Læknablaðið - 15.05.1985, Side 28
132
LÆKNABLAÐIÐ
eflaust vegna aukins hreinlætis (tilvitnanir í
Andreas og Clarke eru úr C 11, 489-90).
Það er athyglisvert, að það eru ekki læknar,
heldur prestar og ljósmæður, sem standa að
þessum fyrstu nafngiftum á stífkrampa í
ungbörnum, ginklofa, barretta og nine-day
fits.
En hvaða þekkingu á stífkrampa er líklegt
að læknar á íslandi hafi sótt í kennslubækur í
læknisfræði fyrir 1810?
Meðal þeirra bóka, sem Sveinn læknir
Pálsson kvittar fyrir á vegum embættis síns
15. júli 1801 (A 1), var Henrici Callisen
Systemachirurgiaehodiernae. . .Parsletll,
Hafniae 1798-1800. í henni er góð lýsing á
tetanus og segir hann tíðastan þar sem loftslag
sé heitt og rakt. Ennfremur að sjúkdómurinn
sé almennari í körlum en konum, og að
ungbörn fái hann einnig, einkum um það
leyti, sem læksstúfurinn sé að detta af. Og um
horfur segir, að ungbörn, er taki sjúkdóminn
fyrir 9. dag, lifi hann sjaldnast af (Pars I, pp.
165-170).
Kunnasta bókin um barnasjúkdóma á
síðari helmingi 18. aldar var eftir sænska
lækninn Nils Rosén von Rosenstein. Hún var
þýdd m.a. áþýsku, frönsku, ensku ogdönsku.
Þá þýðingu gerði Peter Christian Abildgaard,
læknir, 1769, og er titill þýðingarinnar »Un-
derretning om Börne-Sygdomme«. Sveinn
Pálsson átti eintak af þessari bók og í Nessafni
er eintak, sem 1820 var í eigu Ólafs læknis
Thorarensen. Tíundi kafli bókarinnar heitir:
»Om Trækninger og Slag«, og í honum segir
um börnin: »Men have de Trækninger (con-
vulisoner) og ere tillige blaa i Ansigtet, saa sige
vi, at de have Slag. Denne Sygdom er fölgelig
nær af Art med den faldene Syge, og kaldes
derfore af Læger Epilepsia infantilis, men af
Hypocrates Eclampsia« (bls. 41). Orsakir
kvillans eru taldar margar, barnabik (mekoni-
um), kveisa, tanntaka o.fl., en engin þessleg,
að um stífkrampa gæti verið að ræða. Aftur
er líklegt, að heitið slag, sem er talin svo tíð
dánarorsök barna í kirkjubókum fyrr á
tímum, megi rekja til þessarar heimildar. Og í
dánarmeinaskránni 1911 er barnakrampi
Eclampsia infantitis.
En hversu kunnáttusamlega greina prestar,
ljósmæður og leikmenn í Eyjum ginklofa
(stífkrampa) frá öðrum krömpum? í báðum
skýrslunum kemur fram, að nokkur barn-
anna lifa af ginklofa. Enfremur segir í skýrslu
Sveins, að börn Dana búsettra í Eyjum fái
ekki ginklofa, en Klog telur þau taka veikina
eins og íslenzku börnin, en komist til heilsu
aftur vegna betri aðbúnaðar þeirra dönsku,
sérstaklega hvað lyf snertir. Og Klog getur
ekki um neitt danskt barn, er hafi látist úr
ginklofa. í töflunni í skýrslu Klogs land-
læknis, sem greinir frá aldri látinna barna úr
ginklofa, kemur fram, að 18 þeirra hafa látist
2 til 4 daga gömul og ennfremur festir maður
sig við toppana við 7 og 14 daga dánaraldur.
Af þessu tilefni með fleiru þótti mér ástæða til
að athuga nánar, hvernig prestsþjónustubók
Vestmannaeyja 1785-1816 (Þjóðskjalasafn
íslands) væri færð. Þá kemur fram í skránni
yfir dána, að dánaraldur ungbarna er til-
greindur í dögum og vikum, en athugi maður
jafnframt í skránni fyrir fædda fæðingardag
sama barns, þá kemur þannig fenginn aldur
stundum ekki heim við tilgreindan dánarald-
ur. Þetta á sérstaklega við, þegar dánaraldur
er sagður vika eða tvær vikur. Klog, land-
læknir, hefur sýnilega aðeins farið eftir aldr-
inum eins og hann er tilgreindur i skránni yfir
látna, en þær tölur þarf að samræma fæð-
ingarskránni og hætt við að hinir umræddu
toppar myndu þá hverfa. En fjöldi látinna
barna úr ginklofa er að mestu réttur, aðeins
1792 á talan að vera 10 í stað 11. Og ekkert
danskt barn deyr úr ginklofa 1785-1810.
Miðað við það, sem kunnugt er um með-
göngutíma stífkrampa, er ólíklegt að barn
innan 5 dagalátist úr þeimsjúkdómi. Þáerlík-
legri dánarorsök krampar af völdum fæðing-
armeiðsla á höfði. Það mun t.d. eiga við um
Jón Bergsteinsson, sem deyr 20. febr. 1793, 3
daga úr ginklofa, en móðir hans, Rakel
Guðmundsdóttir, deyr sama dag af barns-
sæng. Nokkur ungbarnanna látast úr öðrum
kvillum en ginklofa, svo sem brjóstveiki,
sóttveiki, kvefköldu, landfarsóttar.
Viðvíkjandi hinum 3 fullorðnu í skýrslu
Klogs, sem taldir eru dánir úr ginklofa, þá
mun hin 37 ára gamla kona, sem dó 1789, vera
Ragnheiður Magnúsdóttir, sem dó 5. nóv.
1789 af sinakreppu. Hinir 2 deyja úr ginklofa
(1801 og 1802), og í því sambandi eftirtektar-
vert að 1801 er Bjarni Björnsson frá Kornhól
sagður látinn úr flogaveiki, sem sýnir að
prestarnir hafa gert greinarmun á ginklofa og
flogaveiki. Að öllu athuguðu, má þó telja
greiningu Eyjapresta á ginklofa góða. En
manni finnst, að Klog landlæknir hefði getað