Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1985, Side 20

Læknablaðið - 15.02.1985, Side 20
14 LÆKNABLADID arþjóðar og gengu margir úr, einnig Banda- ríkjamenn. Kínverjar settu upp steinandlit. Allir skildu þó sáttir að kalla og héldu sumir beint heim, en aðrir tókust ferðir á hendur til að skoða spítala og sækja heim merka staði. FERÐAST UM KÍNA Að rástefnu lokinni lentum við fjórir íslend- ingar í ágætis 18 manna hópi, er hélt flugleiðis til Nanjing og síðan Xian. Þaðan var farið með járnbraut til Cheng-Du og síðan með flugvél til Guanzhou. Þaðan var loks farið með lest til Hong Kong, alls um 4200 km. Borgir þessar hafa allar nokkuð til síns ágætis. Beijing (Norðurborg), Nanjing (Suðurborg) og Xian, hafa allar verið aðsetur keisara og annarra stjórnenda Kínaveldis, en Cheng-Du er höfuðborg Szehuanfylkis, en það er þéttbýlasti hluti Kína með 300 milljónir íbúa. Szehuan er dalverpi upp með Yangze- ánni, mjög gróðursælt. Liggur bærinn um 40 m. yfir sjó, en áin rennur þaðan um 3000 km áður en hún nær hafi. Er hún mesta sam- gönguæð landsins, skipgeng a.m.k. 5000 km og með hliðarám samtals skipgeng um 60 þús- und km. Hún er ekki einasta mikil smagöngu- æð, heldur framleiða vatnsaflsstöðvar Yang- ze um 2/5 hluta alls vatnsafls Kínaveldis. Það er því ekki að ófyrirsynju, að Yangze er kölluð fljótið góða. Heimsóknir á spítala voru á dagskrá. í Beijing sáum við Ba-Da-Chu-spítala Ruy- ao-Songs, en sú stofnun er eini hreinræktaði lýtalækningaspítalinn í Kína. Rúm voru fyrir 300 sjúklinga og hvergi sá ég stærri stofur en tveggja manna. Skurðstofur voru sex og fastráðnir Iæknar níu, en lækningar um tuttugu talsins. Spítalinn var til húsa í tveggja til þriggja hæða lengjum með fögrum görðum og gosbrunnum í milli. Mjög var þarna hlýlegt. Margir athyglisverðir sjúklingar voru sýndir, svo og aðgerðir, en þeim var varpað gegnum sjónvarp í fyrirlestrasal, enda þarna um að ræða meginkennslustofnun Kínverja í lýtalækningum. í Nanjing og Cheng-Du voru okkur sýndar stofnanir fyrir sigilda kínverska læknisfræði. Læknisfræði er þar í landi skipt í tvennt, annars vegar vestræna Iæknisfræði og hins vegar sígilda kínverska. Eru þessar fræðigrein- ar reknar hvor við hlið annarrar og byggja á gagnkvæmu trausti og virðingu. Sú sígilda skiptist í tvennt, annars vegar grasalækningar og hins vegar akúpúnktúr og moxíbústíón. Maó formaður sagði: »Kínversk læknis- og lyfjafræði eru mikil auðlegð. Lögð skal áherzla á að kanna þær og hefja á æðra stig«. Svo hefur verið gert. í sambandi við sígildar sjúkrastofnanir þær, er við sáum, voru lyfjabúr mikil og kenndi þar margs, ekki einungis úr plöntu- ríkinu, heldur og úr dýraríkinu. Þurrkaðar lirfur og skorpíónar voru þarna í stórum stömpum, auk grasaí kössum og handröðum. Fólk stóð í biðröðum með lyfjaseðla frá læknum og var afgreitt út um litla lúgu. Á spítölum þessum fór jafnhliða fram meðferð sjúklinga, á göngu- sem og legudeildum. Akúpúnktúr er ekki einasta notaður til að deyfa sársauka, heldur og til að lækna sjúkdóma og þá gjarnan í sambandi við moxíbústíón. Moxíbústíón er hitameðferð og hefur verið notuð jafnlengi og akúpúnktúr. Moxan er gerð úr þurrkuðu laufi móberjatrésins og brennur með hægri glóð og gefur frá sér hita og heilnæma angan. Moxan er sett á skaft, líkt og kyndill og látin hnita hringa yfir hinu sjúka svæði í vissri fjarlægð frá húðinni. Fyrir kemur, að moxan er sett á enda akúpúnktúr- nálarinnar og látin brenna þar. Sjúklingar koma á þessar stofnanir annað hvort af eigin hvötum eða að tilvísun Iækna. Læknar þessara stöðva hafa að baki fimm ára nám, en Iyfjafræðingar fjögurraára nám. Oft taka Iæknar í vestrænni læknisfræði hina sígildu sem aukagrein og þá á nokkurra mánaða námskeiði. Þriggja mánaða námskeið eru haldin öðru hverju fyrir útlend- inga. Sjúklingar þeir, er við sáum til meðferðar, virtust á öllum aldri og bar mest á meðferð við liðverkjum. Sumir höfðu verið myndaðir, aðrir ekki. Ungan sjúkling, á að gizka 5 ára, sáum við til akúpúnktúrmeðferðar við »para- lysis«. Kvað hann hafa verið al-lamaður fyrir fimm mánuðum, en var nú farinn að ganga. Okkur vestrænum hættir til að vantreysta því, er við ekki skiljum, en varðandi akúpúnktúr er þó staðreyndin sú, að hin deyfandi áhrif verða ekki lengur véfengd, þótt okkur skorti enn skilning á verkunarmát- anum. Fáir vestrænir munu þó trúðir á lækn- ingamátt akúpúnktúr.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.