Læknablaðið - 15.05.1985, Side 45
LÆKNABLAÐIÐ
143
sjúklingar skuli nota acetazolamid sem eina
lyf.
Notkun epinephrins sést á 9. mynd. Það er
sjaldan notað eitt sér en oftast með pilocarpi-
ni.
Á 10. mynd má sjá notkun carbachols. Það
er lítið notað og oftast með timololi.
SKIL
Hægfaragláka, sem er langvinnur sjúkdómur
af óþekktum orsökum, er fyrst og fremst
meðhöndluð með langtíma lyfjanotkun.
Skipta má glákulyfjum i fimm aðalflokka:
1. Epinephrin (Eppy og Isopto Epinal 1%).
Aðrenergt lyf, sem dregur úr myndun
augnvökva og víkkar ljósop.
2. Carbachol (Isopto carbachol 1.5% og
3%). Kólínergt lyf sem veldur samdrætti í
innri augnvöðvum og eykur frárennsli
augnvökva og þrengir Ijósop.
3. Pilocarpin (Isoptocarpine 1%, 2%, 4% og
pilocarpine 2% og 4%). Kólínergt lyf með
svipaða verkun og carbachol. Gamalt lyf
(frá 1876) sem staðist hefur tímans tönn.
382
alone Pilocarpine Acatazolamide Carbachol Epinephrine
Fig. 7. Numberof glaucomapatients using Timolol only
or in combination with other drugs, Iceland September
1981-February 1982.
4. Timolol (Blocadren 0.25% og 0.5%). þ-
blokkari sem dregur úr myndun
augnvökva og auðveldar sennilega einnig
frárennsli hans. Nýlegt lyf, sem aðeins
hefur verið á markaði nokkur ár.
5. Acetazolamid (tabl. acetazolamide 250 mg
og caps. Diamox 500 mg). Karbon-
anhýdrasa-blokkari. Dregur úr myndun
augnvökva. Töluverðar aukaverkanir.
Til þess að auðvelda umfjöllun glákulyfja-
notkunar er hér notazt við magneininguna skil-
greindan dagskammt (DDD) eins og Iýst er hér
að framan og miðað við notaðan fjölda
skilgreindra dagskammta á dag. Þannig
reiknað, kemur í ljós, að pilocarpin er mest
notaða glákulyfið á íslandi á þessu umrædda
tímabili, 38.3% af heildar DDD notkun en
næst kemurtimololmeð33.6% (sjá 1. mynd).
Ekki er óeðlilegt að pilocarpin skuli vera
svona mikið notað, þar sem það er bæði
áhrifaríkt og ódýrt og hefur staðist tímans
117
Acetazolamide with with with with
alone Pilocarpine Timolol Carbachol Epinephrine
Fig. 8. Number of glaucoma patients using Acetazol-
amide only or in combination with other drugs, Iceland
September 1981-February 1982.
77
alone Pilocarpine Timolol Acetazolamide Carbachol
Fig. 9. Numberof glaucomapatients usingEpinephrine
only or in combination with other drugs, Iceland
September 1981-February 1982.
42
29 O O
o
o 0
o
Carbachol with with with with
alone Timolol Acetazolamide Pilocarpine Epinephrine
Fig. 10. Number of glaucoma patients using Carbachol
only or in combination with other drugs, Iceland
September 1981-February 1982.