Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1989, Page 5

Læknablaðið - 15.03.1989, Page 5
LÆKNABLAÐIÐ 1989; 75: 79-83 79 Hjördís Harðardóttir* 1), Sigurður B. Þorsteinsson2), Sigfús Karlsson1, Ólafur Steingrímsson1) ÚTBREIÐSLA LEGIONELLA SPP. í UMHVERFI Á ÍSLANDI ÚTDRÁTTUR Á árunum 1983 og 1984 voru gerðar rannsóknir á orsökum lungnabólgu á Landspítala (1) og Borgarspítala (2) sem bentu til að umtalsverðan fjölda lungnasýkinganna mætti rekja til Legionella. Af þessu tilefni var ráðist í að kanna nánar útbreiðslu bakteríanna í umhverfi á íslandi, einkum á stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík. Rannsökuð voru vatnssýni úr hitaböðum á rannsóknardeildum, krönum og sturtuhausum á Landspítala, Borgarspítala og Landakotsspítala og fannst Legionella pneumophila serotypa 1, í einhverjum mæli á öllum sjúkrahúsunum. Samtals voru rannsökuð 285 sýni frá 208 stöðum á þessum sjúkrahúsum. Á Landspítala fannst L. pneumophUa í 9 af 13 handlaugakrönum og 7 af 10 sturtuhausum í vistarverum starfsfólks. Þegar tekin voru sýni úr inntökum »jákvæðu« vaskanna fyrir heita vatnið annars vegar og kalda vatnið hins vegar ræktaðist Legionella úr öllum kaldavatnssýnunum, en heitavatnssýnin voru neikvæð. Af 10 rakagjöfum, sem athugaðir voru var einn jákvæður. Sama gilti um 15 af 22 handlaugakrönum á legudeildum og 6 af 8 gervinýrnavélum. Ekki tókst að rækta Legionella úr kaldavatnstanki sjúkrahússins. Allir stofnarnir reyndust vera L. pneumophUa af serotypu 1. Legionella fannst ekki í neinu þeirra 19 vatnssýna, sem tekin voru utan sjúkrahúsanna, úr sturtuhausum í heimahúsum á höfuðborgarsvæðinu og úr Tjörninni. INNGANGUR í janúar 1977 tókst að einangra bakteríu frá lungnavef sjúklinga, sem látist höfðu úr hermannaveiki (Legionnaire’s disease) (3). Bakterían Legionella pneumophUa reyndist tilheyra áður óþekktum bakteríuflokki, sem síðar kom í ljós að eru mjög útbreiddar í náttúrunni. Ástæður þess að ekki var kunnugt um tilvist Barst 05/09/1988. Samþykkt 28/11/1988. 1) Sýklarannsóknadeild og 2) Lyflæknisdeild Landspítala, Reykjavík. þeirra áður voru að þær litast illa við Gramslitun og vaxa ekki á ætum, sem notuð eru við algengustu bakteríuræktanir. Eftir að ljóst varð að legionellur orsökuðu lungnabólgu, voru einhver brögð að því að send væru blóðsýni úr íslenskum sjúklingum til útlanda til mælinga á mótefnum gegn L. pneumophila. Enginn þeirra reyndist hafa hækkuð mótefni gegn bakteríunni. Á árunum 1983 og 1984 voru gerðar tvær framvirkar rannsóknir á orsökum lungnabólgu, á Landspítala (1) og Borgarspítala (2) í Reykjavík. Ekki var gerð tilraun til þess að rækta L. pneumophila, en blóði var safnað úr sjúklingunum og það sent til mótefnamælinga í Danmörku. Niðurstaða beggja rannsóknanna var sú að umtalsverður fjöldi sjúklinganna hefði mótefni gegn sýklinum. Þegar þessar niðurstöður lágu fyrir, var komið upp aðstöðu á sýklarannsóknadeild Landspítalans til legionelluræktana og mótefnamælinga. Ræktaðist L. pneumophila fljótlega frá tveim sjúklingum á Landspítalanum. Annar hafði sýkst erlendis en hitt tilfellið var að öllum Iíkindum spítalasýking. Því var hafist handa um að kanna útbreiðslu bakteríunnar í loftræstikerfum á Landspítala og Borgarspítala. Tekin voru 59 sýni og fannst L. pneumophila á einum stað. Einnig fannst bakterían í hitaböðum á rannsóknastofum. Því var ákveðið að rannsaka frekar útbreiðslu Legionella spp. í umhverfi á fslandi og fara niðurstöður rannsóknanna hér á eftir. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Á sex mánuðum, frá september 1986 til febrúar 1987 voru tekin 243 sýni á 166 stöðum í byggingum á Landspítalalóð. Sýni voru tekin úr rakagjöfum loftræstikerfa spítalans, úr sturtuhausum, bað- og handlaugakrönum á legudeildum og úr hitaböðum á rannsóknadeildum. Dagana 11.2. og 11.3. 1987 voru tekin 27 sýni úr sturtuhausum og hitaböðum

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.