Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 32
170 1986; 72: 170-6 LÆKNABLAÐIÐ INNGANGUR Við blóðvatnsskipti er blóðvatn tekið úr sjúklingi og með því skaðlegir þættir, svo sem mótefni, mótefnavakar, ónæmisfléttur eða eiturefni. Sjúklingi er síðan skilað aftur »heilbrigðu« blóðvatni eða blóðvatnsígildi. Verkunin kemur yfirleitt fljótt fram. Blóðvatnsskipti er þýðing á enska hugtak- inu »plasma exchange«. (Hugtakið pla- smapheresis hefur einnig verið notað, en það þýðir út af fyrir sig aðeins, að blóðvatn sé fjarlægt, án þess að sjúklingurinn fái nokk- uð í staðinn.) Blóðvatnsskiptum hefur í vaxandi mæli verið beitt við meðferð ýmissa sjúkdóma, bæði við blóðbanka og í tengslum við starfsemi gerfinýrna. Þessi meðferð hefur enn ekki verið notuð á íslandi, en höfundur hefur notað hana erlendis. Þar sem sú reynsla byggist á meðhöndlun taugasjúk- dóma, verður mest um þá fjallað hér, en öðrum kvillum gerð styttri skil. AÐFERÐIR Blóðvatnsskipti má framkvæma með blóð- kornaskilvindu, sem skilur að blóðkorn og blóðvatn. Sumar skilvindur hafa rofið flæði, þ.e. taka við blóði sjúklings með hléum. Aðrar hafa stöðugt flæði. í báðum tilvikum er blóðinu skilað í órofnu ferli. Einnig er hægt að setja á gerfinýra síu með götum (0,2 fm), sem sleppa í gegn albúmíni og immúnóglóbúlínum, en blóðkorn og meiri hluti blóðvatnspróteina verða eftir. Árangur blóðvatnsskipta ætti að vera nokkurn veginn sá sami, hvaða tækni sem beitt er, þótt framkvæmd, hjáverkanir og kostnaður sé misjafn. Við háskólasjúkra- húsið í Bergen í Noregi (Haukeland sykehus) hefur höfundur öðlast reynslu af notkun blóðkornaskilvindu með rofnu flæði (Hae- Barst ritstjórn 15/02/1986. Samþykkt og send 1 prentsmiðju 08/04/1986. monetics 30), sem er mikið notuð víða um heim (sjá mynd). Verður framkvæmdinni lýst hér í grófum dráttum (1), en ekki farið fleiri orðum um aðrar aðferðir. Erfitt reynist að nota olnbogabláæðar til aftöppunar blóðs marga daga í röð. Því eru alla jafna notaðir leggir í viðbeinsbláæð eða innri hóstarbláæð (v. jugularis interna ), en stöku sinnum í lærisbláæð. Nota má sama legg þá fimm daga, sem sjúklingur er með- höndlaður. Heparínlausn hindrar storkn- un i kerfinu. Saltvatn er einnig tengt við kerfið til að halda því opnu milli tappana. Blóðið fer niður í skilvindu, sem snýst 4800 snúninga á mínútu og skilur að blóðvatn sjúklings og blóðkorn. Blóðvatnið er fjar- lægt og því safnað í poka. Skilvindan er stöðvuð, þegar pokinn er orðinn fullur. Skiptilausnin (blóðgjafablóðvatn) er látin renna í skilvinduna og er síðan ásamt Mynd 1. Blóðkornaskilvindan í nolkun.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.