Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 14
158 LÆKNABLAÐIÐ andaræktunar án þess að farið væri með pinna inn í þvagrás eða legháls og hjá 149 körlum var röðinni breytt þannig, að sýni fyrir Chlamydiazyme var tekið á undan ræktun. Einnig var tekið fjórða sýnið hjá 90 konum og gert á því Chlamydiazymepróf. Chlamydiazyme-sýnin voru send til Banda- ríkjanna og rannsökuð á sýklarannsókna- deild University of Connecticut Health Cen- ter innan fimm sólarhringa frá sýnatöku. Rannsóknir. Lekanda- og klamydíuræktanir voru framkvæmdar eins og lýst hefur verið áður (2). Fjöldi frumna, sem sýktust af C. trachomatis í frumugróðri, var talinn og skráður. Chlamydiazyme er ensím-ónæmis- rannsókn, sem nemur 15 mismunandi mótefnavæki í ytri himnu C. trachomatis og tekur rannsóknin um fjórar klukkustundir. Fasta burðarefnið (solid phase) voru gler- kúlur, húðaðar með mótefnum. Piparrótarperoxidasi var ensimið og hvarfefnið (substrate) O-phenylenediamin. Þegar sýni bárust til Connecticut var einum millilítra af dempillausn (specimen dilution buffer) hellt yfir sýnið og það látið standa við stofuhita í 10 mínútur og síðan sett á hristara í þrígang, fimm sekúndur i hvert sinn. Síðan var vökvinn pressaður úr pinn- anum og honum kastað. Sýni frá sjúkling- unum voru síðan sett í bolla á plastplötum ásamt þekktum sýnum, bæði jákvæðum og neikvæðum, og rannsökuð samkvæmt fyr- irmælum frá framleiðanda rannsókaefnanna (Abbott Laboratories). Ljósgleyping (absor- bance) sýnanna var mæld við 492 nm með Quantum II spectrophotometer (Abbott La- boratories) og í samræmi við reglur fram- leiðandans voru sýni talin jákvæð ef hún var meiri en meðaltal neikvæðu viðmiðunar- sýnanna að viðbættum 0.100. í nokkrum tilvikum, þar sem ræktun og ensímmótefna- rannsókn ( Chlamydiazyme) bar ekki saman, var sýnið tekið eftir Chlamydiazymerann- sóknina og skilið í skilvindu við 20.000 xg í 30 mínútur. Botnfallið var síðan sett á gler og litað með flúrmerktum mótefnum (Siva, Palo Alto, CA) og skoðuð í flúrsmásjá. Útreikningar. Næmi (sensitivity), aðgreining (specificity) og spágildi (predictive value) voru reiknuð samkvæmt aðferð Galen (9). Aðrir tölfræðilegir útreikningar voru gerðir með tölfræðiforritinu Stat view á Macintosh XL tölvu. Upplýsingar um sjúklinga. Upplýsingar um sjúklinga, sem komu á húð- og kynsjúk- dómadeild Heilsuverdarstöðvar Reykjavíkur voru skráðar jafnóðum á þar til gerð eyðublöð, en upplýsingar um einstaklinga, sem rannsakaðir voru á kvennadeild Land- spítalans, voru fengnar með því, að fara yfir sjúkraskrár síðar. Skráð var ástæða til sýnatöku, kyn, aldur, hjúskaparstétt og einkenni sjúklinganna. Á kynsjúkdómadeild var skráður fjöldi rekkjunauta og á kvenna- deild var kannað hvort sjúklingar notuðu getnaðarvarnir. NIÐURSTÖÐUR Alls voru 1074 einstaklingar rannsakaðir. En vegna undangenginnar lyfjameðferðar (77) eða ófullnægjandi upplýsinga (71), voru aðeins notaðar niðurstöður frá 926 einstak- Table I. Results of Chlamydiazyme and culture on women examined in the STD-clinic. Culture for Chlamydia trachomatis Positive Negative Sympto- Asympto- Sympto- Asympto- Chlamydiazyme matic matic matic matic All Positive ... 21 14 2 í 38 Negative .. 2 0 39 14 55 Total 23 14 41 15 93 Table II. Results of Chlamydiazyme and culture on men examined in the STD-clinic. Chlamydiazyme Culture for Chlamydia trachomatis All Positive Negative Sympto- matic Asympto- matic Sympto- matic Asympto- matic Positive ... 23 n 0 5 39 Negative .. 5 12 39 45 101 Total 28 23 39 50 140 Table III. Results on symptomatic women examined in the OB-GYN clinic. Culture for Chlamydia trachomatis Chlamydiazyme Positive Negative All Positive ... 24 6 30 Negative .. 1 177 178 Total 25 183 208

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.