Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1985, Síða 58

Læknablaðið - 15.05.1985, Síða 58
152 LÆKNABLAÐIÐ 1985; 71: 152-8 ÁRSSKÝRSLA LÆKNAFÉLAGS REYKJAVÍKUR Félagatal Árið 1984 voru um 510 gjaldskyldir læknar starfandi á félagssvæði L.R., þar af 395 allt árið. Gjaldfríir voru 22 starfandi læknar yfir sjötugt. Á starfsárinu létust þessir félagsmenn: Einar Guttormsson, f. 15.12.01 d. 12.02.85 Gísli Ólafsson, f. 20.07.18 d. 17.03.84 Jón G. Nikulásson, f. 30.12.97 d. 01.11.84 Kristjana Helgadóttir, f. 05.08.21 d. 08.11.84 Stjórn og meðstjórn Aðalstjórn var kjörin á aðalfundi 14. marz 1984, og er þannig skipuð: Kristján Baldvins- son, formaður (endurkjörinn), Lúðvík Ól- afsson, ritari, og Guðmundur I. Eyjólfsson, gjaldkeri (endurkjörinn). Meðstjórn: Kjörnir 1983 til tveggja ára: Atli Dagbjartsson, Edda Björnsdóttir, Jón Níelsson, Sigurður Björnsson (onc.) og Þór- arinn Ólafsson. Kjörnir 1984: Haraldur Bri- em, Ólafur F. Mixa og Þorsteinn Gíslason, allir til tveggja ára, og Vilhelmina Har- aldsdóttir, kjörin til eins árs. Varamenn: Sigmundur Sigfússon, Vigfús Magnússon og Þórður Þórkelsson, allir kjörn- ir 1984 til eins árs. Endurskoðendur: Magnús Ólafsson og Þorgeir Gestsson. Varamenn: Kjartan Páls- son og Sigurður Sigurðsson. Félagsgjöld Árið 1984 greiddu 510 læknar árgj ald til L. R. Félagið fékk í sinn hlut sem svarar 435 heilum árgjöldum, en 115 læknar hafa greitt hluta úr árgjaldi, allt frá 1/10 til 9/10. Árgjöld þeirra, er starfa hluta úr ári, innheimtust vel. Fullt árgjald til L. í. var kr. 10.500. Þar af var hluti L. R. og annarra svæðafélaga kr. 1.500. (R. G.) Fundahöld Aðalfundur L.R. var haldinn í Domus Me- dica 14. marz. Fundinn sóttu 20 félagsmenn L.R. Formaður skipaði Þorvald Veigar Guðmundsson fundarstjóra og Stefán B. Matthíasson fundarritara. Formaður minntist lækna, sem látist höfðu á starfsárinu. Formaður rakti síðan helztu atriði ársskýrslu L.R. fyrir starfsárið 1983- 1984. Gjaldkeri las og skýrði reikninga félagsins, og voru þeir samþykktir samhljóða. Friðrik Karlsson kynnti stöðu Domus Med- ica. Fulltrúar á aðalfund voru kjörnir: Aðal- fulltrúar: Atli Dagbjartsson, Gunnar Ingi Gunnarsson, Jón Níelsson, Stefán B. Matthíasson, Vilhelmína Haraldsdóttir, Þórður Harðarson, Þorkell Bjarnason. Vara- fulltrúar: Guðmundur Þorgeirsson, Hannes Pétursson, Leifur N. Dungal, Sveinn Magnússon, Tryggvi Ásmundsson, Þórður Þórkelsson, Þorsteinn Gíslason. Stjórnin tilnefndi síðan eftirtalda lækna fulltrúa samkvæmt félagslögum: Aðal- fulltrúar: Kristján Baldvinsson, Guðmundur L Eyjólfsson, Lúðvík Ólafsson, Pétur Lúðvigsson, Halldór Jóhannsson, Árni B. Stefánsson, Haukur S. Magnússon. Vara- fulltrúar: Sigurður Björnsson (onc.), Viðar Hjartarson, Vigfús Magnússon, Magnús Jóhannsson, Egill Jacobsen, Sigurður Sig- urðsson, Sigmundur Sigfússon. Almennir félagsfundir Samningur um sérfrœðilœknishjálp milli L.R. og T.R. var kynntur á almennum fundi í L.R. þann 29. marz og samþykktur með 56 atkvæðum gegn 16. Gildistími samningsins er frá 1. apríl 1984 til 1. apríl 1985. Hinn 10. desember varð hækkun á launalið í samræmi við hækkanir á almennum vinnu- markaði og í samræmi við samning B.H.M. Kjarasamningur lausráðinna sjúkrahús- lœkna var undirritaður 6. marz 1984 og ætlað að gilda til 28. febrúar 1986, en með breyttum lögum varð gildistíminn til 1. marz 1985. Vegna almennra launahækkana í landinu

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.