Læknablaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ
155
Reykjavík 18.5.1984
»Það vottast hér með að »N.N....etc....«
kom til mín á lækningastofu í dag og tjáði
mér að undanfarið hefði hann þjáðst af
öndunarvegssýkingu og eyrnaverk og auk
þess hafi hann haft undanfarið þrálátan
höfuðverk og meltingartruflun. »N.N.« tel-
ur sig óvinnufæran vegna þessa að minnsta
kosti í dag. Skoðun leiðir í ljós áberandi roða
á hægri hljóðhimnu.
Ólafur Jónsson«
(sign)
Álit læknisins á vinnuhæfni skjólstæðings
síns kemur hvergi fram.
Ólafur Ólafsson, landlæknir »fær ekki
séð neitt athugavert við framangreint vott-
orð« í áminningarbréfi til mín og heldur því
þar fram að svona sé kennt að gefa vottorð
í Læknadeild Háskólans. í framhald af þessu
spyr ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytis-
ins landlækni bréflega hvaða kennari
læknadeildar hafi misskilið læknalögin svo
herfilega. Þessu er ósvarað, það best ég veit.
Heilbrigðis- og samgönguráðherra óskaði
þess síðan við landlækni, að hann drægi
áminninguna til mín til baka.
Daginn eftir »veikindi« flugmannanna
bráðbatnaði þeim öllum og mættu til starfa,
enda höfðu þá tekist nýir kjarasamningar við
þá.
Þegar hér er komið málum kærir Ólafur
Jónsson, læknir mig til Siðanefndar L.í. en
neitaði sjálfur að mæta á fund nefndarinnar
til að skýra mál sitt. Niðurstaða Siðanefndar
verður síðan sú, að ég fæ áminningu fyrir að
hafa látið i ljós álit mitt um »pöntuð tæki-
færisvottorð« i bréfi til heilbrigðisráðherra.
í ljósi ofantaldra staðreynda, sem hvorki
koma fram í frásögn í Læknablaðinu né i
úrskurði Siðanefndar, áfrýjaði ég úrskurð-
inum til Gerðardóms fyrir rúmu ári síðan.
Þar sem nokkuð er um liðið og ég er
sjálfur alveg sáttur við eigin samvizku í
málinu, vil ég hér með draga áfrýjun mína til
baka, en láta í staðinn ofangreindar stað-
reyndir tala sinu máli.
Reykjavík, 3.3.1986
Virðingarfyllst,
Jón K. Jóhannsson
(sign.)
Siðanefnd Læknafélags íslands
Ár 1985, þriðjudaginn 5. mars, komu saman
á fund í siðanefnd Læknafélags íslands, þau
Guðmundur Pétursson, Þorgeir Gestsson og
Auður Þorbergsdóttir.
Vegna erindis stjórnar Læknafélags ís-
lands í bréfi, dagsettu 2. nóvember 1984,
kveður siðanefnd L.í. upp svofelldan úr-
skurð:
Með ofangreindu bréfi óskaði stjórn L.í.
eftir úrskurði siðanefndar L.í. um það,
hvort læknirinn Jón K. Jóhannsson hafi með
bréfi sínu til ráðherra, dagsettu 4. júni 1984,
gerst brotlegur við siðareglur lækna. Jafn-
framt var þess óskað, að nefndin taki til
athugunar og afgreiðslu erindi Ólafs
Jónssonar læknis, í bréfi til stjórnar L.Í.,
dagsettu 24. júlí 1984, en með bréfi þessu
krafðist Ólafur Jónsson þess, að tekið verði
með festu og myndugleik á skrifum Jóns K.
Jóhannssonar og jafnframt að Jón K.
Jóhannsson dragi framburð um afglöp og
aðstoð við fjársvik til baka og biðjist
afsökunar.
Ofangreint bréf Jóns K. Jóhannssonar til
heilbrigðisráðherra, dagsett 4. júní 1984, er
svohljóðandi:
»Sem öllum mun í fersku minni þá tilkynntu
28 flugmenn sig veika og mættu ekki til
starfa þann 18. maí sl., en þeir hinir sömu
flugmenn áttu þá í kjaradeilu við Flugleiðir
h.f.
Stjórn félagsins óskaði þá eftir að flug-
mennirnir legðu fram læknisvottorð máli
sínu til sönnunar.
Átta læknisvottorð frá jafnmörgum lækn-
um bárust mér, sem trúnaðarlækni Flugleiða
h.f., til umsagnar og er skemmst frá að
segja, að þeir læknar, sem hlut eiga að máli,
gáfu aðspurðir óljós svör um hin meintu
veikindi skjólstæðinga sinna. Að mínu áliti
er hér um pöntuð tækifærisvottorð að ræða,
sem ekki standast þær kröfur sem siðareglur
lækna og hin almennu hegningarlög gera,
þegar vættis er krafist.