Læknablaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ
171
blóðkornum sjúklings dælt í poka. Blóðinu
er svo skilað í gegn um bláæð í handlegg.
Hér hefur verið lýst einni töppun. Þetta ferli
þarf að endurtaka.
í Bergen var ég vanur að framkvæma 7-8
tappanir á dag (u.þ.b. 2,5 lítrar af blóð-
vatni), fimm daga í röð og skipta þannig
um samtals 12-13 lítra. Aðrir beita stærra
eða minna aftöppunarrúmmáli. Sumir skipta
daglega, aðrir annan hvern dag eða einu
sinni í viku. Vegna stöðugrar blöndunar
skiptilausnarinnar og blóðvatns sjúklings, er
aldrei hægt að fjarlægja allt upprunalega
blóðvatnið. Virkni meðferðarinnar eykst
þannig ekki í réttu hlutfalli við aukningu
skiptirúmmálsins. Hjá sjúklingi sem hefur
þrjá litra af blóðvatni, fjarlægir tveggja lítra
skipting u.þ.b. 50% af efnum í blóði (2).
Annað umdeilt atriði er val skiptilausnar.
Hægt er að nota blóðgjafablóðvatn, al-
búmín eða blóðvatnspróteinhluta. Hef ég
notað blóðgjafablóðvatn, fyrst og fremst
vegna þess að það er ódýrast, en aðrir kostir
þess eru að það inniheldur storkuþætti og
gammaglóbúlín. Með notkun albúmíns eða
blóðvatnspróteinhluta verst maður hins veg-
ar smitun veirulifrarbólgu. Albúmín veldur
sjaldnar ofnæmishvörfum en hinar lausn-
irnar, en er mun dýrara.
HJÁVERKANIR/FYLGIKVILLAR
Blóðvatnsskipti eru ekki hættulaus, en ef rétt
er að þeim staðið er ekki um alvarlegar
hjáverkanir að ræða. Hjáverkanirnar ráðast
að verulegu leyti af aðferðinni sem beitt er og
sjúkdómnum sem meðhöndlaður er (3).
Kalkskortur í blóði. Blóðgjafablóðvatn
inniheldur sítrat og það bindur kalk og getur
það valdið dofa/fiðringi umhverfis munn
eða í útlimum og/eða ógleði. Sumir bregðast
við þessu með forvarnarkalkgjöf, en ein-
faldast er að draga úr hraða endurblóð-
gjafarinnar.
Ofncemishvörfkoma fyrir, allt frá vægum
húðútbrotum sem svara and-histamínlyfjum
til ofnæmislosts, en slíkt er mjög sjaldséð.
Sykingar. Sýkingarnar byggjast að hluta á
sjálfum blóðvatnsskiptunum, þ.e. á tapi
immúnóglóbúlína og mögnuða (comple-
ments), að hluta á eðli sjúkdómsins sem
meðhöndlaður er, t.d. hafa þær reynst mun
tíðari og alvarlegri við blóðvatnsskipti vegna
nýrnasjúkdóma en taugasjúkdóma og sam-
hliða ónæmisbælandi lyfjameðferð og að
hluta á vali skiptilausnar, þ.e. að blóðgjafa-
blóðvatn er valið, en ekki albúmín, þar
sem hið fyrrnefnda inniheldur immúnó-
glóbúlín og mögnuði. Lýst hefur verið
lungnabólgu, blóðeitrun og hjartaþels-
bólgu. Einnig inflúensueinkennum að
aflokinni meðferð.
Einkenni frá hjarta og blóðrás. Blóð-
þrýstingur getur fallið vegna minnkunar blóð-
rúmmáls af völdum of hraðrar aftöpp-
unar miðað við endurblóðgjöf, próteintaps
eða þurrks. Fram geta komið ýmsar
hjartsláttartruflanir, t.d. vegna kalkskorts af
völdum sítrats, sem stundum magnast af
truflaðri lifrarstarfsemi, truflaðs steinefna-
jafnvægis i blóði, lyfjameðferðar (beta-
Vandamál meðhöndluð með blóðvatnsskiptum.
Blóðvatnsskipti upphafsmeðferð
Purpurasýki með segamyndun og blóðflögufæð (throm-
botic thrombocytopenic purpura)
Waldenströmsveiki (macroglobulinemia)
Eitranir
Blóðvatnsskipti reynast vel þegar hefðbundnari meðferð
bregst
Vöðvaslensfár (myasthenia gravis)
Vöðvaslenssjúkdómur Eatons og Lamberts
Fjölvöðvabólga (polymyositis/dermatomyositis)
Sjúkdómur Refsums (Heredopathia atactica polyneuri-
tiformis)
Bruni
Útbreiddir rauðir úlfar (lupus erythematosus dissemi-
natus)
Blóðflögufæð af óþekktum uppruna (idiopathic throm-
bocytopenic purpura)
Sjálfnæmis-blóðrofsgula (autoimmune hemolytic ane-
mia)
Heilkenni Goodpastures
Hratt vaxandi nýrnahnoðrabólga
Höfnun nýrnaígræðslu
Blöðruútþot (pemphigus)
Arfgeng ofgnótt kólesteróls í blóði
Ofstarfsemi skjaldkirtils
Hlutverk blóðvatnsskipta óljóst
Sykursýki
Liðagigt
Fjöltaugabólga af óþekktum uppruna
Heila- og mænusigg (sclerosis multiplex)
Sjúkdómur Fabrys
Alnæmi (A.l.D.S.)
Blóðvatnsskipti gagnslaus
Hreyfitaugungasýki (motor neuron disease)
Hæggeng heilabólga (subacute sclerosing panencepha-
litis)
Geðklofi
(schizophrenia)