Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1985, Qupperneq 6

Læknablaðið - 15.05.1985, Qupperneq 6
118 LÆKNABLAÐIÐ bundið immúnóglóbúlin þeirra. Til þess var notað kanínu IgG anti-manna F(ab‘)2 merkt með fluorescein isothiocyanate (FITC) og frumurnar síðan taldar samtímis með smásjárskoðun í venjulegu og útfjólubláu ljósi. Hnattkjarna átfrumur voru greindar með peroxidasa litum (13). Til greiningar á undirflokkum T-eitilfruma voru notuð ein- stofna mótefni OKT-4 fyrir T-hjálpareitil- frumur og OKT-8 fyrir T-bælieitilfrumur (Ortho Diagnostic). Þar sem einstofna mót- efnin voru músamótefni voru notuð kálfa- korn þakin með sérvirku kanínu IgG anti-músa IgG með krómklóríðbindingu. Þegar þessu var blandað saman við hvítfrumulausnina mynduðust rósettur (Mynd 1) (14). Við tölfræðilegt mat á niðurstöðunum var notað Student’s t-test. NIÐURSTÖÐUR Meðalmagn IgG mótefna í blæðurunum í fyrri rannsókninni og í þeirri síðari var hækkað í samanburði við blóðgjafana og reyndist um tölfræðilegan marktækan mun að ræða (p<0.01). Blæðararnir sýndu allir talsverða og marktæka aukningu á IgM á 18 mánuðum frá einni mælingu til annarrar, (p< 0.001) en voru þó í fjórum af fimm til- fellum innan þeirra marka sem mældist hjá blóðgjöfunum. Blæðari nr. 1 sýndi lækkun á C4 í seinni rannsókninni og þar af leiðandi einnig talsverða CH50 lækkun (tafla I). Niðurstöðum rannsókna á lifrarbólguveiru B og mótefnum hennar er lýst í töflu II. Mynd 1. Reynt að binda einstofna mótefni (monoclonal antibodies) á eitilfrumur (MNC) 2) Síðan eru rauð kálfablóðkorn (ORBC) þakin með sérvirku kanínu (rabbit) IgG mótef- num gegn músa (mouse) IgG mótef- num (krómklórið tcekni) 3) Þar sem einstofna mótefnin eru músa IgG myndast rósettur með kálfakornu- num og þeim frumum sem bundið hafa einstofna mótefni. Aðeins einn blæðari (nr. 3) hafði hækkað gildi á heildarfjölda hvítfruma í báðum rannsóknunum og á fjölda eitilfruma í þeirri fyrri. Sami blæðari hafði einnig talsvert mikla hækkun á heildarfjölda hnattkjarna átfruma og fjölda B-eitilfruma í efri normal mörkum i báðum athugununum. Að öðru leyti var heildarfjöldi þessara frumutegunda innan marka sem gilda fyrir 95% saman- burðarhópsins. Fjöldi T-eitilfruma hjá blæðara nr. 4 var þó í neðri normal mörkum, 0.9 samanborið við 1.8 hjá heilbrigðum (tafla III). Áðurnefndir tveir blæðarar (nr. 3 og 4) höfðu einnig lækkaðan hundraðshluta af T- eitilfrumum og hlutfall T-hjálpar og T- bælifruma í neðri normal mörkum. Meðal hundraðshluti T-eitilfruma í blæðarahópn- um, bæði í fyrri og seinni rannsókninni var nokkru lægri en hjá blóðgjöfunum en þó ekki marktækur (p>0.05) (tafla IV). Niðurstöður vefjaflokkagreiningar og ann- arra erfðamarka eru skráðar í töflu V. UMRÆÐUR Magn IgG mótefna var eini þátturinn í ónæmiskerfi blæðaranna fimm sem var marktækt hækkaður í öllum tilfellum bæði í fyrri og seinni athuguninni. Magn IgM tvö- faldaðist frá fyrri athugun til hinnar seinni í öllum blæðurunum. Sambærilegar rann- sóknir annars staðar, hafa einnig sýnt, að langflestir sjúklingar með ÁÓB og margir blæðarar með dreyrasýki A hafa hækkað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.