Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1989, Page 7

Læknablaðið - 15.03.1989, Page 7
LÆKNABLAÐIÐ 81 Ræktanir voru teknar frá 66 stöðum á legudeildum í aðalbyggingu Landspítalans og í byggingu kvennadeildar og fannst Legionella á 44 stöðum í mismiklum mæli. Könnuð var útbreiðsla Legionella í byggingu geð- og taugadeilda á Landspítalalóð. Tekin voru sýni úr 27 sturtuhausum og þremur handlaugakrönum og voru öll neikvæð. Á tímabilinu frá 15.10. 1986 til 26.2. 1987 voru sex sinnum tekin sýni úr kaldavatnstanki í ketilhúsi Landspítalans, þaðan sem vatni er dælt inn á spítalann. Voru þau sýni frá 1000 - 4000 ml, en ekki tókst að rækta Legionellu úr þeim. Legionella spp. á Borgarspítala. Tekin voru 27 sýni dagana 11.2. og 11.3. 1987: 22 sýni úr sturtuhausum á legudeildum spítalans og 5 sýni úr hitaböðum á rannsóknardeild. Einungis var tekið einu sinni á hverjum stað. Bakterían ræktaðist úr öllum hitaböðum og úr 5 sturtuhausum. Legionella spp. á Landakotsspítala. Þann 18.3. 1987 voru tekin 11 vatnssýni á Landakotsspítala, Table III. The NationaI University Hospital (Landspítalinn). Hot and cold water inlets to sinks. Date Room Inlet No. of colonies 10 til 1 ml filter House staff cold í -100 nc*) med. dpt. C&D hot 0 1 0 30/10 cold 0 34 nc hot 0 0 nr**) House staff cold 14 nc nc surgical dpt. hot 0 0 0 30/10 cold 1 50 nr hot 0 0 nr House staff cold 13 nc nc med. dpt. A&B hot 0 0 0 30/10 cold 0 1 nr hot 0 0 nr House staff cold 25 nc nc pediatric dpt. hot 0 0 0 30/10 cold 0 1 nr hot 0 0 nr 30/10 Office II cold 0 17 nr hot 0 0 0 30/10 room 26 ward 11 E í"0^ 0 0 nr not 0 0 nr 30/10 room 10 ward 11 E not 0 0 2 0 nr nr *) Too numerous to count. **) Not readable (overgrowth at Bacillus spp. or moulds). úr sturtuhausum á legudeildum og óx L. pneumophila, serótýpa 1 frá 4 stöðum á jafnmörgum deildum. Einnig voru tekin sýni úr 4 hitaböðum á rannsóknadeild, en ekki tókst að rækta Legionella úr neinu þeirra. Legionella spp. á íslandi utan sjúkrahúsa. í upphafi rannsóknarinnar voru tekin þrjú sýni úr Tjörninni í Reykjavík, eitt úr stóru Tjörninni, annað úr litlu Tjörninni og loks það þriðja úr gosbrunninum sem prýðir litlu Tjörnina. Legionella ræktaðist ekki. Dagana 23. og 24.10. 1986 var safnað vatni úr sturtuhausum á 16 heimilum hjá starfsfólki sýkladeildar Landspítala í Reykjavík og Kópavogi en hvergi fannst Legionella. UMRÆÐA Legionellur eru útbreiddar í náttúrunni og hafa ræktast frá vötnum og tjörnum með hitastig allt frá 5 til 60°C (4). Aðal uppsprettur legionellusýkinga hafa hins vegar verið hitunar- og dreifikerfi neysluvatns, loftræstikerfi og kæliturnar. Aðferð okkar til að einangra Legionella úr vatnssýnum er mjög einföld. í mörgum rannsóknum af þessu tagi hefur verið beitt nákvæmari og flóknari aðferðum til að auka afraksturinn (5-9). Þrátt fyrir þetta fannst bakterían víða í kaldavatnsleiðslum Landspítala. í erlendum rannsóknum hefur Legionella oftast fundist í heitavatnskerfum, en ekki í kaldavatnsleiðslum eins og á Landspítala. Líkleg skýring er, að heita vatnið í Reykjavík er mun heitara (70-75°C) en víðast hvar erlendis, þar sem vatnið er hitað upp í stórum geymum á einum eða fleiri stöðum í kerfinu. Algengur hiti á slíkum kerfum er um 45-50°C og þegar þar við bætist sú útbreidda sparnaðarráðstöfun að slökkva á hitageymunum á kvöldin og um helgar vænkast enn hagur Legionella, sem gjarnan blómstrar í botnfalli slíkra hitageyma. Ekki tókst að finna legionellu í kaldavatnstanki Landspítala í ketilhúsi, þó vatn úr kaldavatnsinntökum handlauga sjúkrahússins og handlaugakrönum væri oftast jákvætt. Þetta er í samræmi við reynslu annarra (10), og bendir til að blöndunartæki og sturtuhausar séu aðal gróðrarstíurnar (sbr. töflur II og III). Bakterían virðist einnig geta borist í loftræstikerfi. Legionella fannst einnig á Borgarspítala og Landakotsspítala, en útbreiðslan þar var aðeins könnuð mjög lauslega. Ekki fannst Legionella við lítilsháttar leit í heimahúsum starfsfólks, en Ijóst

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.