Læknablaðið - 15.05.1985, Qupperneq 52
148
LÆKNABLAÐIÐ
árangur í starfi. Siðareglur standa hins vegar
vörð um tiltekin verðmæti.
Starfsemin á sér ákveðinn tilgang, hún
stefnir að ákveðnu marki: Tœknilegu regl-
urnar miða að því að skýra leiðirnar til að ná
þessu marki, stuðla að þessum tilgangi starf-
seminnar - siðareglurnar kveða hins vegar á
um tilganginn sjálfan og þau verðmæti sem
halda ber í heiðri ef þessi tilgangur á að ná
fram að ganga. í þessum skilningi eru siða-
reglurnar miklu djúpstæðari en þær tækni-
legu reglur sem starfsemi kann að lúta.
2. Snúum okkur nú að hlutverki hinna
settu siðareglna og spurningunni um það
hvernig þeim skuli beitt.
Ég sagði áður að eini tilgangur siðaregln-
anna væri sá, að gera okkur að betri siðferðis-
verum og að þeirra væri að standa vörð um
verðmæti.
Meginhlutverk hinna settu siðareglna blasir
því við: Það er að vera til leiðsagnar um
breytni manna, vísa mönnum leiðina til betra
mannlífs. í hverju er þessi leiðsögn fólgin?
Hér kann að vera gagnlegt að minna aftur á
greinarmuninn á siðferðisreglu og tæknilegri
reglu.
Tæknileg starfsregla segir manni yfirleitt
nákvæmlega fyrir um, hvað beri að gera til að
ná ákveðnu marki; hún kveður á um ákveðna
aðgerð eða verkefni og markmiðið liggur ljóst
fyrir, t.d. að koma í veg fyrir sjúkdóm með
forvarnaraðgerð, svo sem bólusetningu.
Um siðareglu gegnir nokkuð öðru máli: Þar
er markmiðið ekki ákvarðað með sama hætti.
Markmiðið er ævinlega að stuðla að aukinni
hamingju og auknu réttlæti í tilteknum
raunverulegum aðstæðum manna. Hamingja
og réttlæti eru meginuppistöður í siðferðinu
sjálfu, þannig að markmiðið er í sjálfu sér
efling siðferðisins. Tilgangur siðareglunnar er
sá að gera okkur að betri manneskjum.
Þetta eru almenn orð og kunna að virka
innantóm, vegna þess að þau láta ósvarað
hinum mikilvægustu spurningum:
Hvað er að vera manneskja?
Hvernig verðum við betri manneskjur?
Hvaða reglum eigum við að fylgja til þess að
rækta siðferði okkar, efla réttlætið og auka
hamingjuna í heiminum?
Um þetta fjallar einmitt siðfrœðin og
viðleitnin til að setja sér siðareglur, er liður i
því að glíma við þessar spurningar og svara
þeim. En siðfræðin og siðareglurnar geta
aldrei leyst mennina undan því, að taka sjálfir
ákvarðanir um breytni sína: Á degi hverjum
stöndum við frammi fyrir siðferðilegum úr-
lausnarefnum og komumst alls ekki undan því
að axla ábyrgð vegna ákvarðana, sem við
verðum að taka til að gegna störfum okkar.
Sjaldnast þurfum við að yfirvega þessar
siðferðilegu ákvarðanir, það blasir við hvað er
rétt og hvað rangt, við kunnum reglurnar og
beitum þeim umhugsunarlaust. Vandinn rís
upp þegar tvær eða fleiri siðareglur koma til
greina og þá reynir á dómgreind manna og
hæfni til að greina vandann, meta réttilega
hvaða verðmæti og hagsmunir eru í húfi.
Hlutverk siðareglnanna er það sama og
siðfræðinnar: Að gera okkur hæfari til að
greina siðferðileg úrlausnarefni og komast að
niðurstöðu.
En hinar settu siðareglur heilbrigðisstétta
gegna fleiri hlutverkum, sem ástæða er til að
leiða hugann að.
í fyrsta lagi gegna þær jafnframt því
hlutverki, að efla samstöðu meðal starfs-
manna; þær eru þannig visst tæki til stjórn-
unar, sem er mjög mikilvægt í mörgum
greinum og miðar að því að halda uppi aga og
festu, svo að starfsgreinin sé vel stunduð og
skili því til samfélagsins sem til er ætlast.
í öðru lagi - og þetta tengist fyrra atriðinu
- þá gera siðareglurnar okkur kleift að kveða
upp dóma með hliðstæðum hætti og um
lagareglu sé að ræða.
Hér er komið að ákaflega mikilvægu atriði,
sem ég tel að gefa þurfi meiri gaum, en gert
hefur verið. Mörg siðferðileg vandamál
spretta beinlínis af því að menn vita ekki eða
gera sér ekki ljóst, hvernig á að taka á tilteknu
máli eða tilfelli, sem upp kemur. Þetta er
einkar algengt á stórum stofnunum, eins og í
heilbrigðiskerfinu. Kerfið er einfaldlega svo
flókið og viðamikið og svo margir aðilar sem
kallaðir eru til að sinna málum, að það kann
að vera óljóst hvar ábyrgðin liggur og hverjir
fara með hvaða mál, ekki síst þegar um
samvinnu margra aðila er að ræða. Þetta er að
mínu viti ein helsta ástæðan fyrir því að
siðareglur eru orðnar svo brýnt viðfangsefni.
Ágreiningur og árekstur starfsmanna kann að
verða eingöngu vegna þess að starfsskyldur
manna skarast. Þegar svo er komið, nægir
ekki að hafa almenn ákvæði um starfsskyldur
og ábyrgð hinna ýmsu aðila, heldur þarf að
hafa leiðir til að jafna ágreining og leysa