Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1989, Síða 11

Læknablaðið - 15.03.1989, Síða 11
LÆKNABLAÐIÐ 1989; 75: 85-9 85 Gerður Jónsdóttir, Jón Þorgeir Hallgrímsson, Reynir Tómas Geirsson, *Marta Lárusdóttir, *Atli Dagbjartsson AXLAKLEMMA Skráning tilvika á kvennadeild Landspítalans 1979-1986 ÚTDRÁTTUR Erfið fæðing barns í hvirfilstöðu vegna árekstra axla við beinhluta fæðingargangs nefnist á ensku »shoulder girdle dysíocia«. í þessari grein verður fyrirbærið kallað axlaklemma. Axlaklemma var skráð sem sjúkdómsgreining í 46 tilvikum á Kvennadeild Landspítalans á árunum 1979-86 og fjölgaði þeim á tímabilinu úr 0,05% fæðinga í 1%. Auk skráðra tilvika voru yfirfarnar fæðingarskýrslur 2.150 barna, sem fæddust á árunum 1982-85 og vógu 4.000 grömm eða meira við fæðingu til að athuga hvort erfiðleikar axla við fæðingu axla. í 132 tilvikum (6,1%) reyndist svo hafa verið (óskráð tilvik). í skráðu og óskráðu tilvikunum var ekki munur á aldri eða líkamsþyngd mæðranna miðað við samanburðarhóp heilbrigðra þungaðra kvenna. í skráðu tilvikunum var hæð mæðranna marktækt lægri en í samanburðarhópnum. Fæðingarþyngd, meðgöngulengd og fjöldi fyrri fæðinga voru marktækt hærri í báðum rannsóknarhópunum en hjá samanburðarkonunum. Mat ljósmæðra á þyngd barnanna fyrir fæðingu reyndist mjög ónákvæmt. Þyngd var oftast vanmetin, að meðaltali um 450 grömm. Sogklukka eða töng hafði verið notuð i fjórðungi skráðu tilfellanna. Áverki á barni greindist hjá 30,4% skráðu tilfellanna, en 10,6% óskráðu tilvikanna. Helstu áverkar voru skemmdir á armflækju (plexus brachialis), köfnunardá (asphyxia) og viðbeinsbrot. Af ellefu börnum með taugalömun handleggs við fæðingu var eitt með varanlegan skaða við tveggja ára aldur. Axlaklemma er alvarlegt bráðatilvik í fæðingu sem getur Ieitt til varanlegs skaða hjá barninu. getur leitt til varanlegs skaða hjá barninu. Þekking og þjálfun í réttum og skjótum viðbrögðum hjá þeim sem annast fæðingahjálp er besta vörnin, en grunur um þungbura fyrir fæðingu, lágvaxin móðir, síðburafæðing og Frá Kvennadeild Landspítalans og *Barnaspítala Hringsins, Reykjavík. Barst 23/06/1988. Samþykkt 21/12/1988. langdregin fæðing ætti að vera aðvörun um mögulega axlaklemma. INNGANGUR Mörkin milli eðlilegrar fæðingar og afbrigðilegrar fæðingar þar sem stendur á öxlum, axlaklemma, eru óljós. Nýleg skilgreining á axlaklemmu er þannig: »Ef fremri öxlin fæðist ekki sjálfkrafa eða með léttu togi, eftir að höfuðið er fætt, er um axlaklemmu að ræða« (1). Við innri snúning höfuðs í fæðingu snúast axlirnar venjulega yfir í þver- eða skávídd. Gerist það ekki, sem oftast er vegna þrengsla í grind, getur fremri öxlin stöðvast við lífbeinið fyrir ofan grindarinnganginn (2). Nauðsynlegt er þá að vita hvernig á að bregðast við, þar sem barnið getur hlotið alvarlega áverka eða jafnvel dáið, ef viðbrögð eru ekki fljót og rétt. Axlaklemmu hefur verið lýst í 0,15-0,85% fæðinga (1, 3, 4). Líkurnar aukast með aukinni fæðingarþyngd. Sé fæðingarþyngd yfir 4000 grömm hækkar tíðnin í 1,7% og verður allt að 10% þegar börnin vega yfir 4.500 g (2, 5). Offita og sykursýki móður á meðgöngu auka líkur á þungu barni (2). Langdregið annað stig fæðingar getur bent til þungbura og yfirvofandi erfiðrar fæðingar axla (5), en aukinni áhættu á axlaklemmu hefur einnig verið lýst þegar gera þarf framdrátt úr miðgrind (2). Tilgangur þessarar athugunar var að kanna tíðni og skráningu axlaklemmu á Kvennadeild og Barnadeild Landspítalans undanfarin ár. Athugað var hvort mæðurnar, meðgangan, fæðingin og/eða börn in hefðu einhver sérkenni, sem bent gætu til yfirvofandi axlaklemmu. Tegundir áverka hjá börnunum voru kannaðar ásamt þroskaferli þeirra til tveggja ára aldurs. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Tiðni axlaklemmu árin 1979-86 var athuguð afturvirkt í ársskýrslum Kvennadeildar (skráð tilvik). Þar sem skráningu axlaklemmu var

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.