Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1985, Síða 27

Læknablaðið - 15.05.1985, Síða 27
LÆKNABLAÐIÐ 131 að kynnast Tetanus á stálpuðum og full- orðnum á eftirminnilegan hátt. Þann 25. ágúst 1812 ritar hann í dagbók sína um 10 ára son sinn, Hall: ». . . verið að sæta allan dag, enn við Þórunn mín lengst af yfir Halli litla dauðvona í Trismo og convulsionem«. Og 26. ágúst: ». . . sálaðist hann 414 f.m. Hann elskaði blómstur og dó blómstur« (A 2). í bréfi, er Geir biskup ritar Bjarna Thorsteins- syni, amtmanni, 27. sept. 1812, segir: »Kirur- gus Paulsen misti son sinn ungan (hér um 9 eða 10 vetra). Hann skar sig á ljá, lá síðan í viku og dó af slagi« (C 7). Þessar upplýsingar hefur biskup vafalaust beint frá Sveini, sem skrifar honum 8. sept. 1812 (A 2). Þann 1. júní 1817 er Sveini sendur 38 ára gamall sjúkling- ur, Magnús Jónsson frá Svaðkoti í Vest- mannaeyjum. Um hann segir dagbókin 2. júní: ». . . dauðateikn á Magnúsi«. Og 3. júní: »Sálaðist Magnús í trismo et tetano kl.- 6.0 m« (A 2). í kirkjubók Reynisþinga er- dánarmeinið sagt slag. Hér finnst Sveini eðlilegt að nota trismus, þegar ekki er um tannleysingja að ræða, en bæði Geir biskup og prestur nota slag um dánarmeinið. Það má ætla, að sú nafngift sé frá Sveini runnin, að minnsta kosti hvað prestinn áhrærir og þá sennilegt að Sveinn hafi enn álitið að ginklofa tækju aðeins ungbörn. Þegar hugleitt er, hve hugmyndir lækna um tetanus lengst af voru ófullkomnar, og meira tengdar einkennum en sjúkdómsmynd, þá sætir það furðu, hve prestar og leikmenn í Eyjum gerðu sér heilsteypta mynd af gin- klofa. Og má eflaust þakka það hinum mörgu tækifærum, sem gáfust til athugana á sjúkdómnum. Nú táknar tetanus stífkrampa, sjúkdóm, sem stafar af svari likamans við eitri bak- teríunnar Clostridum tetani, en hún fannst 1884. Meðal forngrikkja fólst í hugtökunum tetanos og spasmos krampar og vöðvasam- drættir af ýmsum orsökum. Það er þessvegna alltof mikil einföldun á flóknu máli að segja: »Tetanus was described by Hippocrates and has been known since ancient times as a scourge of parturient women, newborn babies and wounded soldiers« (C 8, 988). Þegar Hippokrates í sambandi við opin beinbrot og liðhlaup talar um spasmos og tetamos, getur það verið stífkrampi (tetamus traumaticus), en þegar í aphorismum hans segir: »Fever supervening on a patients suffe- ring from convulsion or tetamus, removes the disease« (C 9, 151), þá getur stífkrampi varla komið til greina. Af læknum í fornöld ritar Areteus frá Kappodokíu, er lifði á 1. öld e.K., lang ítarlegast um tetamus. Hann segir m.a.: »The causes of these complaints are many; for some are apt to supervene on the wound of a membrane, or of muscles, or of punctured nerves, when, for the most part, the patients die; »Spasm form a wound is fatal«. »And women also suffer from this spasm after abortation; and, in this case, they seldom recover«. Þetta kemur vel heim við stífkrampa, en síðar segir um aldur hinna sjúku: »With respect to the different ages, children are frequently affected, but do not often die, because the affect is familiar and akin to them; striplings are less liable to suffer, but more readily die; adults least of all, whereas old men are most subject to the disease and most apt to die; the cause of this is the frigidity and dryness of old age, and the nature of the death« (C 10, 91). Það sem hér segir um börnin, getur ekki átt við stífkrampa (tetanus neonatorum) og það áttu eftir að líða margar aldir þar til nokkur lýsing á ungbarnasjúk- dómi birtist, sem sæmilegar líkur bentu til að væri tetanus neonatorum. Raunar er mér ekki kunn nein eldri lýsing á honum, en ginklofann í Vestmannaeyjum 1630, sú næsta er frá síðasta fjórðungi 17. aldarí ritieftir Spánverj- ann Hyacinthus Andreas, sem lýsir sjúkdómn- um og segir ljósmæður kalla hann »barretta«. En þessi þekking náði aldrei út fyrir heima- hagann, það er ekki fyrr en Joseph Clarke (1758-1834) læknir við Rotunda fæðingar- stofnunina í Dublin flutti fyrirlestur í The Royal Irish Academy í júní 1789, er birtur var í riti þessu með titlinum »An Account of a Disease which until lately proved fatal to a great Number of Infants in the Lying-in Hospital of Dublin with observation on its Causes and Prevention«, að vitneskjan um sjúkdóminn náði frekari útbreiðslu. Hjúkr- unarkonur og ljósmæður á Rotunda kölluðu sjúkdóminn »the nine-day fits«. Clarke áleit orsök hans vera slæma loftræstingu, sem hann lét bæta úr með þeim árangri að dánartala ungbarna úr »nine-day fits« féll úr einum af 6 í einu af 19,3 og síðar enn meira,

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.