Læknablaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ
179
Barnið dó innan sólarhrings frá þræðingu.
Ekkert þessara dauðsfalla verður því rakið til
hjartaþræðingarinnar sjálfrar.
Fjórði einstaklingurinn var 44ra ára karl-
maður innlagður á Borgarspítalann með
hvildarverk í brjósti. Hann hafði árssögu um
áreynslubundinn brjóstverk. Við þræðingu
komu í ljós mikil þrengsli í vinstri
höfuðstofni. Því voru gerðar fáar inn-
spýtingar og rannsókn flýtt. Hálfri klukku-
stund síðar fór sjúklingur í hjartastopp.
Endurlífgun tókst ekki. Krufning staðfesti
útbreidda æðakölkun með fersku drepi og
einnig eldra hjartadrep. í vinstri höfuðstofni
var blæðing í æðakölkunarskellu, ef til vill
afleiðing hjartaþræðingarinnar. Þetta er
eina dauðsfallið sem talist getur fylgikvilli
hjartaþræðingarinnar, þ.e. 0,05%, sé miðað
við heildarþræðingafjölda, en 0,08% sé
miðað við kransæðaþræðingar eingöngu.
Einn sjúklingur fékk hjartadrep. Var það
72ja ára gömul kona með óstöðuga hjarta-
öng og sýndi þræðing þriggja æða krans-
æðasjúkdóm og míturlokuleka. Eftir að
rannsókn lauk, komu fram línuritsbreyting-
ar og enzýmhækkanir sem samrýmdust litlu
hjartadrepi. Fór hún í kransæðaaðgerð
stuttu síðar og var við góða heilsu í marz
1985.
Hjartarof kom fyrir hjá tveimur sjúkling-
um. Annar var 82ja ára karlmaður, sem fór
í hægri hjartaþræðingu vegna gruns um
lungnarek. Æðaleggur rauf hægri slegil.
Sjúklingur fékk alvarlegt blóðþrýstingsfall,
en svaraði lyfjameðferð og útskrifaðist heill
heilsu. Hinn var nýburi með viðvarandi
fósturblóðrás sem áður er getið.
Hjartastopp (asystolia) kom fyrir hjá 5
sjúklingum. Þrír þeirra létust eins og áður er
getið. Sá fjórði var fimmtugur karlmaður er
grunaður var um hjartavöðvasjúkdóm. Eftir
rembing og Isuprelgjöf í þræðingu fékk hann
hægan hjartslátt og síðan hjartastopp. End-
urlífgun bar árangur. Fimmti sjúklingurinn
var 31 árs gamall karlmaður með hjarta-
vöðvasjúkdóm. í þræðingunni bognaði
æðaleggurinn í ósæðarboganum. Sjúkling-
urinn fór i hjartastopp, en svaraði lyfja-
meðferð. Þræðingu var haldið áfram án
frekari fylgikvilla.
Sleglatif (ventriculer fibrillation) kom fyr-
ir hjá einum sjúklingi, 42ja ára karlmanni. í
þræðingunni kom rof í æðaþelhægri krans-
æðar. Einni klukkustund siðar fór sjúkling-
Number
100-!
<. Month 1-12months 1-2years 3-4years 5-9years
Fig. 2. Age distribution of patients younger than ten
years undergoing cardiac catheterization.
,i <n
Fig. 3. Annual number of cardiac catheterizations and
sex distribution of the patients.
Fig. 4. Annual number of patients catheterized by dif-
ferent techniques:
Cut down: •—•
percutaneous: ■—•
both techniques: o—□