Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1985, Side 8

Læknablaðið - 15.05.1985, Side 8
120 LÆKNABLAÐIÐ þeir hefðu ekki önnur sjúkdómseinkenni ÁÓB (17). Þessar niðurstöður eru að öðru leyti sam- bærilegar við það, sem aðrir hafa fundið (9, 18). Því hefur verið haldið fram, að blæðarar með dreyrasýki A, sem fá lítið hreinsað, frostþurrkað kuldabotnfallsþykkni (cryopre- cipitate) af storkuþætti VIII, séu í lítilli hættu á að fá AÓB (9, 18). Menn eru hér þó ekki á einu máli. Nýlegar niðurstöður benda til þess, að hjá blæðurum með dreyrasýki A, sem eru meðhöndlaðir með sliku storkuþykkni, geti hlutfallið á milli T-hjálpar og T-bælieitil- fruma brenglast (19). Sumir hafa einnig viljað setja þetta í samband við magnið, sem blæðarar þurfa af storkuþykkni. Það fer oft saman, að fái blæðarinn lítið hreinsað, frostþurrkað þykkni, fær hann yfirleitt mun minni einingafjölda af storkuþætti VIII, en sé hann meðhöndlaður með mikið hreinsuðum, frostþurrkuðum storkuþætti (20). Þessi álykt- un hefur verið rökstudd með því að bæling frumubundna ónæmiskerfisins verði mjög sjaldan í börnum og unglingum sem fá storkuþykkni, enda er þá gengið út frá því, að viðkomandi blæðarar hafi fengið meðferð í stuttan tíma (17). Okkar niðurstöður koma hins vegar ekki heim við þessa tilgátu, þar sem íslensku blæðararnir, með einni undan- tekningu fengu storkuþátt VIII í tiltölulega miklu magni eða 94.300 einingar á ári að meðaltali síðustu fimm árin. Sama kemur fram við nýlega athugun á 24 finnskum blæðurum með dreyrasýki A (18), sem fengu sambærilega meðferð með sama efni og þeir íslensku. Hækkuð tíðni HLA-B35 hefur fundist hjá sjúklingum með ÁÓB. í mörgum tilfellum hafa þeir líka HLA-DR5 (21). Tveir okkar blæðara voru B35. Hvorugur þeirra var DR5. Það þykir nú líklegt, að ákveðin veira (human T-cell leukemia virus, HTLV-III) valdi ÁÓB. Hún hefur verið einangruð bæði úr hommum (22) og blæðurum með Tafla IV. Hundraöshluti og hlutfallmismunandieitil- ogátfruma íblóðifimm íslenskra blceðara með dreyrasýkiA og blóðgjöfum til samanburðar. Tvœr athuganir (1 og 2) á hverjum blœðara gerðar með 18 mánaða millibili. Hjálpar- Bæli Hlutfall B-eitilfr. Átfr. T-eitilfr. eitilfr. (T4) eitilfr. (T8) T4:T8 Blæðari 12 12 12 12 12 12 % % % % % % % % % % % % 1 ................................... 18 18 17 19 49 60 46 39 27 32 1.7 1.2 2 ................................... 12 8 28 22 73 69 44 45 30 27 1.5 1.7 3 ................................... 10 17 22 27 44 46 40 20 29 23 1.4 0.9 4 .................................... 8 11 8 11 41 56 35 32 31 25 1.1 1.3 5 .................................... 9 8 20 26 75 63 39 46 26 28 1.5 1.6 Meðal(x) 11 12 19 21 56 59 41 36 29 27 1.4 1.4 Blóðgjafar (n = 20) Meðaltal (x)...................... 16 21 71 38 24 1.6 Staðalfrávik ± ................... 4 5 6 6 4 0.2 Tafla V. HLA - BF - GLO-1 og C3 svipgerðir hjá fimm íslenskum blœðurum með dreyrasýki A. HLA-flokkur Blæðari Fæddur Móðír A ; B ; C ; DR Bf GLO-1 C3 1 ................... 1922 íslensk 2.28 ; 7.w62 ; w3 ; 2.7 FS 2-1 SS 2 .................. 1945 Sænsk 2.9 ; 8.40 ; w3 ; 3.5 SS 2-1 SS w3 : 3 .................. 1956 íslensk 2.3 ; 35.40 ; w4 ; 2.4 SS 2-1 SS w3 : 4 .................. 1963 Finnsk 3 ; 35.w62 ; w4 ; 1.7 FS 1 SS 5 .................. 1968 íslensk 2 ; 13.22 ; w3 ; 4.7 SS 2 FS

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.