnvel taug á móttökustað. Margir slíkir flipar voru kynnt- ir og hrósaði hver sínum flipa, sem vænta mátti. Vandi okkar hinna er nú einungis að velja þann, sem bezt á við hverju sinni. Hvað sem segja má um kinverska læknis- fræði almennt, er hitt ljóst, að þeir standa engum að baki í míkrókírúrgíu. Þessi sannindi hafa verið okkur Vesturlandabúum þekkt um margra ára skeið, og eru því merkari, að nú er vitað, að framan af höfðu þeir engar aðgerðasmásjár, aðeins stækkunargler með innbyggðu Ijósi, svo sem hannyrðakonur nota gjarnan hér vestra. Á ráðstefnunni voru hins vegar sýndar kínverskar aðgerðasmásjár, byggðar að vestrænni fyrirmynd, en margfalt ódýrari. Hverju má nú þakka þennan ágæta árangur Kínverja á sviði míkróaðgerða? Svörin eru sennilega ekki einhlít, en mér detta í hug nokkur trúleg. Þjóðin hefur um langan aldur verið kunn fyrir óvenju fínlega handavinnu,

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.