Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 20
162 LÆKNABLAÐIÐ um sé að ræða lífvænlegar frumur, sem vaxið geti við ræktun. Ekki var hægt að draga ályktanir af okkar niðurstöðum, um það hvort hormónabreyt- ingar við notkun.getnaðarvarna yllu aukn- ingu á »falskjákvæðum Chlamydiazyme- prófum«. Tíðni klamydíusýkinga virtist hærri hjá þeim, sem notuð getnaðarvarnir (tafla IX) en hjá þeim, sem notuðu þær ekki og gilti það jafnt, hvort sem um var að ræða pillu eða lykkju en tölurnar eru of lágar til þess að vera marktækar. Sýnt hefur verið fram á að tíðni klamydíusýkinga er hærri hjá konum, sem nota getnaðarvarnapillur, en hjá þeim, serrt nota þær ekki, án þess að um meira lauslæti eða fleiri rekkjunauta sé að ræða (13). Við vitum ekki hvort munur var á fjölda rekkjunauta hjá þessum tveim hópum í okkar rannsókn. Hvað varðar »falskjákvæð Chlamydíazy- me« hjá körlum þá er það athyglisvert að 4 af 5 einkennalausum körlum, sem höfðu falskjákvæð Chlamydiazyme, voru rekkju- nautar kvenna, sem voru sýktar af C. tra- chomatis og í a.m.k. einu tilviki virtist kona hafa smitast af einum þeirra. Eins og áður segir virðist Chlamydiazyme ónothæft til skimunar, vegna margra »falskjákvæðra prófa«, a.m.k. þar til ljóst er hvaða þýðingu »falskjákvætt próf« hefur. Number Age ■ False positive Chlamydiazyme □ Positive cultures Einnig er álitamál hvort yfirleitt sé vert að skima eftir C. trachomatis hjá ófrískum konum. Það er full ástæða til að rannsaka allar konur, sem koma til fóstureyðinga, bæði vegna þess að tíðnin er nokkuð há (tæp 12%, tafla VIII) og vegna þess að sannað hefur verið að bakteríur, sem eru á legháls- inum geta borist upp í leg og eggjaleiðara við aðgerðina (14). Ekki er víst að það sé ómarksins vert að skima eftir klamydíum hjá öllum þunguðum konum (tíðni um 4%), en e.t.v. er hægt að velja úr hóp, með hærri tíðni. Ef athugað er algengi sýkinga hjá þunguðum konum, sem koma í mæðra- skoðun og eru ekki giftar en 32 ára eða yngri er það tæp 8%. Sýklarannsóknadeild Landspítalans mæl- ir, að svo komnu máli, með því, að Chlamy díazyme sé notað við greiningu á kla- mydíusýkingum hjá öllum sjúklingum, sem hafa einkenni og hjá konum, sem eru rekkjunautar sýktra karla. Ef ekki er mögu- legt að koma ræktun við má nota prófið til þess að rannsaka karlkyns rekkjunauta sýktra kvenna, en prófið er að svo komnu máli ekki nothæft til skimunar. SUMMARY Cultures for Chlamydia trachomatis have been done in Iceland since late 1981 and it has been shown to be the most common cause of STD (sexually transmitted dis- ease) in the country. Only 60-70% of the population have ready access to bacterial diagnostic facilities and tests which make specimen transport easier are therefore needed. One such test, a new enzyme immuno assay (EIA) test, Chlamydiazyme from Abbott Laboratories was evaluated in three populations. In the first group were patients attending the STD clinic where disease prevalence was 38%, in the second were patients at- tending the OB-GYN clinic for a variety of symtoms and having prevalence of 12% and in the third were asymptomatic pregnant women with disease prevalence of 6%. Three swabs were collected from each patient, one each for culture of Neisseria gonorrhoeae, chla- mydia cell culture and Chlamydiazyme. The sensitivity and specificity of Chlamydiazyme for males and females attending the STD clinic was 82%, 100%, 95.6% and 95.6% respectively. In case of females seen at the OB- GYN clinic, the sensitivity and specificity, was 96% and 96.7% respectively. Chlamydiazyme is a specific and sensitive procedure for the detection of chlamydial antigen in clinical spe- cimens from symptomatic patients. Because of many false positive Chlamydiazyme results, the test does not seem to be useful as a screening test for pregnant women attending maternity clinics. On the other hand there is some evidence presented which suggests that discrepan- cies between culture and chlamydiazyme may be caused rather by false negative cultures than false positive Chlamydiazyme.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.