Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1985, Síða 16

Læknablaðið - 15.05.1985, Síða 16
124 LÆKNABLAÐIÐ izóníazíði og minna næm fyrir streptómýsíni. Ekki var prófað fyrir öðrum lyfjum. Sjúklingurinn flutti úr landi til náms í apríl 1981. Þoldi lyfjameðferðina vel í eitt ár. Við eftirlit í september 1982 hafði hann einungis óþæg- indi af hersli yfir þríhöfðasininni. Var það numið brott og fannst við vefjaskoðun aðeins ósérhæfð bólga og í smásjárskoðun og rækt- un fundust engir sýrufastir stafir. SJÚKRASAGA 2 í október 1981 vísaði heimilislæknir 38 ára gömlum karlmanni til höfundar vegna endurtekinna bólguó- þæginda í hægri olnbogasekk. Einkennin höfðu varað í u.þ.b. tvö ár. Hann hafði aldrei meiðst á olnboga og sár hafði aldrei verið þar. Ætíð verið frískur áður. Aðalóþægindi hans höfðu verið af eymslum og vegna þykkildis og vökvasamsöfnunar í sekknum. Heimilis- læknir hafði meðhöndlað þetta sem slímsekkjarbólgu (student’s-elbow) með bólgueyðandi lyfjum og síðar sýklalyfjum með einungis tímabundnum góðum árangri. Ekki hafði verið stungið á þessu og engar ræktanir gerðar. Við skoðun í október 1981 var hægri olnbogasekkur- inn þykknaður með vökvafyllingu og húðin yfir með léttum roða og litabreytingu. Sekkurinn var tæmdur innihaldinu og sterum dælt inn (lederspan 1 ml 1%). Sjúklingurinn var betri í þrjá mánuði, en ekki alveg góður og versnaði í febrúar 1982. Skoðun þá leiddi í Ijós allmikla þétta fyrirferð án vökvasamsöfnunar, auma og án roða. Vegna þessa var gerð excisio bursae olecranii í mars 1982. Reyndist fyrir aðgerðina vera Mantoux-jákvæður, blóðrauði 14,7%, sökk 5, aðrar blóðprufur eðlilegar og þvag- og smásjárskoðun eðlileg. Röntgenmyndir af lungum sýndu ekkert óeðlilegt. í aðgerðinni fannst þykknaður sekkveggur með kalkhrúðri og í honum tær vökvi og fituþykkildi (corpora oryzoidea), sum þeirra með kölkunum. Vefjagreining: Chronisk granulomatös bólga með necrosum umluktum histiocytum og bólgufrumum, sums staðar epithelioid frumugranulom og fleirkjarna risa- frumur (Langhans) eða m.ö.o. berklabursitis. Almenn sýklaræktun var neikvæð, en í smásjárskoðun sáust sýrufastir stafir og berklaræktun var jákvæð, u.þ.b. 100 eyjar. Tegundagreining var gerð í Kaupmannahöfn (Statens Serum Institut) og reyndist um að ræða Mycobacterium kansasii (júlí 1982). Bakterían reyndist vel næm fyrir ízoníazíði, rifampísíni og eþambútóli en lélegt næmi fyrir sýklósteríni og eþíónamíði. Sjúklingurinn var settur á þriggja lyfja berklameðferð og var á henni þar til í september 1983. Sárið eftir skurðaðgerðina virtist gróa vel í upphafi, en eftir tvær vikur varð vökvasamsöfnun undir húðflip- anum og í tærum vökva, sem út kom, sáust sýrufastir stafir. Síðasta jákvæða ræktun var gerð í apríl 1982. Sárið opnaðist síðan í maí 1982 að hluta, en greri sjálfkrafa á einu ári. Sjúklingurinn þoldi meðferðina vel og í september 1983 var sár gróið og hann hætti á lyfjameðferðinni. í janúar 1984 voru engin merki um endurvakningu sýkingarinnar. SJÚKRASAGA 3 Sjúklingurinn, 19 ára nemandi, var sendur til höfundar af heimilislækni. Hann hafði verið frískur til þessa og ekki meiðst á olnboga. Hann hafði í fimm mánuði haft óþægindi, með þrota, eymslum og vökvasamsöfnun í vinstri olnbogasekk. Heimilislæknir hafði talið þetta langvinna slímsekkjar- bólgu (student’s-elbow) og meðhöndlað þetta með bólgueyðandi lyfjum, en án árangurs. Sekkurinn hafði ekki verið tæmdur og engar ræktanir gerðar. Við skoðun í mars 1982 reyndist olnbogasekkurinn vinstra megin vera bólginn, vægt aumur og vökvafylltur. Húðin yfir var alveg heil. Tæmdir voru út 5 ml tærs vökva og sprautað inn sterum (1 ml Lederspan) og settar á umbúðir, er drógu úr hreyfingum. í byrjun apríl hafði bólga og vökvasamsöfnun horfið og sekkurinn var eymslalaus. í lok apríl hafði síðan sótt í sama horf. Komið var þykkildi á þessum stað og eymsli og óþægindi fóru vaxandi. Var því gert excisio á bursa olecranii vinstra megin. Reyndist sjúklingur hafa blóðrauða 15,3%, sökk 7, og önnur blóðpróf og smásjárskoðun af þvagi eðlileg. Röntgenmyndir af lungum og vinstri olnboga voru eðlilegar. Mantoux-próf var jákvætt, en áður hafði það ætíð verið neikvætt, þegar slíkt próf var gert í skóla. Við aðgerðina fannst mikið þykknaður sekkur með tærum vökva og fituþykkildum (corpora oryzoidea). Vefjarannsókn: Granulomatös bólga með fibrosu, íferð bólgufruma og risafruma án necrosu. Sérlitanir fyrir sveppum og sýrusföstum stöfum voru neikvæðar. Þetta taldi sérfræðingur vera chroniskan granulomatös burstis. Almenn sýklaræktun var neikvæð en berklaræktun jákvæð, óteljandi eyjar sáust í júní 1982. Tegundagreiningu var svarað í september 1982 frá Kaupmannahöfn og reyndist um að ræða Mycobacteria szulgai. Var bakterían næm fyrir ízoníazíði, eþambútóli og rífampisíni. Sárið hafðist vel við eftir aðgerðina og virtist gróið um miðjan maí 1982, ení byrjun júní opnaðistþað ognokkur vökvi rann út. Sárið stækkaði ört og varð þrír cm í þvermál þrátt fyrir meðferð. Þar sem það var sótthreint var gerður frír húðflutningur í september 1982. Greri það vel og hefur síðan haldist óbreytt. Sjúklingurinn þoldi lyfjameðferðina vel nema um tíma í júlí 1982, er hann fékk slæman niðurgang og brenglun á lifrarhvötum. Var þá rifampisíni hætt í 10 daga og urðu prófin eðlileg og niðurgangur hætti. Fram til hausts 1983 hélt hann áfram á þriggja lyfja berklameðferð án óþæginda og engin mérki voru um endurvakningu sýkingarinnar. l'MRÆ.ÐA Sameiginlegt þessum mönnum var, að þeir voru áður frískir og höfðu, að því er virtist, algengan sjúkdóm i olnbogaslímsekkjum, þ.e. langvinna bólgu, svokallaðan stúdenta- olnboga. Þeir höfðu ekki læknast við hefðbundna meðferð, heldur versnað. Allir

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.